Innlent

Texas-Maggi náði sátt við brúðhjónin: „Ég er sáttur, þau eru sátt“

Birgir Olgeirsson skrifar
Lambakjöt frá veisluþjónustu Texas-Magga olli matareitrun í brúðkaupi í Sandgerði í sumar.
Lambakjöt frá veisluþjónustu Texas-Magga olli matareitrun í brúðkaupi í Sandgerði í sumar. Vísir/GVA/Getty
„Sáttin er komin, ég er sáttur, þau eru sátt,“ segir veitingamaðurinn Magnús Ingi Magnússon sem hefur náð sátt við brúðhjón í Sandgerði eftir að veislugestir í brúðkaupi þeirra veiktust af matareitrun með meðfylgjandi uppköstum, magaverkjum og niðurgangi í júlí síðastliðnum.

Fjallað var um málið í nýasta fréttabréfi sóttvarnalæknis þar sem kom fram að maturinn sem borinn var fram í veislunni hefði verið lagaður af veitingahúsi í Reykjavík og fluttur til Sandgerðis með ófullnægjandi hætti að mati Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Það var veitingaþjónustan Mínir menn sem sá um veitingarnar í brúðkaupinu en hún er rekin af Magnúsi Inga en hann rekur einnig Texas-borgara og Sjávarbarinn í Reykjavík og er gjarnan kallaður Texas-Maggi.

Rannsókn sóttvarnalæknis á matareitruninni í brúðkaupinu leiddi í ljós að tengsl voru á milli veikindanna og neyslu á lambakjöti og súpu sem borin var fram í veislunni.

Greint var frá því á vef Morgunblaðsins í morgun að sátt hefði náðst á milli Magnúsar Inga og brúðhjónanna vegna málsins. Þegar Vísir hafði samband við Magnús vegna málsins vildi hann ekki fara nánar út í það í hverju sáttin er fólgin.

„Þetta er bara harmleikur, fyrir mig og þau,“ segir Magnús í samtali við Vísi.

Brúðurin, Sigurbjörg Dís Konráðsdóttir, lýsti atvikinu í ítarlegri Facebook færslu í sumar sem lesa má hér fyrir neðan:

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×