Telur lög um kynjakvóta ekki henta lífeyrissjóðum Boði Logason skrifar 3. september 2013 07:00 Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að lög sem snúa að kynjahlutfalli í stjórnum lífeyrissjóða kunni að ganga of langt og býst við að funda með núverandi stjórnvöldum vegna málsins. Þau séu ekki hönnuð með hagsmuni lífeyrissjóðanna að leiðarljósi. Enn uppfylla sjö lífeyrissjóðir ekki skilyrði laganna, sem tóku gildi í fyrradag. Samkvæmt lögunum á hlutfall hvors kyns að vera að lágmarki fjörutíu prósent í stjórnum allra lífeyrissjóða. Í dag er heildarhlutfall kvenna í stjórnunum 44,4 prósent. Einn sjóð vantar tvær konur í stjórnina, fjóra sjóði vantar eina konu í stjórnina og tvo sjóði vantar einn karl í stjórnina, samkvæmt nýlegri samantekt KPMG. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða, segir að í sumum þessara tilfella sé uppistaða sjóðfélaga af öðru hvoru kyninu, eins og hjá Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga. „Það er allt hægt, það er hægt að búa til einhverja fléttulista en þá getur það líka verið þannig að það sé verið að ýta fólki út vegna þess að það er af öðru hvoru kyni. Það eru kostir og gallar í þessu.“ Hún segir að á næstunni megi búast við því að samtökin taki málið upp við núverandi stjórnvöld. „Við vitum ekki hvort þetta er óbreytt staða stjórnvalda. Þessi lög eru ágæt að mörgu leyti en kunna að ganga of langt. Þau eru ekki hönnuð með hagsmuni lífeyrissjóða að leiðarljósi.“ Eftir að lögin tóku gildi nú um mánaðamót fá hlutafélög sem uppfylla ekki skilyrðið um kynjahlutfall í stjórn ekki skráningu hjá Fyrirtækjaskrá. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að lög sem snúa að kynjahlutfalli í stjórnum lífeyrissjóða kunni að ganga of langt og býst við að funda með núverandi stjórnvöldum vegna málsins. Þau séu ekki hönnuð með hagsmuni lífeyrissjóðanna að leiðarljósi. Enn uppfylla sjö lífeyrissjóðir ekki skilyrði laganna, sem tóku gildi í fyrradag. Samkvæmt lögunum á hlutfall hvors kyns að vera að lágmarki fjörutíu prósent í stjórnum allra lífeyrissjóða. Í dag er heildarhlutfall kvenna í stjórnunum 44,4 prósent. Einn sjóð vantar tvær konur í stjórnina, fjóra sjóði vantar eina konu í stjórnina og tvo sjóði vantar einn karl í stjórnina, samkvæmt nýlegri samantekt KPMG. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða, segir að í sumum þessara tilfella sé uppistaða sjóðfélaga af öðru hvoru kyninu, eins og hjá Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga. „Það er allt hægt, það er hægt að búa til einhverja fléttulista en þá getur það líka verið þannig að það sé verið að ýta fólki út vegna þess að það er af öðru hvoru kyni. Það eru kostir og gallar í þessu.“ Hún segir að á næstunni megi búast við því að samtökin taki málið upp við núverandi stjórnvöld. „Við vitum ekki hvort þetta er óbreytt staða stjórnvalda. Þessi lög eru ágæt að mörgu leyti en kunna að ganga of langt. Þau eru ekki hönnuð með hagsmuni lífeyrissjóða að leiðarljósi.“ Eftir að lögin tóku gildi nú um mánaðamót fá hlutafélög sem uppfylla ekki skilyrðið um kynjahlutfall í stjórn ekki skráningu hjá Fyrirtækjaskrá.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira