Innlent

Þakplötur fuku af Vinnslustöðinni

Það er að öllu jöfnu fjör í Vinnslustöðinni. Þakplötur fuku hinsvegar af þakinu á dögunum.
Það er að öllu jöfnu fjör í Vinnslustöðinni. Þakplötur fuku hinsvegar af þakinu á dögunum.

Að morgni 1. febrúar sl. var lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynnt um að þakplötur væru að fjúka af húsi Vinnslustöðvarinnar en björgunaraðilar brugðust skjótt við og náðu að fergja þakplöturnar áður en meira tjón hlaust af.

Þrjú umferðaróhöpp voru svo tilkynnt lögreglu í vikunni og var í öllum tilvikum um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.

Alls liggja fyrir 6 kærur vegna brota á umferðarlögum í vikunni en m.a. um er að ræða stöðubrot, ólöglega notkun á ljósabúnaði, farþegar fluttir þannig að hætta skapast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×