Það er ljótt að skilja útundan herra borgarstjóri Soffía Ámundadóttir skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Ég skora á borgarstjórann í Reykjavík að draga til baka ákvörðun varðandi niðurfellingu neysluhlés leikskólakennara borgarinnar. Ég er leikskólasérkennari og hef starfað hjá Leikskólum Reykjavíkur í 11 ár samtals. Ég hef látið margt yfir mig ganga en nú er komið nóg.Kreppan skellur á og hvergi er eins mikið dregið úr útgjöldum eins og í leikskólum borgarinnar. Leikskólakennarar leggja mikið á sig til að halda úti faglegu starfi og starfsánægju við þessar miklu og erfiðu þrengingar.Reykjavíkurborg hættir að gefa starfsmönnum sínum jólagjafir. Við þurfum greinilega ekki klapp á bakið fyrir vel unnin störf.Undirmönnun í leikskólanum er mjög algeng og mjög sjaldan sem börn eru send heim vegna manneklu líkt og gerist í grunnskólanum. Starfsmenn leikskólans taka á sig verulega mikið aukaálag sem er slítandi til lengri tíma litið.Leikskólakennarar missa/sleppa undirbúningstíma vegna manneklu til að láta starfið ganga. Undirbúningstímar eru bundnir í kjarasamningum og skulu greiddir ef leikskólakennari fær ekki sinn undirbúning, en það er yfirvinnubann hjá Reykjavíkurborg.Starfsmenn leikskóla hafa ekki lengur forgang á inngöngu barna sinna í leikskólann. Sem þýðir að við getum komið aftur til starfa eftir tvö ár. Hver borgar svo langt fæðingarorlof? Ekki Ísland.Leikskólakennarar stóðu í kjarabaráttu og borgin lofaði að standa vörð um neysluhléið. Við náðum fínum samningum en þá kemur hnífsstungan. Taka á neysluhléið af leikskólakennurum í borginni en ekki öðrum starfsmönnum leikskólans. Sem sagt Reykjavíkurborg ætlar að éta upp þann ávinning sem leikskólakennarar fengu við nýja samninga. Hver segir að það sé ekki gott að vinna hjá Reykjavíkurborg? Þar er greinilegt að jafnrétti og virðing eru í hávegum höfð! Það á að vera hagur Reykjavíkurborgar að hafa fagmenntað fólk í leikskólum borgarinnar. Mikil óánægja er meðal starfandi leikskólakennara í borginni. Mér finnst vanta mikið upp á metnað borgarinnar þegar einungis 30% starfsmanna leikskólanna eru leikskólakennarar og ekki borginni til framdráttar. Með aðgerðum sem þessum fer þessi tala lækkandi svo einfalt er það. En hvað getum við leikskólakennarar gert til að mótmæla þessari framkomu?Við getum sagt upp og farið til vinnu í öðru sveitarfélagi.Við getum sent börnin heim þegar mikil mannekla er.Við getum sent börnin heim og tekið okkar undirbúningstíma þegar mikil mannekla er.Við getum sleppt því að eignast börn. Nei, takk!Við getum farið út af leikskólanum í matartíma. En hver á þá að vera með börnunum? Ég skora á leikskólakennara í Reykjavík að láta í sér heyra og láta þetta EKKI yfir sig ganga. Með von um ítarlega endurskoðun, jafnrétti og heiðarlega framkomu herra borgarstjóri, Soffía Ámundadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég skora á borgarstjórann í Reykjavík að draga til baka ákvörðun varðandi niðurfellingu neysluhlés leikskólakennara borgarinnar. Ég er leikskólasérkennari og hef starfað hjá Leikskólum Reykjavíkur í 11 ár samtals. Ég hef látið margt yfir mig ganga en nú er komið nóg.Kreppan skellur á og hvergi er eins mikið dregið úr útgjöldum eins og í leikskólum borgarinnar. Leikskólakennarar leggja mikið á sig til að halda úti faglegu starfi og starfsánægju við þessar miklu og erfiðu þrengingar.Reykjavíkurborg hættir að gefa starfsmönnum sínum jólagjafir. Við þurfum greinilega ekki klapp á bakið fyrir vel unnin störf.Undirmönnun í leikskólanum er mjög algeng og mjög sjaldan sem börn eru send heim vegna manneklu líkt og gerist í grunnskólanum. Starfsmenn leikskólans taka á sig verulega mikið aukaálag sem er slítandi til lengri tíma litið.Leikskólakennarar missa/sleppa undirbúningstíma vegna manneklu til að láta starfið ganga. Undirbúningstímar eru bundnir í kjarasamningum og skulu greiddir ef leikskólakennari fær ekki sinn undirbúning, en það er yfirvinnubann hjá Reykjavíkurborg.Starfsmenn leikskóla hafa ekki lengur forgang á inngöngu barna sinna í leikskólann. Sem þýðir að við getum komið aftur til starfa eftir tvö ár. Hver borgar svo langt fæðingarorlof? Ekki Ísland.Leikskólakennarar stóðu í kjarabaráttu og borgin lofaði að standa vörð um neysluhléið. Við náðum fínum samningum en þá kemur hnífsstungan. Taka á neysluhléið af leikskólakennurum í borginni en ekki öðrum starfsmönnum leikskólans. Sem sagt Reykjavíkurborg ætlar að éta upp þann ávinning sem leikskólakennarar fengu við nýja samninga. Hver segir að það sé ekki gott að vinna hjá Reykjavíkurborg? Þar er greinilegt að jafnrétti og virðing eru í hávegum höfð! Það á að vera hagur Reykjavíkurborgar að hafa fagmenntað fólk í leikskólum borgarinnar. Mikil óánægja er meðal starfandi leikskólakennara í borginni. Mér finnst vanta mikið upp á metnað borgarinnar þegar einungis 30% starfsmanna leikskólanna eru leikskólakennarar og ekki borginni til framdráttar. Með aðgerðum sem þessum fer þessi tala lækkandi svo einfalt er það. En hvað getum við leikskólakennarar gert til að mótmæla þessari framkomu?Við getum sagt upp og farið til vinnu í öðru sveitarfélagi.Við getum sent börnin heim þegar mikil mannekla er.Við getum sent börnin heim og tekið okkar undirbúningstíma þegar mikil mannekla er.Við getum sleppt því að eignast börn. Nei, takk!Við getum farið út af leikskólanum í matartíma. En hver á þá að vera með börnunum? Ég skora á leikskólakennara í Reykjavík að láta í sér heyra og láta þetta EKKI yfir sig ganga. Með von um ítarlega endurskoðun, jafnrétti og heiðarlega framkomu herra borgarstjóri, Soffía Ámundadóttir
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar