Texas-Maggi náði sátt við brúðhjónin: „Ég er sáttur, þau eru sátt“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. október 2016 11:22 Lambakjöt frá veisluþjónustu Texas-Magga olli matareitrun í brúðkaupi í Sandgerði í sumar. Vísir/GVA/Getty „Sáttin er komin, ég er sáttur, þau eru sátt,“ segir veitingamaðurinn Magnús Ingi Magnússon sem hefur náð sátt við brúðhjón í Sandgerði eftir að veislugestir í brúðkaupi þeirra veiktust af matareitrun með meðfylgjandi uppköstum, magaverkjum og niðurgangi í júlí síðastliðnum.Fjallað var um málið í nýasta fréttabréfi sóttvarnalæknis þar sem kom fram að maturinn sem borinn var fram í veislunni hefði verið lagaður af veitingahúsi í Reykjavík og fluttur til Sandgerðis með ófullnægjandi hætti að mati Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Það var veitingaþjónustan Mínir menn sem sá um veitingarnar í brúðkaupinu en hún er rekin af Magnúsi Inga en hann rekur einnig Texas-borgara og Sjávarbarinn í Reykjavík og er gjarnan kallaður Texas-Maggi. Rannsókn sóttvarnalæknis á matareitruninni í brúðkaupinu leiddi í ljós að tengsl voru á milli veikindanna og neyslu á lambakjöti og súpu sem borin var fram í veislunni.Greint var frá því á vef Morgunblaðsins í morgun að sátt hefði náðst á milli Magnúsar Inga og brúðhjónanna vegna málsins. Þegar Vísir hafði samband við Magnús vegna málsins vildi hann ekki fara nánar út í það í hverju sáttin er fólgin. „Þetta er bara harmleikur, fyrir mig og þau,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Brúðurin, Sigurbjörg Dís Konráðsdóttir, lýsti atvikinu í ítarlegri Facebook færslu í sumar sem lesa má hér fyrir neðan: Tengdar fréttir Lambakjöt frá Texas Magga olli matareitrun í brúðkaupi Veisluþjónustan sem um ræðir heiti Mínir menn. Sú veisluþjónusta er í eigu Magnúsar Inga Magnússonar, sem er betur þekktur sem Texas Maggi. 13. október 2016 23:55 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Sáttin er komin, ég er sáttur, þau eru sátt,“ segir veitingamaðurinn Magnús Ingi Magnússon sem hefur náð sátt við brúðhjón í Sandgerði eftir að veislugestir í brúðkaupi þeirra veiktust af matareitrun með meðfylgjandi uppköstum, magaverkjum og niðurgangi í júlí síðastliðnum.Fjallað var um málið í nýasta fréttabréfi sóttvarnalæknis þar sem kom fram að maturinn sem borinn var fram í veislunni hefði verið lagaður af veitingahúsi í Reykjavík og fluttur til Sandgerðis með ófullnægjandi hætti að mati Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Það var veitingaþjónustan Mínir menn sem sá um veitingarnar í brúðkaupinu en hún er rekin af Magnúsi Inga en hann rekur einnig Texas-borgara og Sjávarbarinn í Reykjavík og er gjarnan kallaður Texas-Maggi. Rannsókn sóttvarnalæknis á matareitruninni í brúðkaupinu leiddi í ljós að tengsl voru á milli veikindanna og neyslu á lambakjöti og súpu sem borin var fram í veislunni.Greint var frá því á vef Morgunblaðsins í morgun að sátt hefði náðst á milli Magnúsar Inga og brúðhjónanna vegna málsins. Þegar Vísir hafði samband við Magnús vegna málsins vildi hann ekki fara nánar út í það í hverju sáttin er fólgin. „Þetta er bara harmleikur, fyrir mig og þau,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Brúðurin, Sigurbjörg Dís Konráðsdóttir, lýsti atvikinu í ítarlegri Facebook færslu í sumar sem lesa má hér fyrir neðan:
Tengdar fréttir Lambakjöt frá Texas Magga olli matareitrun í brúðkaupi Veisluþjónustan sem um ræðir heiti Mínir menn. Sú veisluþjónusta er í eigu Magnúsar Inga Magnússonar, sem er betur þekktur sem Texas Maggi. 13. október 2016 23:55 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Lambakjöt frá Texas Magga olli matareitrun í brúðkaupi Veisluþjónustan sem um ræðir heiti Mínir menn. Sú veisluþjónusta er í eigu Magnúsar Inga Magnússonar, sem er betur þekktur sem Texas Maggi. 13. október 2016 23:55