Menning

Terfel mætir aftur í sumar

Bjarki Ármannsson skrifar
Terfel hefur slegið í gegn í óperuheiminum á undanförnum árum.
Terfel hefur slegið í gegn í óperuheiminum á undanförnum árum. Vísir/AFP
Velski bass-barítóninn Bryn Terfel mun snúa aftur til Íslands og halda aðra tónleika í sumar, en honum tókst ekki að ljúka einsöngstónleikum sínum á Listahátíð í kvöld.

Tónleika Terfel var beðið með mikilli eftirvæntingu, en stórsöngvarinn varð fyrir því að missa röddina þegar aðeins um tuttugu mínútur voru liðnar. Hann tilkynnti tónleikagestum að hann myndi ekki ljúka tónleikunum en koma aftur við fyrsta tækifæri.

Samkvæmt tilkynningu frá aðstandendum Listahátíðar hefur ný dagsetning verið ákveðinn og mun Terfel koma og syngja í Eldborg þann tíunda júlí næstkomandi.

Í tilkynningunni segir að allir seldir miðar á tónleikana í kvöld gilda á tónleikana í sumar. Frekari upplýsingar fást frá og með næsta mánudegi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.