Erlent

Þetta er skítugasti maður Evrópu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Ludvik er mjög sótugur, enda með þráhyggju fyrir því að brenna hluti.
Ludvik er mjög sótugur, enda með þráhyggju fyrir því að brenna hluti.
Ludvik Dolezal, tékkneskur útigangsmaður, er þekktur sem „skítugasti maður Evrópu“. Hann er sagður haldinn einhverjum geðrænum kvilla; Hann er með þráhyggju fyrir því að brenna hluti.

Á hverju kvöldi kveikir hann eld og sefur mikilli í ösku, sem útskýrir að hann er skítugri en aðrir útigangsmenn. Hann fær um sextán þúsund krónur á mánuði í bætur, en fær ekki allan peninginn í einu. Óttast er að hann myndi taka upp á því að brenna peningana sína. Hann reykir pakka af sígarettum á dag og segist aldrei ætla að hætta.

Þessi þráhyggja fyrir eldi hefur bjargað honum á köldum tékkneskum vetrarkvöldum.

„Ég ligg í öskunni og reyni að finna eitthvað til þess að breiða yfir mig,“ segir hann og bætir við:

„Ég lít hræðilega út. Ég átti dýnu en ég brenndi hana. Ég hef brennt allt sem ég á. Fólk gefur mér gömul dekk sem ég brenni.“

Þannig heldur hann á sér hita yfir kaldar nætur.

Ludvik er frá bænum Novy Bydzov í norðurhluta Tékklands. Meðalhitinn í bænum yfir vetrarmánuðina er í kringum frostmark, en dæmi eru um að allt að tuttugu stiga frost hafi mælst í janúar og febrúar.

Hér að neðan má sjá myndband af Ludvik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×