Innlent

Þingholtin hæst metna hverfið

Miðbærinn Stuðullinn í öllum miðbænum er í hærri kantinum, en dýrast er að vera í suðurhluta Þingholtanna. 
fréttablaðið/vilhelm
Miðbærinn Stuðullinn í öllum miðbænum er í hærri kantinum, en dýrast er að vera í suðurhluta Þingholtanna. fréttablaðið/vilhelm
Hækkun fasteignamats er mjög misjafnt eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Nýtt fasteignamat fyrir næsta ár var kynnt á fimmtudag.

Þannig hækkar fasteignamat í Garðabæ um 13,8 prósent á næsta ári og í Fossvogi um 9,9 prósent, en um 7,2 prósent í Vesturbæ vestan Bræðraborgarstígs.

Mikil hækkun, eða tíu til ellefu prósenta, verður í Rima-, Engja-, Víkur- og Borgarhverfum í Grafarvogi, í Neðra-Breiðholti og í Setbergi í Hafnarfirði. Hækkunin verður minnst í Blesugróf, um 2,1 prósent, í Úlfarsárdal um 3,3 prósent og í Bústaðahverfi um 4,6 prósent. Í Leirvogstungu í Mosfellsbæ lækkar fasteignamatið á næsta ári um 5,4 prósent.

Þjóðskrá Íslands notar stuðla til þess að gera fasteignamatið. Þannig er stuðullinn fyrir sérbýli í Hvarfahverfi í Kópavogi einn, en í fjölbýli 0,99. Í syðri hluta Þingholta er stuðullinn á sérbýli hins vegar 1,64 og í fjölbýli 1,47. Þetta þýðir að sérbýli sem kostar 40 milljónir í Hvarfahverfi myndi kosta 65,6 milljónir ef það væri í Þingholtunum. Íbúð í fjölbýli sem í Hvörfum væri metin á 19,8 milljónir kostaði 29,4 milljónir í Þingholtunum, sem er dýrasta hverfið á höfuðborgarsvæðinu.- þeb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×