Þeir sem eru í hjólastól geta ekki ferðast einir utanbæjar Þórdís Valsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 07:00 Engir rampar eru í vögnum Strætó sem keyra utanbæjar. Því getur fólk í hjólastólum ekki ferðast með vögnunum nema aðstoðarmaður beri það inn í vagninn. Fréttablaðið/Anton Brink Hjólastólanotendur sem hyggjast ferðast frá höfuðborgarsvæðinu til annarra sveitarfélaga geta ekki nýtt sér þjónustu Strætó án þess að hafa með sér aðstoðarmann. Aðstoðarmaðurinn þarf þá að bera viðkomandi inn og út úr vagninum þar sem enginn rampur er á vögnum sem notaðir eru utanbæjar. Fólk sem hefur ekki tök á aðstoðarmanni eða ferðafélaga verður aftur á móti að ferðast með einkabíl eða sérútbúnum leigubílum.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir mál af þessum toga ekki hafa komið inn á borð hjá henni en var þó undrandi á fyrirkomulaginu. „Strætó er almenningssamgöngur og strætisvagnar eiga að sjálfsögðu að vera aðgengilegir öllum almenningi,“ segir Ellen. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þær rútur sem notaðar eru utanbæjar ekki frábrugðnar öðrum rútum. „Fólk getur verið með aðstoðarmann sem getur komið því í og úr sæti, þetta er það sem er almennt í boði á Íslandi. Ég held það sé engin rúta til hérlendis sem er með sérstakan búnað fyrir hjólastóla. Búnaðurinn er þó til í þessar rútur,“ segir Jóhannes.Jóhannes S. Rúnarsson, forstjóri Strætó.Fréttablaðið/Anton BrinkSamkvæmt heimasíðu Strætó getur fatlaður einstaklingur ferðast með Strætó að því gefnu að viðkomandi sé fullkomlega sjálfbær með að komast inn og út úr vagninum. Þá þarf sá einstaklingur að biðja samferðafólk sitt um aðstoð við að taka út ramp fyrir hjólastól eða þá biðla til vagnstjóra um aðstoð. „Það eru ekki slíkir rampar í utanbæjarvögnum, það eru venjulegar rútur,“ segir Jóhannes. Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, segist vita af þessu fyrirkomulagi. „Ég benti til dæmis Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum á þetta þegar þau voru að fara af stað með sitt útboð og spurði hvort þau hefðu ekki hugleitt það að gera þessa kröfu í útboðinu, en svarið við því var einfalt nei,“ segir Bergur. Hann segir að það sé nokkurs konar girðing fyrir notendur hjólastóla í kringum höfuðborgarsvæðið. „Girðingin er á Kjalarnesi, svo í áttina að Hellisheiði og svo alls staðar í kringum önnur bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu.“ Mest lesið Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Innlent Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Erlent Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Innlent Talið að hamri hafi verið beitt Innlent Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Innlent Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Innlent Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Innlent Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svigrúmi í skipulagi Innlent Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Innlent Fleiri fréttir Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt „Versta tilfinning í heimi“ Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svigrúmi í skipulagi Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Vendingar við Bláa lónið og tvöfalt morð í Noregi Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Talið að hamri hafi verið beitt Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Sjá meira
Hjólastólanotendur sem hyggjast ferðast frá höfuðborgarsvæðinu til annarra sveitarfélaga geta ekki nýtt sér þjónustu Strætó án þess að hafa með sér aðstoðarmann. Aðstoðarmaðurinn þarf þá að bera viðkomandi inn og út úr vagninum þar sem enginn rampur er á vögnum sem notaðir eru utanbæjar. Fólk sem hefur ekki tök á aðstoðarmanni eða ferðafélaga verður aftur á móti að ferðast með einkabíl eða sérútbúnum leigubílum.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir mál af þessum toga ekki hafa komið inn á borð hjá henni en var þó undrandi á fyrirkomulaginu. „Strætó er almenningssamgöngur og strætisvagnar eiga að sjálfsögðu að vera aðgengilegir öllum almenningi,“ segir Ellen. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þær rútur sem notaðar eru utanbæjar ekki frábrugðnar öðrum rútum. „Fólk getur verið með aðstoðarmann sem getur komið því í og úr sæti, þetta er það sem er almennt í boði á Íslandi. Ég held það sé engin rúta til hérlendis sem er með sérstakan búnað fyrir hjólastóla. Búnaðurinn er þó til í þessar rútur,“ segir Jóhannes.Jóhannes S. Rúnarsson, forstjóri Strætó.Fréttablaðið/Anton BrinkSamkvæmt heimasíðu Strætó getur fatlaður einstaklingur ferðast með Strætó að því gefnu að viðkomandi sé fullkomlega sjálfbær með að komast inn og út úr vagninum. Þá þarf sá einstaklingur að biðja samferðafólk sitt um aðstoð við að taka út ramp fyrir hjólastól eða þá biðla til vagnstjóra um aðstoð. „Það eru ekki slíkir rampar í utanbæjarvögnum, það eru venjulegar rútur,“ segir Jóhannes. Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, segist vita af þessu fyrirkomulagi. „Ég benti til dæmis Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum á þetta þegar þau voru að fara af stað með sitt útboð og spurði hvort þau hefðu ekki hugleitt það að gera þessa kröfu í útboðinu, en svarið við því var einfalt nei,“ segir Bergur. Hann segir að það sé nokkurs konar girðing fyrir notendur hjólastóla í kringum höfuðborgarsvæðið. „Girðingin er á Kjalarnesi, svo í áttina að Hellisheiði og svo alls staðar í kringum önnur bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu.“
Mest lesið Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Innlent Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Erlent Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Innlent Talið að hamri hafi verið beitt Innlent Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Innlent Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Innlent Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Innlent Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svigrúmi í skipulagi Innlent Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Innlent Fleiri fréttir Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt „Versta tilfinning í heimi“ Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svigrúmi í skipulagi Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Vendingar við Bláa lónið og tvöfalt morð í Noregi Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Talið að hamri hafi verið beitt Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Sjá meira