Þingflokkur Framsóknarflokksins veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. apríl 2016 11:02 Sigmundur yfirgaf Alþingishúsið í gær enn sem formaður. Vísir/Vilhelm Enginn vafi leikur á því af hálfu þingflokks Framsóknar að ekki hafi verið um tímabundna afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem forsætisráðherra í gær. Vafi kom upp í gærkvöldi eftir að fréttamiðlum erlendis barst tilkynning þess efnis að Sigmundur hefði ekki sagt af sér heldur stigið til hliðar um óákveðinn tíma. Þetta olli talsverðum ruglingi, ekki aðeins hjá landsmönnum, heldur einnig erlendis og hjá þingflokki Framsóknar. Sjá einnig: Sigmundur ekki sagt af sér heldur stigið til hliðar um óákveðinn tíma Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins.Þeir þingmenn Framsóknarflokksins sem Vísir hefur rætt við segja þó engan vafa á tillögunni sem þeir samþykktu á þingflokksfundi sínum í gær. Stjórn þingflokks hittist í morgun til þess að ná botni í málið en samkvæmt einum Framsóknarmanni sem Vísir ræddi það við olli tilkynning forsætisráðuneytisins til erlendra miðla uppnámi meðal þingflokksins.Framsóknarmenn bíða útskýringa „Útskýringin sem við fáum núna er að þetta sé bara tæknilegt og stjórnskipunarlegt mál. Orðalagið hafi klúðrast í tilkynningunni,“ útskýrir Willum Þór Þórsson, meðstjórnandi þingflokksins, en hann sat á óformlegum fundi stjórnar þingflokksins þegar Vísir náði af honum tali. Tilkynningin sem hann vísar í er sú sem barst erlendum miðlum frá forsætisráðuneytinu. „Það er enginn vafi á niðurstöðu þingflokksins í gærdag.“Hér má sjá tillöguna sem samþykkt var á þingflokksfundi í gær orðrétt:„Forsætisráðherra leggur til að varaformaður flokksins taki við embætti forsætisráðherra svo það megi verða til að ríkisstjórnin geti lokið þeim mikilvægum verkum sem hún hefur unnið að og varða mikilvæga þjóðarhagsmuni.“Hér má sjá tilkynninguna sem barst erlendum miðlum: #Iceland: press release says PM has not resigned but he'll be temporarily replaced by Progressive vice-chairman. Odd pic.twitter.com/SiV6yDQCsf— Benjamin Leruth (@BenLeruth) April 5, 2016 Ekki tímabundin afsögn „Það er ekki þannig að þetta sé tímabundið. Hann er að stíga til hliðar, það liggur alveg fyrir,“ segir Karl Garðarsson þingmaður nú í morgun. „Við samþykktum að hann myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Hann kæmi bara sem óbreyttur. Það var ekkert rætt um að það yrði tímabundið,“ segir Páll Jóhann Pálsson og vísar í tillögu forsætisráðherrans sjálfs af þingflokksfundi í gær. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/Vilhelm„Það er ekki hægt að sjá þar að það standi tímabundið. Hann stígur til hliðar sem forsætisráðherra, það er aðalmálið.“ Haraldur Einarsson þingmaður lítur á það þannig að Sigmundur Davíð hafi sagt af sér embætti forsætisráðherra í gær. Hins vegar sé annað mál hvort Sigmundur eigi afturhvarf í pólitík. „Ég held að hann verði að gera upp við sig hvort hann sinni þingmennsku eða ekki. Þingflokkurinn getur ekki gert það,“ útskýrir Haraldur. Sigmundur er á þingi eftir að hafa fengið lýðræðislegt kjör; kjósendur landsins kusu að veita Sigmundi umboð til þess að sitja á þingi. „Svo leiðir tíminn það í ljós hvort hann eigi afturhvarf í pólitík. Ég held að hann þurfi að fá staðfestingu frá skattayfirvöldum um að hann hafi verið að segja satt áður en hann kemur aftur.“ Haraldur Einarsson segir Sigmund njóta trausts í embætti formanns Framsóknarflokksins.Nýtur trausts sem formaður flokksins „Hann nýtur allavega míns trausts,“ svarar Haraldur spurður um hvort Sigmundur Davíð njóti trausts í embætti formanns Framsóknarflokksins. „Þar með er ég ekki að viðurkenna það að mér finnist í lagi að eiga félög á þeim stöðum sem hafa verið í umræðunni.“ Hinir viðmælendur Vísis segja einnig að Sigmundur hafi traust þeirra í stöðu formanns flokksins. Það sé ekki þingflokksins að ákveða hver sé formaður Framsóknarflokks heldur þurfi að taka slíkar ákvarðanir á breiðari grundvelli. „Við tókum bara þetta fyrsta skref, út frá þjóðarhagsmunum,“ segir Willum Þór. Hann segir að aðrar umræður, um stöðu Sigmundar sem formanns eða stöðu hans sem þingmanns, verði að taka í samstarfi við alla Framsóknarmenn. En í hverju liggur þá misskilingurinn? Það leikur enginn vafi á því að Sigmundur Davíð hefur sagt af sér embætti forsætisráðherra, það hefur verið samþykkt af þingflokki Framsóknarflokksins. Hins vegar hefur Sigmundur Davíð ekki formlega beðist lausnar úr embætti sínu en samkvæmt 15. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands þarf forseti að veita honum lausn. Þetta er þó einungis tæknilegt atriði. Sigmundur Davíð telst forsætisráðherra landsins tæknilega þar til forseti veitir honum formlega lausn en hann hefur sagt af sér embætti og nýtur ekki stuðnings flokks síns í embætti forsætisráðherra. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigurður segist ekki hafa vitað af Wintris Fulltrúi Sigmundar Davíðs í framkvæmdahópi um afnám hafta segir Sigmund ekki hafa rætt við sig um Wintris áður en fjallað var um málið opinberlega. 6. apríl 2016 11:00 Telja að ríkisstjórnin geti ekki setið áfram Stjórnarandstöðuflokkarnir hyggjast ekki starfa með ríkisstjórnarflokkunum. 6. apríl 2016 06:00 Ísland í kastljósi erlendra fréttamiðla Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. 6. apríl 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Enginn vafi leikur á því af hálfu þingflokks Framsóknar að ekki hafi verið um tímabundna afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem forsætisráðherra í gær. Vafi kom upp í gærkvöldi eftir að fréttamiðlum erlendis barst tilkynning þess efnis að Sigmundur hefði ekki sagt af sér heldur stigið til hliðar um óákveðinn tíma. Þetta olli talsverðum ruglingi, ekki aðeins hjá landsmönnum, heldur einnig erlendis og hjá þingflokki Framsóknar. Sjá einnig: Sigmundur ekki sagt af sér heldur stigið til hliðar um óákveðinn tíma Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins.Þeir þingmenn Framsóknarflokksins sem Vísir hefur rætt við segja þó engan vafa á tillögunni sem þeir samþykktu á þingflokksfundi sínum í gær. Stjórn þingflokks hittist í morgun til þess að ná botni í málið en samkvæmt einum Framsóknarmanni sem Vísir ræddi það við olli tilkynning forsætisráðuneytisins til erlendra miðla uppnámi meðal þingflokksins.Framsóknarmenn bíða útskýringa „Útskýringin sem við fáum núna er að þetta sé bara tæknilegt og stjórnskipunarlegt mál. Orðalagið hafi klúðrast í tilkynningunni,“ útskýrir Willum Þór Þórsson, meðstjórnandi þingflokksins, en hann sat á óformlegum fundi stjórnar þingflokksins þegar Vísir náði af honum tali. Tilkynningin sem hann vísar í er sú sem barst erlendum miðlum frá forsætisráðuneytinu. „Það er enginn vafi á niðurstöðu þingflokksins í gærdag.“Hér má sjá tillöguna sem samþykkt var á þingflokksfundi í gær orðrétt:„Forsætisráðherra leggur til að varaformaður flokksins taki við embætti forsætisráðherra svo það megi verða til að ríkisstjórnin geti lokið þeim mikilvægum verkum sem hún hefur unnið að og varða mikilvæga þjóðarhagsmuni.“Hér má sjá tilkynninguna sem barst erlendum miðlum: #Iceland: press release says PM has not resigned but he'll be temporarily replaced by Progressive vice-chairman. Odd pic.twitter.com/SiV6yDQCsf— Benjamin Leruth (@BenLeruth) April 5, 2016 Ekki tímabundin afsögn „Það er ekki þannig að þetta sé tímabundið. Hann er að stíga til hliðar, það liggur alveg fyrir,“ segir Karl Garðarsson þingmaður nú í morgun. „Við samþykktum að hann myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Hann kæmi bara sem óbreyttur. Það var ekkert rætt um að það yrði tímabundið,“ segir Páll Jóhann Pálsson og vísar í tillögu forsætisráðherrans sjálfs af þingflokksfundi í gær. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/Vilhelm„Það er ekki hægt að sjá þar að það standi tímabundið. Hann stígur til hliðar sem forsætisráðherra, það er aðalmálið.“ Haraldur Einarsson þingmaður lítur á það þannig að Sigmundur Davíð hafi sagt af sér embætti forsætisráðherra í gær. Hins vegar sé annað mál hvort Sigmundur eigi afturhvarf í pólitík. „Ég held að hann verði að gera upp við sig hvort hann sinni þingmennsku eða ekki. Þingflokkurinn getur ekki gert það,“ útskýrir Haraldur. Sigmundur er á þingi eftir að hafa fengið lýðræðislegt kjör; kjósendur landsins kusu að veita Sigmundi umboð til þess að sitja á þingi. „Svo leiðir tíminn það í ljós hvort hann eigi afturhvarf í pólitík. Ég held að hann þurfi að fá staðfestingu frá skattayfirvöldum um að hann hafi verið að segja satt áður en hann kemur aftur.“ Haraldur Einarsson segir Sigmund njóta trausts í embætti formanns Framsóknarflokksins.Nýtur trausts sem formaður flokksins „Hann nýtur allavega míns trausts,“ svarar Haraldur spurður um hvort Sigmundur Davíð njóti trausts í embætti formanns Framsóknarflokksins. „Þar með er ég ekki að viðurkenna það að mér finnist í lagi að eiga félög á þeim stöðum sem hafa verið í umræðunni.“ Hinir viðmælendur Vísis segja einnig að Sigmundur hafi traust þeirra í stöðu formanns flokksins. Það sé ekki þingflokksins að ákveða hver sé formaður Framsóknarflokks heldur þurfi að taka slíkar ákvarðanir á breiðari grundvelli. „Við tókum bara þetta fyrsta skref, út frá þjóðarhagsmunum,“ segir Willum Þór. Hann segir að aðrar umræður, um stöðu Sigmundar sem formanns eða stöðu hans sem þingmanns, verði að taka í samstarfi við alla Framsóknarmenn. En í hverju liggur þá misskilingurinn? Það leikur enginn vafi á því að Sigmundur Davíð hefur sagt af sér embætti forsætisráðherra, það hefur verið samþykkt af þingflokki Framsóknarflokksins. Hins vegar hefur Sigmundur Davíð ekki formlega beðist lausnar úr embætti sínu en samkvæmt 15. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands þarf forseti að veita honum lausn. Þetta er þó einungis tæknilegt atriði. Sigmundur Davíð telst forsætisráðherra landsins tæknilega þar til forseti veitir honum formlega lausn en hann hefur sagt af sér embætti og nýtur ekki stuðnings flokks síns í embætti forsætisráðherra.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigurður segist ekki hafa vitað af Wintris Fulltrúi Sigmundar Davíðs í framkvæmdahópi um afnám hafta segir Sigmund ekki hafa rætt við sig um Wintris áður en fjallað var um málið opinberlega. 6. apríl 2016 11:00 Telja að ríkisstjórnin geti ekki setið áfram Stjórnarandstöðuflokkarnir hyggjast ekki starfa með ríkisstjórnarflokkunum. 6. apríl 2016 06:00 Ísland í kastljósi erlendra fréttamiðla Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. 6. apríl 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sigurður segist ekki hafa vitað af Wintris Fulltrúi Sigmundar Davíðs í framkvæmdahópi um afnám hafta segir Sigmund ekki hafa rætt við sig um Wintris áður en fjallað var um málið opinberlega. 6. apríl 2016 11:00
Telja að ríkisstjórnin geti ekki setið áfram Stjórnarandstöðuflokkarnir hyggjast ekki starfa með ríkisstjórnarflokkunum. 6. apríl 2016 06:00
Ísland í kastljósi erlendra fréttamiðla Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. 6. apríl 2016 07:00