Innlent

Þingfundur stóð til morguns

Mynd/GVA
Þingfundur stóð til klukkan rúmlega sex í morgun þar sem fjallað var um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Þingfundur hefst aftur klukkan ellefu þar sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mun mæla fyrir frumvarpi um um fækkun ráðuneyta. Þá mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mæla fyrir þingsályktunartillögu um samvinnuráð um þjóðarsátt.

Samkvæmt samkomulagi sem formenn stjórnmálaflokkanna gerðu í gær verður þingi í dag til 24. júní þar sem til stendur að afgreiða þau mál sem samkomulag er um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×