Þessi tími ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2014 07:00 Grindavík er ríkjandi Íslandsmeistri en Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari ÍR, spáir í spilin fyrir fjórðungsúrslitin. Vísir/Daníel Úrslitakeppni Domino's-deildar karla hefst í kvöld og mun eiga sviðsljósið á íslenska íþróttasviðinu næstu sex vikurnar. Fréttablaðið fer yfir einvígin í átta liða úrslitunum og fékk Örvar Þór Kristjánsson, þjálfara ÍR, til að spá í hvernig þetta spilast.KR - SnæfellFyrsti leikur í DHL-höllinni í kvöld klukkan 19.15Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, og KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson.Vísir/StefánDeildarmeistarar KR taka á móti Snæfelli sem endaði í áttunda sæti deildarinnar og hefur ekki endað neðar í ellefu ár. Þessi tvö lið hafa bæði unnið Íslandsmeistaratitilinn á síðustu fjórum árum, Snæfell árið 2010 og KR árið 2011. KR vann tíu síðustu leiki sína í deildinni og tapaði bara einum deildarleik allt tímabilið. Snæfell tapaði hins vegar fjórum síðustu leikjum sínum á móti liðum í úrslitakeppninni.Hvað segir Örvar Þór?3-1 fyrir KR.Getumunurinn á liðunum er einfaldlega of mikill. Snæfell er með flottan mannskap en liðið hefur ekki verið að spila nógu vel. Það mun selja sig dýrt á móti KR en það er ekki nóg til að sigra KR sem er besta liðið á Íslandi í dag.Jón Ólafur hefur verið meiddur og ekki verið nema skugginn af sjálfum sér. Sigurður Þorvaldsson spilar frábærlega og Snæfell mun veita KR alvöru keppni og vinna eina í Hólminum. En KR er langsterkasta liðið í dag. Taflan lýgur ekki.Hvað segja aðrir þjálfarar? Pálmi Þór Sævarsson, Skallagrími: 3-1 fyrir KR. Birgir Örn Birgisson, KFÍ: 3-0 fyrir KR. Ágúst Björgvinsson, Val: 3-0 fyrir KR. Hjalti Þór Vilhjálmsson, Fjölni: 3-0 fyrir KR.Vissir þú að ... ... Pavel Ermolinskij var með þrefalda tvennu í báðum leikjunum á móti Snæfelli í vetur og meðaltal hans í leikjunum tveimur gegn Snæfelli var 24,0 stig, 17,0 fráköst og 12,5 stoðsendingar í leik. ... KR og Snæfell hafa mæst fjórum sinnum áður og í öll skiptin hefur einvígið unnist í oddaleik. KR vann oddaleikinn í undanúrslitum 2007 og átta liða úrslitunum 2005 en Snæfell vann oddaleikinn í undanúrslitunum 2010 og átta liða úrslitunum 2006.Grindavík - ÞórFyrsti leikur í Grindavík klukkan 19.15 í kvöldRagnar Nathanaelsson, Þór, og Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík.Vísir/StefánGrindvíkingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn tvö ár í röð, bæði árin sem deildarmeistarar. Þeir enduðu nú í þriðja sætinu og mæta Þór sem varð í sjötta sæti. Grindvíkingar eru eina liðið sem hefur unnið KR á þessu ári og liðið kemur inn í úrslitakeppnina á níu leikja sigurgöngu í deild og bikar. Þórsliðið tapaði tveimur síðustu deildarleikjum sínum en eru ásamt KR eina liðið sem hefur unnið í Röstinni í Grindavík í vetur.Hvað segir Örvar Þór?3-1 fyrir GrindavíkRimma liðanna í 3. og 6. sæti ætti að vera jafnari en mér finnst Grindavík hafa verið besta liðið eftir áramót. Það hefur aðeins tapað einum leik og unnið bikarinn. Samt hefur það siglt undir radar.Þetta er rosalega flott og vel þjálfað lið sem er meistari síðustu tveggja ára. Það skyldi enginn vanmeta hjarta meistarans. Þórsarar mega vera sáttir við sitt. Þeir eru með minni hóp og minni reynslu en hafa staðið sig vel á tímabilinu.Hvað segja aðrir þjálfarar? Pálmi Þór Sævarsson, Skallagrími: 3-2 fyrir Grindavík. Birgir Örn Birgisson, KFÍ: 3-1 fyrir Grindavík. Ágúst Björgvinsson, Val: 3-1 fyrir Grindavík. Hjalti Þór Vilhjálmsson, Fjölni: 3-0 fyrir Grindavík.Vissir þú að ... ... Grindvíkingar hafa unnið sex seríur í röð í úrslitakeppni eða allar síðan þeir töpuðu fyrir Stjörnunni í átta liða úrslitunum 2011. Grindavík hefur komist í 1-0 í öllum seríunum og í 2-0 í fjórum af sex. Ein seríanna var á móti Þór úr Þorlákshöfn en liðin mættust í lokaúrslitunum árið 2012. ... Ragnar Nathanaelsson tók 25 fráköst í sigri Þórs í Grindavík en engum tókst að taka fleiri fráköst í einum leik í vetur. Ragnar var með 18,0 stig og 18,5 fráköst að meðaltali í leikjunum á móti Grindavík.Keflavík - StjarnanFyrsti leikur í Ásgarði annað kvöld klukkan 19.15Þjálfarar liðanna. Andy Johnston hjá Keflavík og Stjörnumaðurinn Teitur Örlygsson.Vísir/StefánKeflvíkingar, sem enduðu í 2. sæti í deildinni, mæta góðkunningjum sínum úr Stjörnunni en Garðbæingar urðu í 7. sæti. Stjarnan hefur tvisvar komist í lokaúrslitin á síðustu þremur árum en fengið silfur í bæði skiptin og Keflvíkingar hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 2008. Keflvíkingar töpuðu þremur af síðustu fimm deildarleikjum sínum en héldu samt öðru sætinu á meðan Stjörnumenn tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með þremur sigrum í röð á lokasprettinum.Hvað segir Örvar Þór?3-1 fyrir Keflavík.Þetta verður forvitnileg sería og ég veit að Teitur hefur fulla trú á að Stjarnan geti unnið. En Keflavík er með frábæran sjö manna kjarna og mér finnst það betra liðið. Stjarnan hefur verið að hiksta og rétt slefar inn í úrslitakeppnina þrátt fyrir að vera með ágætis lið. Svo á það engan mann á Craion frekar en aðrir. Keflavík fer líka langt á því að vilja hefna fyrir seríuna í fyrra. Ef það verða óvænt úrslit í 8 liða úrslitum verður það þarna.Hvað segja aðrir þjálfarar? Pálmi Þór Sævarsson, Skallagrími: 3-2 fyrir Stjörnuna. Birgir Örn Birgisson, KFÍ: 3-2 fyrir Keflavík. Ágúst Björgvinsson, Val: 3-1 fyrir Keflavík. Hjalti Þór Vilhjálmsson, Fjölni: 3-1 fyrir Keflavík.Vissir þú að ... ... Keflavík og Stjarnan eru að mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þriðja árið í röð en Stjörnumenn unnu bæði hin skiptin í oddaleik í Garðabænum þar af fyrra árið í framlengingu. ... Andy Johnston getur orðið fyrsti erlendi þjálfarinn í 24 ár til þess að gera lið að Íslandsmeisturum eða síðan Ungverjinn Lazlo Nemeth vann með KR-liðið árið 1990. Geof Kotila komst næst því þegar hann fór með Snæfellsliðið í lokaúrslitin árið 2008.Njarðvík - HaukarFyrsti leikur í Njarðvík annað kvöld klukkan 19.15Emil Barja, leikmaður Hauka og Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson.Vísir/StefánNjarðvíkingar urðu í 4. sæti og hafa heimavallarréttinn á móti Haukum en nýliðarnir úr Hafnarfirði enduðu í 5. sætinu sem er einn besti árangur nýliða á síðustu árum. Njarðvík, sigursælasta lið í sögu úrslitakeppninnar, hefur ekki komist í gegnum átta liða úrslitin þrjú undanfarin tímabil og ekki verið í lokaúrslitunum í sjö ár. Haukarnir eru aftur á móti aðeins að taka þátt í sinni annarri úrslitakeppni á síðustu tíu árum en liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skiptið fyrir 26 árum.Hvað segir Örvar Þór?3-1 fyrir Njarðvík.Fyrirfram á þetta að vera jafnasta serían. Ég er hrifinn af Haukaliðinu sem gefur orðinu seigla nýja merkingu. Þeir eru ekkert „fansí“ en þeir eru rólegir og ótrúlega flottir. Njarðvík er sterkara liðið.Það hefur farið upp og niður í vetur en ég hef trú á að menn þar séu hungraðir í meira og vilji kveðja Einar Árna á góðum nótum. Það sem ræður úrslitum er einvígi bakvarðanna: Logi Gunnars og Elvar Már á móti Emil Barja og Hauki Óskars.Hvað segja aðrir þjálfarar? Pálmi Þór Sævarsson, Skallagrími: 3-1 fyrir Njarðvík. Birgir Örn Birgisson, KFÍ: 3-2 fyrir Njarðvík Ágúst Björgvinsson, Val: 3-1 fyrir Njarðvík Hjalti Þór Vilhjálmsson, Fjölni: 3-2 fyrir Njarðvík.Vissir þú að ... ... Það var gríðarlegur munur á innbyrðisleikjum liðanna. Njarðvíkingar unnu fyrri leikinn í Ljónagryfjunni með 22 stigum, 105-83, en Haukarnir unnu seinni leikinn á Ásvöllum með 11 stigum, 86-75. Logi Gunnarsson skoraði 41 stig í leiknum í Njarðvík og Emil Barja var með þrennu í þeim síðari. ... Haukarnir hafa ekki unnið seríu í úrslitakeppni síðan Ívar Ásgrímsson þjálfaði þá síðast og fór með liðið í undanúrslitin vorið 2000. Frá þeim tíma hafa Haukarnir tapað fimm seríum í röð. Njarðvíkingar hafa tapað fjórum seríum í röð þannig að eitthvað verður undan að láta núna. Dominos-deild karla Mest lesið Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Fótbolti Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Sjá meira
Úrslitakeppni Domino's-deildar karla hefst í kvöld og mun eiga sviðsljósið á íslenska íþróttasviðinu næstu sex vikurnar. Fréttablaðið fer yfir einvígin í átta liða úrslitunum og fékk Örvar Þór Kristjánsson, þjálfara ÍR, til að spá í hvernig þetta spilast.KR - SnæfellFyrsti leikur í DHL-höllinni í kvöld klukkan 19.15Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, og KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson.Vísir/StefánDeildarmeistarar KR taka á móti Snæfelli sem endaði í áttunda sæti deildarinnar og hefur ekki endað neðar í ellefu ár. Þessi tvö lið hafa bæði unnið Íslandsmeistaratitilinn á síðustu fjórum árum, Snæfell árið 2010 og KR árið 2011. KR vann tíu síðustu leiki sína í deildinni og tapaði bara einum deildarleik allt tímabilið. Snæfell tapaði hins vegar fjórum síðustu leikjum sínum á móti liðum í úrslitakeppninni.Hvað segir Örvar Þór?3-1 fyrir KR.Getumunurinn á liðunum er einfaldlega of mikill. Snæfell er með flottan mannskap en liðið hefur ekki verið að spila nógu vel. Það mun selja sig dýrt á móti KR en það er ekki nóg til að sigra KR sem er besta liðið á Íslandi í dag.Jón Ólafur hefur verið meiddur og ekki verið nema skugginn af sjálfum sér. Sigurður Þorvaldsson spilar frábærlega og Snæfell mun veita KR alvöru keppni og vinna eina í Hólminum. En KR er langsterkasta liðið í dag. Taflan lýgur ekki.Hvað segja aðrir þjálfarar? Pálmi Þór Sævarsson, Skallagrími: 3-1 fyrir KR. Birgir Örn Birgisson, KFÍ: 3-0 fyrir KR. Ágúst Björgvinsson, Val: 3-0 fyrir KR. Hjalti Þór Vilhjálmsson, Fjölni: 3-0 fyrir KR.Vissir þú að ... ... Pavel Ermolinskij var með þrefalda tvennu í báðum leikjunum á móti Snæfelli í vetur og meðaltal hans í leikjunum tveimur gegn Snæfelli var 24,0 stig, 17,0 fráköst og 12,5 stoðsendingar í leik. ... KR og Snæfell hafa mæst fjórum sinnum áður og í öll skiptin hefur einvígið unnist í oddaleik. KR vann oddaleikinn í undanúrslitum 2007 og átta liða úrslitunum 2005 en Snæfell vann oddaleikinn í undanúrslitunum 2010 og átta liða úrslitunum 2006.Grindavík - ÞórFyrsti leikur í Grindavík klukkan 19.15 í kvöldRagnar Nathanaelsson, Þór, og Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík.Vísir/StefánGrindvíkingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn tvö ár í röð, bæði árin sem deildarmeistarar. Þeir enduðu nú í þriðja sætinu og mæta Þór sem varð í sjötta sæti. Grindvíkingar eru eina liðið sem hefur unnið KR á þessu ári og liðið kemur inn í úrslitakeppnina á níu leikja sigurgöngu í deild og bikar. Þórsliðið tapaði tveimur síðustu deildarleikjum sínum en eru ásamt KR eina liðið sem hefur unnið í Röstinni í Grindavík í vetur.Hvað segir Örvar Þór?3-1 fyrir GrindavíkRimma liðanna í 3. og 6. sæti ætti að vera jafnari en mér finnst Grindavík hafa verið besta liðið eftir áramót. Það hefur aðeins tapað einum leik og unnið bikarinn. Samt hefur það siglt undir radar.Þetta er rosalega flott og vel þjálfað lið sem er meistari síðustu tveggja ára. Það skyldi enginn vanmeta hjarta meistarans. Þórsarar mega vera sáttir við sitt. Þeir eru með minni hóp og minni reynslu en hafa staðið sig vel á tímabilinu.Hvað segja aðrir þjálfarar? Pálmi Þór Sævarsson, Skallagrími: 3-2 fyrir Grindavík. Birgir Örn Birgisson, KFÍ: 3-1 fyrir Grindavík. Ágúst Björgvinsson, Val: 3-1 fyrir Grindavík. Hjalti Þór Vilhjálmsson, Fjölni: 3-0 fyrir Grindavík.Vissir þú að ... ... Grindvíkingar hafa unnið sex seríur í röð í úrslitakeppni eða allar síðan þeir töpuðu fyrir Stjörnunni í átta liða úrslitunum 2011. Grindavík hefur komist í 1-0 í öllum seríunum og í 2-0 í fjórum af sex. Ein seríanna var á móti Þór úr Þorlákshöfn en liðin mættust í lokaúrslitunum árið 2012. ... Ragnar Nathanaelsson tók 25 fráköst í sigri Þórs í Grindavík en engum tókst að taka fleiri fráköst í einum leik í vetur. Ragnar var með 18,0 stig og 18,5 fráköst að meðaltali í leikjunum á móti Grindavík.Keflavík - StjarnanFyrsti leikur í Ásgarði annað kvöld klukkan 19.15Þjálfarar liðanna. Andy Johnston hjá Keflavík og Stjörnumaðurinn Teitur Örlygsson.Vísir/StefánKeflvíkingar, sem enduðu í 2. sæti í deildinni, mæta góðkunningjum sínum úr Stjörnunni en Garðbæingar urðu í 7. sæti. Stjarnan hefur tvisvar komist í lokaúrslitin á síðustu þremur árum en fengið silfur í bæði skiptin og Keflvíkingar hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 2008. Keflvíkingar töpuðu þremur af síðustu fimm deildarleikjum sínum en héldu samt öðru sætinu á meðan Stjörnumenn tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með þremur sigrum í röð á lokasprettinum.Hvað segir Örvar Þór?3-1 fyrir Keflavík.Þetta verður forvitnileg sería og ég veit að Teitur hefur fulla trú á að Stjarnan geti unnið. En Keflavík er með frábæran sjö manna kjarna og mér finnst það betra liðið. Stjarnan hefur verið að hiksta og rétt slefar inn í úrslitakeppnina þrátt fyrir að vera með ágætis lið. Svo á það engan mann á Craion frekar en aðrir. Keflavík fer líka langt á því að vilja hefna fyrir seríuna í fyrra. Ef það verða óvænt úrslit í 8 liða úrslitum verður það þarna.Hvað segja aðrir þjálfarar? Pálmi Þór Sævarsson, Skallagrími: 3-2 fyrir Stjörnuna. Birgir Örn Birgisson, KFÍ: 3-2 fyrir Keflavík. Ágúst Björgvinsson, Val: 3-1 fyrir Keflavík. Hjalti Þór Vilhjálmsson, Fjölni: 3-1 fyrir Keflavík.Vissir þú að ... ... Keflavík og Stjarnan eru að mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þriðja árið í röð en Stjörnumenn unnu bæði hin skiptin í oddaleik í Garðabænum þar af fyrra árið í framlengingu. ... Andy Johnston getur orðið fyrsti erlendi þjálfarinn í 24 ár til þess að gera lið að Íslandsmeisturum eða síðan Ungverjinn Lazlo Nemeth vann með KR-liðið árið 1990. Geof Kotila komst næst því þegar hann fór með Snæfellsliðið í lokaúrslitin árið 2008.Njarðvík - HaukarFyrsti leikur í Njarðvík annað kvöld klukkan 19.15Emil Barja, leikmaður Hauka og Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson.Vísir/StefánNjarðvíkingar urðu í 4. sæti og hafa heimavallarréttinn á móti Haukum en nýliðarnir úr Hafnarfirði enduðu í 5. sætinu sem er einn besti árangur nýliða á síðustu árum. Njarðvík, sigursælasta lið í sögu úrslitakeppninnar, hefur ekki komist í gegnum átta liða úrslitin þrjú undanfarin tímabil og ekki verið í lokaúrslitunum í sjö ár. Haukarnir eru aftur á móti aðeins að taka þátt í sinni annarri úrslitakeppni á síðustu tíu árum en liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skiptið fyrir 26 árum.Hvað segir Örvar Þór?3-1 fyrir Njarðvík.Fyrirfram á þetta að vera jafnasta serían. Ég er hrifinn af Haukaliðinu sem gefur orðinu seigla nýja merkingu. Þeir eru ekkert „fansí“ en þeir eru rólegir og ótrúlega flottir. Njarðvík er sterkara liðið.Það hefur farið upp og niður í vetur en ég hef trú á að menn þar séu hungraðir í meira og vilji kveðja Einar Árna á góðum nótum. Það sem ræður úrslitum er einvígi bakvarðanna: Logi Gunnars og Elvar Már á móti Emil Barja og Hauki Óskars.Hvað segja aðrir þjálfarar? Pálmi Þór Sævarsson, Skallagrími: 3-1 fyrir Njarðvík. Birgir Örn Birgisson, KFÍ: 3-2 fyrir Njarðvík Ágúst Björgvinsson, Val: 3-1 fyrir Njarðvík Hjalti Þór Vilhjálmsson, Fjölni: 3-2 fyrir Njarðvík.Vissir þú að ... ... Það var gríðarlegur munur á innbyrðisleikjum liðanna. Njarðvíkingar unnu fyrri leikinn í Ljónagryfjunni með 22 stigum, 105-83, en Haukarnir unnu seinni leikinn á Ásvöllum með 11 stigum, 86-75. Logi Gunnarsson skoraði 41 stig í leiknum í Njarðvík og Emil Barja var með þrennu í þeim síðari. ... Haukarnir hafa ekki unnið seríu í úrslitakeppni síðan Ívar Ásgrímsson þjálfaði þá síðast og fór með liðið í undanúrslitin vorið 2000. Frá þeim tíma hafa Haukarnir tapað fimm seríum í röð. Njarðvíkingar hafa tapað fjórum seríum í röð þannig að eitthvað verður undan að láta núna.
Dominos-deild karla Mest lesið Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Fótbolti Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Sjá meira