Tengsl á milli svifryks og ótímabærra andláta Linda Blöndal skrifar 16. apríl 2015 20:00 Þorsteinn Jóhannsson, séfræðingur í loftmengun segir svifryk í Reykjavík hafa breyst mikið undanfarin ár og sót sé nú stærsti hluti þess. Díselknúnir bílar eru mun fleiri en áður og menga mest. Meira sót í svifrykinuMálþing um staðbundin loftgæði í Reykjavík var haldið í dag af Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar Þar kom þar fram að mun meira sót er núna hlutfallslega í svifryksmengun þótt mengunin hafi almennt dregist saman undanfarna áratugi í nærumhverfi borgarbúa. Samsetning svifryks er nú önnur en áður. Meira en helmingur ryksins var af malbiki árið 2003. Hlutfallið var komið niður undir tuttugu prósent árið 2013. Sót vegna útblásturs hefur aftur á móti aukist og er orðið þriðjungur mengunarinnar. Bremsuborðaryk er þá meira eða 13 prósent af menguninni árið 2013 í stað tveggja prósenta árið 2003. Meira af mengunarefnum frá díselbílum„Sótið er þá útblástur frá bílum eingöngu og það er heldur meira sót sem fylgir í díselbílum, þannig þeir eru hugsanlega að leggja meira til mengunarinnar af sóti", sagði Þorsteinn í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Aðspurður hvort það skipti þá máli að fleiri eru á díselbílum en áður segir Þorsteinn að það sé hugsanlegt en það vanti betri upplýsingar. „Díselbílar eru umhverfisvænni að því leyti að þeir losa minna af gróðurhúsalofttegundum en þeir losa meira af öðrum mengunarefnum eins og sóti og nítródíoxíð. Það eru efni sem hafa meiri áhrif á loftgæði í nærumhverfi manna. Þeir eru að losa fimm til tíu sinnum meira en bensínbílar. Þeir losa um tuttugu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum". Mengun minnkar nema frá HellisheiðarvirkjunHelstu mengunarefnin sem fara yfir heilsuverndarmörk auk svifryksins eru Nituroxíð vegna díselbrennslu og brennisteinsvetni frá jarðvarmavirkjunum og svo nýlega aska vegna Holuhrauns. Öll loftmengunarefni í nærumhverfinu eru þó að minnka nema brennisteinsvetni frá Hellisheiðavirkjun, segir Þorsteinn Magn svifryks er svipað hér og í mörgum milljónaborgum og svifryksmengun. Almennt er svifryk á Íslandi grófgerðara og frekar úr óvirkum efnum heldur en á meginlandi Evrópu. Meira jarðvegsryk á Íslandi en annars staðar í álfunni. Tengsl svifryks og ótímabærra andlátaSýnt hefur verið fram á tengsl svifryksmengunar og dánartíðni. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt fram á áhrif loftmengunar á heilsu. Áhrifin teljast ekki mikil en marktæk, s.s. tengsl við hjarta og astmalyfjanotkun. Hér á landi er talið að ótímabær dauðsföll vegna PM2,5 svifryks, hafi verið á bilinu 35-72 árið 2011. Ísland kemur þó best út hvað þetta varðar.Mikil aukning fólksbíla með dísilvélMengun í Reykjavík er aðallega frá bílaumferð og mun fleiri eru á díselbílum. Hlutfall fólksbíla með dísilvel var 5,5 prósent ári 1995 en í fyrra var hlutfallið 24 prósent.Bera saman epli og appelsínurKoldíoxíð sem berst frá bensínknúunum bílum eykur gróðurhúsaloftegundir almennt í veröldinni, hin staðbundna mengun svifryksins er hins vegar sú sem ógnar heilsu manna og sú sem orsakast af díselnotkun að mörgu leyti. Þorsteinn segir þó að samanburður á bensín og díselmengun sé eins og að bera saman epli og appelsínur. „Svo skiptir notkun á bílnum máli, stórir flutningabílar sem aka út á land með þungan varning eru örugglega í betri málum með díselbíla en bílar sem eru mikið innanbæjar. En það er margt sem mælir með því að hafa bara bensín eða aðra orkugjafa", segir Þorsteinn. Loftslagsmál Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Þorsteinn Jóhannsson, séfræðingur í loftmengun segir svifryk í Reykjavík hafa breyst mikið undanfarin ár og sót sé nú stærsti hluti þess. Díselknúnir bílar eru mun fleiri en áður og menga mest. Meira sót í svifrykinuMálþing um staðbundin loftgæði í Reykjavík var haldið í dag af Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar Þar kom þar fram að mun meira sót er núna hlutfallslega í svifryksmengun þótt mengunin hafi almennt dregist saman undanfarna áratugi í nærumhverfi borgarbúa. Samsetning svifryks er nú önnur en áður. Meira en helmingur ryksins var af malbiki árið 2003. Hlutfallið var komið niður undir tuttugu prósent árið 2013. Sót vegna útblásturs hefur aftur á móti aukist og er orðið þriðjungur mengunarinnar. Bremsuborðaryk er þá meira eða 13 prósent af menguninni árið 2013 í stað tveggja prósenta árið 2003. Meira af mengunarefnum frá díselbílum„Sótið er þá útblástur frá bílum eingöngu og það er heldur meira sót sem fylgir í díselbílum, þannig þeir eru hugsanlega að leggja meira til mengunarinnar af sóti", sagði Þorsteinn í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Aðspurður hvort það skipti þá máli að fleiri eru á díselbílum en áður segir Þorsteinn að það sé hugsanlegt en það vanti betri upplýsingar. „Díselbílar eru umhverfisvænni að því leyti að þeir losa minna af gróðurhúsalofttegundum en þeir losa meira af öðrum mengunarefnum eins og sóti og nítródíoxíð. Það eru efni sem hafa meiri áhrif á loftgæði í nærumhverfi manna. Þeir eru að losa fimm til tíu sinnum meira en bensínbílar. Þeir losa um tuttugu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum". Mengun minnkar nema frá HellisheiðarvirkjunHelstu mengunarefnin sem fara yfir heilsuverndarmörk auk svifryksins eru Nituroxíð vegna díselbrennslu og brennisteinsvetni frá jarðvarmavirkjunum og svo nýlega aska vegna Holuhrauns. Öll loftmengunarefni í nærumhverfinu eru þó að minnka nema brennisteinsvetni frá Hellisheiðavirkjun, segir Þorsteinn Magn svifryks er svipað hér og í mörgum milljónaborgum og svifryksmengun. Almennt er svifryk á Íslandi grófgerðara og frekar úr óvirkum efnum heldur en á meginlandi Evrópu. Meira jarðvegsryk á Íslandi en annars staðar í álfunni. Tengsl svifryks og ótímabærra andlátaSýnt hefur verið fram á tengsl svifryksmengunar og dánartíðni. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt fram á áhrif loftmengunar á heilsu. Áhrifin teljast ekki mikil en marktæk, s.s. tengsl við hjarta og astmalyfjanotkun. Hér á landi er talið að ótímabær dauðsföll vegna PM2,5 svifryks, hafi verið á bilinu 35-72 árið 2011. Ísland kemur þó best út hvað þetta varðar.Mikil aukning fólksbíla með dísilvélMengun í Reykjavík er aðallega frá bílaumferð og mun fleiri eru á díselbílum. Hlutfall fólksbíla með dísilvel var 5,5 prósent ári 1995 en í fyrra var hlutfallið 24 prósent.Bera saman epli og appelsínurKoldíoxíð sem berst frá bensínknúunum bílum eykur gróðurhúsaloftegundir almennt í veröldinni, hin staðbundna mengun svifryksins er hins vegar sú sem ógnar heilsu manna og sú sem orsakast af díselnotkun að mörgu leyti. Þorsteinn segir þó að samanburður á bensín og díselmengun sé eins og að bera saman epli og appelsínur. „Svo skiptir notkun á bílnum máli, stórir flutningabílar sem aka út á land með þungan varning eru örugglega í betri málum með díselbíla en bílar sem eru mikið innanbæjar. En það er margt sem mælir með því að hafa bara bensín eða aðra orkugjafa", segir Þorsteinn.
Loftslagsmál Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent