Þegar Þjóðkirkjan grefur eigin gröf Gunnar Ingi Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2015 12:35 Ég tel að umræðan um samviskufrelsi presta innan þjóðkirkjunnar sé frekar súrrealísk og kaldhæðin. Í áranna rás hef ég reynt að vera iðinn við að lesa bækur og hlusta á fyrirlestra um trúmál og vissulega fer ekki hjá því að nafn Martins Lúthers, sem Þjóðkirkjan er kennd við, hafi borið á góma. Nokkrir stórir atburðir einkenna líf Lúters og er einn sá stærsti þegar hann stendur frammi fyrir því vali, á þinginu í Worms frammi fyrir valdhöfum Þýskalands og fulltrúa kaþólsku kirkjunnar, að afneita kenningum sínum eða fylgja samvisku sinni . Hann svaraði:Ogþar sem samviska mín er bundin í orði Guðs, get ég hvorki né vil afturkalla nokkuð, því að það er ekki áhættulaust eða heiðarlegt að breyta gegn samvisku sinni. Guð hjálpi mér. Amen.Með öðrum orðum, lúterska kirkjan er meðal annars til í dag vegna þess að maður þessi stóð með samvisku sinni og gat ekki séð sér fært um að svíkja hana, hann var jafnvel tilbúinn að leggja líf sitt í sölurnar fyrir hana. Ég upplifi því sem súrrealískt þegar menntaðir guðfræðingar, sem ættu að hafa kynnt sér þessa sögu og starfa í „lúterskri” kirkju segja að samviskufrelsi presta skipti ekki máli. Nú hefur umræðan um samviskufrelsi presta einungis snúist í kring um samkynhneigð hjónabönd og hvort ætti að neyða alla presta innan þjóðkirkjunnar til að framkvæma þær athafnir, jafnvel þótt slíkt fari á móti trúarsannfæringu þeirra. Flest rök með því að svipta presta samviskufrelsi snúast í kringum mismunun á fólki og að Þjóðkirkjan, sem opinber stofnun, eigi ekki að mismuna einstaklingum vegna kynhneigðar þeirra. Ég held að fólkið sem talar einna hæst á móti samviskufrelsi presta átti sig ekki alveg á því hvað hinir eiga við með „samviskufrelsi”. Samviskufrelsið snýst ekki fyrst og fremst um hvaða fólki þú vilt veita þjónustu, heldur snýst samviskufrelsi um það hvað skilgreinir hjónaband og hvert er æðsta valdið þegar það kemur að skilgreiningu og innrömmun hjónabands. Ekki er um að ræða mismunun gagnvart einstaklingum heldur endurskilgreiningu á hugtaki. Hjónaband hefur hingað til verið skilgreint og afmarkað af trú byggt á orði Guðs. Fyrir hinn kristna mann er Biblían hið æðsta vald í öllum málum. Hjónaband var til staðar áður en að fólk settist að á Íslandi, áður en við Íslendingar fengum fullveldi og sjálfstæði . Því er hjónabandið ekki skilgreint af ríki eða með lögum, heldur af trú. Í dag er hjónabandið viðurkennt af ríki og með lögum en það var til staðar löngu áður en íslenska ríkið var til og núverandi lög tóku gildi. Fyrir okkur, hina íhaldsömu kristnu, segir sannfæring og samviska okkar að Biblían sé það vald sem skilgreinir trú og líf okkar, þar með telst skilgreining hjónabandsins. Kristna kirkjan hefur í gegnum aldirnar haldið í þá kenningu að hjónaband sé á milli karls og konu og að hjónabandið sé ekki samningur, heldur sáttmáli frammi fyrir Guði og einnig að tilgangur hjónabands sé að lokum að gefa Guði dýrðina með því að endurspegla ást Krists og sambands hans við kirkju sína. Barátta presta fyrir samviskufrelsi er ekki háð til að mismuna fólki eða gera lítið úr einum eða neinum. Fyrir langflesta íhaldssama forstöðumenn snýst samviskufrelsi um frelsi til að ákveða hvert er æðsta vald trúarinnar og þar með æðsta vald yfir skilgreiningu hjónabandsins. Kannski væri hægt að líkja þessu við gleraugu. Áður en að hipsterar fóru að fá sér gleraugu sem þjóna engum tilgangi voru gleraugu framleidd með sérstaka einstaklinga í huga, þá sem sjá illa og þurfa þar hjálpar við. Það þýðir ekki að framleiðendur gleraugna stundi að mismuna fólki, varan stendur til boða öllum en samkvæmt skilgreiningunni ættu þeir einir að eignast gleraugu sem þurfa á þeim halda sjónarinnar vegna. Þegar prestur innan Þjóðkirkjunnar trúir því að hjónaband sé einvörðungu milli karls og konu snýst málið ekki um að leyfa fleirum að njóta þess, heldur að endurskilgreina hjónabandið. Góðar vinkonur á stelpukvöldi gæti allt í einu liðið illa yfir þröngsýni sinni og ákveðið að hætta að mismuna fólki og leyfa strákum að taka þátt með þeim. Í þeim aðstæðum væri ekki um að ræða að víkka sjóndeildarhringinn heldur að endurskilgreina hugtakið „stelpukvöld“. Það getur ekki verið „stelpukvöld” lengur og þar stöndum við í dag í umræðunni um samviskufrelsi. Umræðan snýst um skilgreiningu á hugtaki fyrst og fremst, ekki mismunun. Við erum ekki að ræða um hvort að prestar fái að mismuna einstaklingum byggt á kynhneigð, heldur hvort prestar innan Þjóðkirkjunnar fái að viðurkenna Biblíuna sem æðsta vald yfir skilgreiningu hjónabands, eins og venjan hefur verið í gegnum tíðina í bæði þeirri kirkju og öðrum kristnum trúfélögum. Það þýðir ekki að samkynhneigðir geti ekki leitað sér að lagalegum samningi eða barist fyrir því að ríkið útvegi samkynhneigðum pörum sömu réttindi og gagnkynhneigð gift pör hafa. Hjónabandið hefur frá upphafi verið trúarlegt hugtak og mæli ég með því að svo verði áfram. Nú hefur Þjóðkirkjan ákveðið að svipta presta þessum rétti og þar með grefur hún eigin gröf. Ég hef lesið greinar þar sem prestar búast við því að áhugaleysi fólks gagnvart Þjóðkirkjunni sé tengt því að kirkjan hafi vanrækt tilfininngar þjóðarinnar en eftir að hafa talað við nokkuð marga um málið er niðurstaða mín sú að fólk sér ekki tilganginn með Þjóðkirkjunni, þar sem sjálfshjálparbók eða sálfræðingur gerir sama gagn, og segja sama hlutinn. Kirkjan hefur leitast við í aldanna rás að feta í fótspor Páls postula. Boðskapurinn er óumbreytanlegur en boðunaraðferðin er sveigjanleg. Af hverju leggur Þjóðkirkjan svona hart að sér að breyta boðskapnum en heldur dauðahaldi í hundleiðinlegar aðferðir við boðunina? Ég sé ekki betur en að Þjóðkirkjan sé að grafa sér gröf og það hlýtur að vekja sorg í hjörtum þeirra sem hafa dáðst að æðrulausri baráttu Lúters fyrir samviskufrelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ég tel að umræðan um samviskufrelsi presta innan þjóðkirkjunnar sé frekar súrrealísk og kaldhæðin. Í áranna rás hef ég reynt að vera iðinn við að lesa bækur og hlusta á fyrirlestra um trúmál og vissulega fer ekki hjá því að nafn Martins Lúthers, sem Þjóðkirkjan er kennd við, hafi borið á góma. Nokkrir stórir atburðir einkenna líf Lúters og er einn sá stærsti þegar hann stendur frammi fyrir því vali, á þinginu í Worms frammi fyrir valdhöfum Þýskalands og fulltrúa kaþólsku kirkjunnar, að afneita kenningum sínum eða fylgja samvisku sinni . Hann svaraði:Ogþar sem samviska mín er bundin í orði Guðs, get ég hvorki né vil afturkalla nokkuð, því að það er ekki áhættulaust eða heiðarlegt að breyta gegn samvisku sinni. Guð hjálpi mér. Amen.Með öðrum orðum, lúterska kirkjan er meðal annars til í dag vegna þess að maður þessi stóð með samvisku sinni og gat ekki séð sér fært um að svíkja hana, hann var jafnvel tilbúinn að leggja líf sitt í sölurnar fyrir hana. Ég upplifi því sem súrrealískt þegar menntaðir guðfræðingar, sem ættu að hafa kynnt sér þessa sögu og starfa í „lúterskri” kirkju segja að samviskufrelsi presta skipti ekki máli. Nú hefur umræðan um samviskufrelsi presta einungis snúist í kring um samkynhneigð hjónabönd og hvort ætti að neyða alla presta innan þjóðkirkjunnar til að framkvæma þær athafnir, jafnvel þótt slíkt fari á móti trúarsannfæringu þeirra. Flest rök með því að svipta presta samviskufrelsi snúast í kringum mismunun á fólki og að Þjóðkirkjan, sem opinber stofnun, eigi ekki að mismuna einstaklingum vegna kynhneigðar þeirra. Ég held að fólkið sem talar einna hæst á móti samviskufrelsi presta átti sig ekki alveg á því hvað hinir eiga við með „samviskufrelsi”. Samviskufrelsið snýst ekki fyrst og fremst um hvaða fólki þú vilt veita þjónustu, heldur snýst samviskufrelsi um það hvað skilgreinir hjónaband og hvert er æðsta valdið þegar það kemur að skilgreiningu og innrömmun hjónabands. Ekki er um að ræða mismunun gagnvart einstaklingum heldur endurskilgreiningu á hugtaki. Hjónaband hefur hingað til verið skilgreint og afmarkað af trú byggt á orði Guðs. Fyrir hinn kristna mann er Biblían hið æðsta vald í öllum málum. Hjónaband var til staðar áður en að fólk settist að á Íslandi, áður en við Íslendingar fengum fullveldi og sjálfstæði . Því er hjónabandið ekki skilgreint af ríki eða með lögum, heldur af trú. Í dag er hjónabandið viðurkennt af ríki og með lögum en það var til staðar löngu áður en íslenska ríkið var til og núverandi lög tóku gildi. Fyrir okkur, hina íhaldsömu kristnu, segir sannfæring og samviska okkar að Biblían sé það vald sem skilgreinir trú og líf okkar, þar með telst skilgreining hjónabandsins. Kristna kirkjan hefur í gegnum aldirnar haldið í þá kenningu að hjónaband sé á milli karls og konu og að hjónabandið sé ekki samningur, heldur sáttmáli frammi fyrir Guði og einnig að tilgangur hjónabands sé að lokum að gefa Guði dýrðina með því að endurspegla ást Krists og sambands hans við kirkju sína. Barátta presta fyrir samviskufrelsi er ekki háð til að mismuna fólki eða gera lítið úr einum eða neinum. Fyrir langflesta íhaldssama forstöðumenn snýst samviskufrelsi um frelsi til að ákveða hvert er æðsta vald trúarinnar og þar með æðsta vald yfir skilgreiningu hjónabandsins. Kannski væri hægt að líkja þessu við gleraugu. Áður en að hipsterar fóru að fá sér gleraugu sem þjóna engum tilgangi voru gleraugu framleidd með sérstaka einstaklinga í huga, þá sem sjá illa og þurfa þar hjálpar við. Það þýðir ekki að framleiðendur gleraugna stundi að mismuna fólki, varan stendur til boða öllum en samkvæmt skilgreiningunni ættu þeir einir að eignast gleraugu sem þurfa á þeim halda sjónarinnar vegna. Þegar prestur innan Þjóðkirkjunnar trúir því að hjónaband sé einvörðungu milli karls og konu snýst málið ekki um að leyfa fleirum að njóta þess, heldur að endurskilgreina hjónabandið. Góðar vinkonur á stelpukvöldi gæti allt í einu liðið illa yfir þröngsýni sinni og ákveðið að hætta að mismuna fólki og leyfa strákum að taka þátt með þeim. Í þeim aðstæðum væri ekki um að ræða að víkka sjóndeildarhringinn heldur að endurskilgreina hugtakið „stelpukvöld“. Það getur ekki verið „stelpukvöld” lengur og þar stöndum við í dag í umræðunni um samviskufrelsi. Umræðan snýst um skilgreiningu á hugtaki fyrst og fremst, ekki mismunun. Við erum ekki að ræða um hvort að prestar fái að mismuna einstaklingum byggt á kynhneigð, heldur hvort prestar innan Þjóðkirkjunnar fái að viðurkenna Biblíuna sem æðsta vald yfir skilgreiningu hjónabands, eins og venjan hefur verið í gegnum tíðina í bæði þeirri kirkju og öðrum kristnum trúfélögum. Það þýðir ekki að samkynhneigðir geti ekki leitað sér að lagalegum samningi eða barist fyrir því að ríkið útvegi samkynhneigðum pörum sömu réttindi og gagnkynhneigð gift pör hafa. Hjónabandið hefur frá upphafi verið trúarlegt hugtak og mæli ég með því að svo verði áfram. Nú hefur Þjóðkirkjan ákveðið að svipta presta þessum rétti og þar með grefur hún eigin gröf. Ég hef lesið greinar þar sem prestar búast við því að áhugaleysi fólks gagnvart Þjóðkirkjunni sé tengt því að kirkjan hafi vanrækt tilfininngar þjóðarinnar en eftir að hafa talað við nokkuð marga um málið er niðurstaða mín sú að fólk sér ekki tilganginn með Þjóðkirkjunni, þar sem sjálfshjálparbók eða sálfræðingur gerir sama gagn, og segja sama hlutinn. Kirkjan hefur leitast við í aldanna rás að feta í fótspor Páls postula. Boðskapurinn er óumbreytanlegur en boðunaraðferðin er sveigjanleg. Af hverju leggur Þjóðkirkjan svona hart að sér að breyta boðskapnum en heldur dauðahaldi í hundleiðinlegar aðferðir við boðunina? Ég sé ekki betur en að Þjóðkirkjan sé að grafa sér gröf og það hlýtur að vekja sorg í hjörtum þeirra sem hafa dáðst að æðrulausri baráttu Lúters fyrir samviskufrelsi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun