Innlent

Telur menn féfletta á kampavínsklúbbum

Jakob Bjarnar skrifar
Þorsteinn ætlar að óska eftir sérstakri umræðu um kampavínsklúbbana og súlustaði.
Þorsteinn ætlar að óska eftir sérstakri umræðu um kampavínsklúbbana og súlustaði.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur verulegar áhyggjur af kampavínsklúbbunum svokölluð eða súlustöðum og telur sig hafa rökstuddan grun um að þar sé ýmislegt vafasamt í gangi.

„Ég hef lengi haft áhyggjur af rekstri svokallaðra kampavínsklúbba og súlustaða margra hluta vegna. Ég hef haft spurnir af því að menn hafi verið féflettir á slíkum stöðum,“ segir Þorsteinn og bendir reyndar á að slíkt tilvik hafi komið fram í fréttum í síðustu viku.

„Einnig hef ég nokkurn áhuga á stöðu starfsfólks þessara staða auk annars. Svarið bendir til að áhyggjur mínar hafi átt rétt á sér. Ég hef því í hyggju að óska eftir sérstakri umræðu um þessi mál. Vonandi verður hægt að koma henni á sem fyrst.“

Þorsteinn lagði fram fyrirspurn til innanríkisráðherra nýverið þar sem hann spurði hversu mörg tilvik sem tengjast starfsemi kampavínsklúbba hafi verið skráð í dagbók lögreglu á árunum 2011-2015, hversu mörg tilvik væri um að ræða og hvort þau hafi leitt til rannsóknar lögreglu. Ef svo, hverjar hafa lyktir rannsókna orðið og hvers eðlis eru þau tilvik.

Í svari kom fram að um væri að ræða 197 atvik, 61 brot voru skráð í málaskrá og fimm mál tengd kampavínsklúbbunum séu til rannsóknar hjá lögreglu. Sjá nánar hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×