Enski boltinn

Það standa allir við bakið á Hodgson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Þó svo það gangi skelfilega hjá Liverpool stendur allt liðið þétt við bakið á stjóra liðsins, Roy Hodgson. Svo segir varnarmaðurinn Jamie Carragher.

Hodgson er þegar orðinn verulega valtur í sessi enda situr Liverpool í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Byrjunin er sú versta hjá félaginu í 57 ár.

"Það er lítið búið að tímabilinu og enn nægur tími til þess að snúa genginu við. Það hefur ekki alltaf verið dans á rósum að spila fyrir Liverpool og síðasta tímabil var ekki auðvelt. Ég man enn eftir að hafa spilað 12 leiki í röð án sigurs undir stjórn Houllier," sagði Carragher.

"Við erum að fara í gegnum erfitt tímabil en við komumst í gegnum þetta ef bæði leikmenn og stjórinn standa saman. Það er fínn andi í búningsklefanum. Stjórinn ræður og menn eiga að reyna að ganga í augun á honum en ekki öfugt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×