Þegar aldurinn skiptir máli Drífa Jenný Helgadóttir skrifar 7. maí 2013 07:00 Á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar (ÞHS) starfar þverfaglegt teymi fagfólks sem sinnir greiningu þroska- og hegðunarfrávika hjá börnum upp að 12 ára aldri frá ýmsum svæðum á landinu. Í framhaldi af greiningu er í boði ráðgjöf, fræðsla og meðferð. Til að fá þessa þjónustu þarf tilvísun fagaðila og vísa má börnum að 6 ára aldri í frumgreiningu ef grunur vaknar um frávik í þroska eða hegðun. Hægt er að vísa í nánari greiningu á ADHD þegar frumgreining og matslistar hafa sýnt sterkar vísbendingar um frávik í þá átt hjá 5-12 ára börnum. Frá því að Þroska- og hegðunarstöð tók við greiningum á ADHD hjá börnum (greiningar voru áður í höndum Barna- og Unglingageðdeildar) árið 2006 hefur eftirspurn eftir þeirri þjónustu aukist jafnt og þétt. Biðtími hefur lengst mjög mikið og í dag er staðan sú að tæplega 130 börn bíða eftir nánari greiningu. Þetta þýðir að biðtíminn eftir greiningu á ADHD og skyldum röskunum er allt að níu mánuðir. Fyrir ári var þessi tími um 6 mánuðir og þótti langur. Börn sem eru á biðlista eftir þessu úrræði glíma mörg hver við mikinn vanda, eiga í erfiðleikum heima fyrir, í skólanum og í félagslegum samskiptum. Því skiptir hver dagur máli fyrir þessi börn og umhverfi þeirra og það er alvarlegt mál þegar biðlistinn lengist um þrjá mánuði. Árið 2011 gerði Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna einmitt athugasemd við þennan þátt í geðheilbrigðisþjónustu við börn á Íslandi, þ.e að biðlistar eftir greiningu og meðferð við ADHD hjá börnum væru of langir. Þeirra tillaga til að sporna gegn þessari þróun var að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn og auka þannig möguleika þeirra á því að fá greiningu og meðferð við sínum vanda (sjá gr. 38 og 39).Mismunað Starfsfólk á ÞHS hefur reynt að koma til móts við þennan hóp með því að koma af stað úrræðum á biðtíma. Foreldrum barnanna og börnunum sjálfum er m.a. boðið á námskeið og er ráðgjöf veitt í leikskóla og skóla sé þess þörf og þetta eru úrræði í takt við tillögur Barnaréttarnefndarinnar frá 2011 (sjá gr. 39). Aðrar stofnanir sem sinna greiningarþjónustu við börn eins og GRR og BUGL taka á móti skjólstæðingum upp að 18 ára aldri. Sá hópur sem fellur undir þjónustu við GRR og BUGL eru börn sem eiga við alvarlegar fatlanir eða geðrænan vanda að stríða og börn með ADHD falla ekki undir þá skilgreiningu, þar sem vandi þeirra er vægari. Þjónusta við ADHD á ÞHS er skilgreind fyrir börn að 12 ára aldri eins og fram hefur komið hér og erfitt er að opna á tilvísanir fyrir eldri hópinn (13-18 ára) á meðan biðtími fyrir þau yngri er jafn langur og raunin er. Það er því engin greiningarstofnun innan hins opinbera kerfis sem tekur á móti þessum hópi barna. Börn sem eru eldri en 12 ára og með vísbendingar um ADHD eiga því ekki kost á sömu þjónustu og yngri börnin, og því er ljóst að börnum á Íslandi er ekki aðeins mismunað á grundvelli alvarleika vandans en einnig aldurs. ÞHS hefur hug á að sinna öllum börnum sem þurfa á þjónustu stofnunarinnar að halda óháð aldri. En það kallar á aukið fjármagn og fleiri stöðugildi og hingað til hefur það fjármagn ekki verið til. Vísbendingar um að heilbrigðiskerfið mismuni börnum eftir aldri og eðli vanda þeirra vekja upp spurningar um það hvort slíkt sé í takt við það sem íslenskt velferðarsamfélag stendur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar (ÞHS) starfar þverfaglegt teymi fagfólks sem sinnir greiningu þroska- og hegðunarfrávika hjá börnum upp að 12 ára aldri frá ýmsum svæðum á landinu. Í framhaldi af greiningu er í boði ráðgjöf, fræðsla og meðferð. Til að fá þessa þjónustu þarf tilvísun fagaðila og vísa má börnum að 6 ára aldri í frumgreiningu ef grunur vaknar um frávik í þroska eða hegðun. Hægt er að vísa í nánari greiningu á ADHD þegar frumgreining og matslistar hafa sýnt sterkar vísbendingar um frávik í þá átt hjá 5-12 ára börnum. Frá því að Þroska- og hegðunarstöð tók við greiningum á ADHD hjá börnum (greiningar voru áður í höndum Barna- og Unglingageðdeildar) árið 2006 hefur eftirspurn eftir þeirri þjónustu aukist jafnt og þétt. Biðtími hefur lengst mjög mikið og í dag er staðan sú að tæplega 130 börn bíða eftir nánari greiningu. Þetta þýðir að biðtíminn eftir greiningu á ADHD og skyldum röskunum er allt að níu mánuðir. Fyrir ári var þessi tími um 6 mánuðir og þótti langur. Börn sem eru á biðlista eftir þessu úrræði glíma mörg hver við mikinn vanda, eiga í erfiðleikum heima fyrir, í skólanum og í félagslegum samskiptum. Því skiptir hver dagur máli fyrir þessi börn og umhverfi þeirra og það er alvarlegt mál þegar biðlistinn lengist um þrjá mánuði. Árið 2011 gerði Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna einmitt athugasemd við þennan þátt í geðheilbrigðisþjónustu við börn á Íslandi, þ.e að biðlistar eftir greiningu og meðferð við ADHD hjá börnum væru of langir. Þeirra tillaga til að sporna gegn þessari þróun var að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn og auka þannig möguleika þeirra á því að fá greiningu og meðferð við sínum vanda (sjá gr. 38 og 39).Mismunað Starfsfólk á ÞHS hefur reynt að koma til móts við þennan hóp með því að koma af stað úrræðum á biðtíma. Foreldrum barnanna og börnunum sjálfum er m.a. boðið á námskeið og er ráðgjöf veitt í leikskóla og skóla sé þess þörf og þetta eru úrræði í takt við tillögur Barnaréttarnefndarinnar frá 2011 (sjá gr. 39). Aðrar stofnanir sem sinna greiningarþjónustu við börn eins og GRR og BUGL taka á móti skjólstæðingum upp að 18 ára aldri. Sá hópur sem fellur undir þjónustu við GRR og BUGL eru börn sem eiga við alvarlegar fatlanir eða geðrænan vanda að stríða og börn með ADHD falla ekki undir þá skilgreiningu, þar sem vandi þeirra er vægari. Þjónusta við ADHD á ÞHS er skilgreind fyrir börn að 12 ára aldri eins og fram hefur komið hér og erfitt er að opna á tilvísanir fyrir eldri hópinn (13-18 ára) á meðan biðtími fyrir þau yngri er jafn langur og raunin er. Það er því engin greiningarstofnun innan hins opinbera kerfis sem tekur á móti þessum hópi barna. Börn sem eru eldri en 12 ára og með vísbendingar um ADHD eiga því ekki kost á sömu þjónustu og yngri börnin, og því er ljóst að börnum á Íslandi er ekki aðeins mismunað á grundvelli alvarleika vandans en einnig aldurs. ÞHS hefur hug á að sinna öllum börnum sem þurfa á þjónustu stofnunarinnar að halda óháð aldri. En það kallar á aukið fjármagn og fleiri stöðugildi og hingað til hefur það fjármagn ekki verið til. Vísbendingar um að heilbrigðiskerfið mismuni börnum eftir aldri og eðli vanda þeirra vekja upp spurningar um það hvort slíkt sé í takt við það sem íslenskt velferðarsamfélag stendur fyrir.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun