Þar til dauðinn aðskilur Lára V. Júlíusdóttir skrifar 11. mars 2016 07:00 Fyrir nokkrum árum leitaði til mín ungur maður frá Lettlandi vegna skilnaðarmáls. Hann hafði komið til Íslands með rússneskum kærasta sínum síðla árs 2011 og þeir látið gifta sig hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Nýbúið var að heimila samkynhneigðu fólki að ganga hér í hjúskap og síðan hefur orðið æ vinsælla hjá hinsegin fólki, eins og það kallar sig, að koma til Íslands í þessum tilgangi. Svo framarlega sem einstaklingar mæta hér með tilskilin vottorð vegna hjónavígsluskilyrða eru þeir gefnir hér saman. Nú vildi þessi ungi maður hins vegar skilja við maka sinn. Í heimalöndum þeirra var hjónaband samkynhneigðs fólks ekki viðurkennt og því ekki mögulegt fyrir þá að fá þar skilnað. Þess vegna leitaði hann til Íslands, enda hafði giftingin átt sér stað hér. Að athuguðu máli komu í ljós annmarkar. Hjúskaparlög gera ekki ráð fyrir því að erlendir ríkisborgarar fái hér skilnað. Þó geta þeir erlendu ríkisborgarar sem hafa skráð sig í samvist hér á landi leitað með mál vegna samvistarslita fyrir dómstóla.Ekkert heyrt frá ráðuneytinu Þar sem svo virtist sem gleymst hefði að setja ákvæði um skilnað samkynhneigðra í hjúskaparlögin þegar þeim var breytt fór ég af stað haustið 2013, sendi erindi til innanríkisráðuneytisins og alþingismanna og ræddi líka við formann nefndarinnar sem kom að málinu. Ég hef ekkert heyrt frá ráðuneytinu vegna málsins og einn þingmaður hafði samband og virtist hafa áhuga á málinu. Formaður velferðarnefndar alþingis hafði góð orð um að kanna þetta. Ég veit ekki hvað hefur svo gerst á þeim vettvangi. Umbj. minn í Lettlandi hafði aftur samband sumarið 2015, og hann og maki hans vildu nú báðir láta reyna á það hjá viðkomandi yfirvöldum hvort þeim yrði í raun synjað um skilnaðinn. Í þeirri von að sýslumaður myndi fallast á beiðni um útgáfu skilnaðarleyfis með vísan til lögjöfnunar, mannréttindasjónarmiða eða eðlis máls var leitað til embættisins og skilnaðar óskað. Því erindi var hafnað með snyrtilegu bréfi og vísað í lagabókstafinn. Þá var dómstólaleiðin ein eftir. Málinu var stefnt inn fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur nú í haust sem vísaði málinu frá. Hæstiréttur staðfesti svo úrskurð héraðsdóms með dómi sínum 8. mars 2016. Rökstuðningurinn: Málsaðilar eru erlendir ríkisborgarar og búa ekki hér á landi. Þeir falla ekki undir lögsögu íslenskra dómstóla í hjúskaparmálum og ekki verður byggt á undantekningarreglu hjúskaparlaganna um staðfesta samvist. Sem sagt, þessir ágætu ungu menn, sem gengu hér í hjónaband í desember 2011, fá ekki skilnað. Ekki heima hjá sér og ekki á Íslandi, þar sem þeir þó giftu sig. Alþjóðlegur einkamálaréttur gerir ráð fyrir því að fólk leiti skilnaðar í því landi þar sem það býr eða því landi þar sem það á ríkisfang. Flest lönd Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku viðurkenna nú rétt samkynhneigðra til að gifta sig. Þess vegna kann að vera að svona mál séu fremur sjaldgæf. Því má velta fyrir sér hvaða þýðingu það hafi fyrir mennina að fá ekki skilnað. Kannski ekki mikla, lagalega séð. Það má hugsa sér að annar þessara manna óski eftir að gifta sig að nýju einstaklingi frá landi þar sem réttur samkynhneigðra til hjúskapar er viðurkenndur. Þá fæst það ekki, því hann hefur ekki fengið skilnað og tvíkvæni er almennt ekki viðurkennt á Vesturlöndum. Fólk giftir sig þó ekki fyrst og fremst í lagalegum tilgangi. Þar ráða tilfinningar mestu. Sama gildir um skilnað. Á meðan löggjöf hér er ekki breytt verður þessi umbjóðandi minn að sætta sig við að vera í hjúskap. Eða eins og prestarnir segja, þar til dauðinn aðskilur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Lára V. Júlíusdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum leitaði til mín ungur maður frá Lettlandi vegna skilnaðarmáls. Hann hafði komið til Íslands með rússneskum kærasta sínum síðla árs 2011 og þeir látið gifta sig hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Nýbúið var að heimila samkynhneigðu fólki að ganga hér í hjúskap og síðan hefur orðið æ vinsælla hjá hinsegin fólki, eins og það kallar sig, að koma til Íslands í þessum tilgangi. Svo framarlega sem einstaklingar mæta hér með tilskilin vottorð vegna hjónavígsluskilyrða eru þeir gefnir hér saman. Nú vildi þessi ungi maður hins vegar skilja við maka sinn. Í heimalöndum þeirra var hjónaband samkynhneigðs fólks ekki viðurkennt og því ekki mögulegt fyrir þá að fá þar skilnað. Þess vegna leitaði hann til Íslands, enda hafði giftingin átt sér stað hér. Að athuguðu máli komu í ljós annmarkar. Hjúskaparlög gera ekki ráð fyrir því að erlendir ríkisborgarar fái hér skilnað. Þó geta þeir erlendu ríkisborgarar sem hafa skráð sig í samvist hér á landi leitað með mál vegna samvistarslita fyrir dómstóla.Ekkert heyrt frá ráðuneytinu Þar sem svo virtist sem gleymst hefði að setja ákvæði um skilnað samkynhneigðra í hjúskaparlögin þegar þeim var breytt fór ég af stað haustið 2013, sendi erindi til innanríkisráðuneytisins og alþingismanna og ræddi líka við formann nefndarinnar sem kom að málinu. Ég hef ekkert heyrt frá ráðuneytinu vegna málsins og einn þingmaður hafði samband og virtist hafa áhuga á málinu. Formaður velferðarnefndar alþingis hafði góð orð um að kanna þetta. Ég veit ekki hvað hefur svo gerst á þeim vettvangi. Umbj. minn í Lettlandi hafði aftur samband sumarið 2015, og hann og maki hans vildu nú báðir láta reyna á það hjá viðkomandi yfirvöldum hvort þeim yrði í raun synjað um skilnaðinn. Í þeirri von að sýslumaður myndi fallast á beiðni um útgáfu skilnaðarleyfis með vísan til lögjöfnunar, mannréttindasjónarmiða eða eðlis máls var leitað til embættisins og skilnaðar óskað. Því erindi var hafnað með snyrtilegu bréfi og vísað í lagabókstafinn. Þá var dómstólaleiðin ein eftir. Málinu var stefnt inn fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur nú í haust sem vísaði málinu frá. Hæstiréttur staðfesti svo úrskurð héraðsdóms með dómi sínum 8. mars 2016. Rökstuðningurinn: Málsaðilar eru erlendir ríkisborgarar og búa ekki hér á landi. Þeir falla ekki undir lögsögu íslenskra dómstóla í hjúskaparmálum og ekki verður byggt á undantekningarreglu hjúskaparlaganna um staðfesta samvist. Sem sagt, þessir ágætu ungu menn, sem gengu hér í hjónaband í desember 2011, fá ekki skilnað. Ekki heima hjá sér og ekki á Íslandi, þar sem þeir þó giftu sig. Alþjóðlegur einkamálaréttur gerir ráð fyrir því að fólk leiti skilnaðar í því landi þar sem það býr eða því landi þar sem það á ríkisfang. Flest lönd Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku viðurkenna nú rétt samkynhneigðra til að gifta sig. Þess vegna kann að vera að svona mál séu fremur sjaldgæf. Því má velta fyrir sér hvaða þýðingu það hafi fyrir mennina að fá ekki skilnað. Kannski ekki mikla, lagalega séð. Það má hugsa sér að annar þessara manna óski eftir að gifta sig að nýju einstaklingi frá landi þar sem réttur samkynhneigðra til hjúskapar er viðurkenndur. Þá fæst það ekki, því hann hefur ekki fengið skilnað og tvíkvæni er almennt ekki viðurkennt á Vesturlöndum. Fólk giftir sig þó ekki fyrst og fremst í lagalegum tilgangi. Þar ráða tilfinningar mestu. Sama gildir um skilnað. Á meðan löggjöf hér er ekki breytt verður þessi umbjóðandi minn að sætta sig við að vera í hjúskap. Eða eins og prestarnir segja, þar til dauðinn aðskilur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun