Þingið sem fyrirtæki Ingibjörg Óðinsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Ætla mætti að það sem skori hæst í könnunum innan fyrirtækja á starfsánægju væru launakjör. Svo er þó ekki. Það sem yfirleitt skorar hæst er tilfinningin að vera metinn í starfi, traust yfirmanns og að viðkomandi fái að njóta sín sem einstaklingur. Þessi atriði skora öll mjög hátt í starfsánægju. Ábyrgð á verkefnum er einnig ofarlega á lista og starfsöryggi. Þingmenn eru ekkert öðruvísi en aðrir starfsmenn að þessu leyti. Þeir vilja fá að njóta sín sem einstaklingar og fá á tilfinninguna að störf þeirra skipti máli. En það er himinn og haf á milli þingsins sem vinnustaðar og venjulegs fyrirtækis. Fyrir það fyrsta stefna allir í vel reknu fyrirtæki að sama markmiðinu, hvernig sem það er skilgreint, þar sem hver hefur sitt hlutverk sem hlekkur í keðjunni. Í þinginu er hins vegar tilhneiging til að „afskrifa“ þá starfsmenn sem ekki tilheyra meirihluta hverju sinni og láta eins og þeir séu ekki til. Þeim er haldið úti í kuldanum og þeirra hugmyndir ekki teknar til greina. Innan fyrirtækja eru oft nokkrar deildir og innan þingsins eru þingflokkar. Deildir fyrirtækja þurfa að vinna saman til að ná markmiðinu og þó oft sé rígur á milli eru allir meðvitaðir um að það sé allra hagur að heyra ólík sjónarmið til að finna lausnir. Innan þingsins eru ólík sjónarmið helst kæfð í fæðingu og góðlátlega bent á þekkingar- eða reynsluleysi viðkomandi og jafnvel gefið í skyn að hann hafi einhvern annarlegan tilgang. Innan fyrirtækja eru haldnir fundir með skilgreindri dagskrá og virkri fundarstjórn og þar hvarflar t.d. ekki að neinum að ræða „þrif á húsnæði“ undir liðnum „10 stærstu viðskiptavinirnir“. Vegna galla í þingsköpum geta þingmenn hins vegar farið langt út fyrir efnið sem sett er á dagskrá og haldið öllum í heljargreipum í óskilgreindan tíma, sbr. liðinn „fundarsköp forseta“, sem er skelfileg nýting á tíma.Taka ekki undir góðar hugmyndir Innan fyrirtækja er oft notað hugarflæði (brainstorming) til að kalla fram góðar hugmyndir og þeim sem kemur með góða hugmynd er hrósað og hugmyndin eignuð honum. Í þinginu er barist gegn því eins og líf liggi við að taka undir góðar hugmyndir „hinna“ og færni þingmanna metin í því hversu hratt þeir átti sig á hugsanlegum, mögulegum slæmum afleiðingum hugmyndarinnar. Innan fyrirtækja eru fjölmargar aðgerðir í gangi til að þétta hópinn og efla liðsandann, hvort sem það er í formi opinna rýma, róteringa á milli starfa, reglulegra funda, skemmtilegra uppákoma eða sameiginlegra átaksverkefna. Í þinginu er hver flokkur í sínu þingflokksherbergi, sem aðrir koma ekki óboðnir í, og á sitt eigið borð í matsalnum. Þannig er markvisst ýtir undir „við“ / „þið“ kúltúrinn í þinginu. Þess er auk þess sérstaklega gætt að halda minnihlutanum hverju sinni sem mest utan við umræðuna og meirihlutaþingmenn litnir hornauga ef þeir gefa sig of mikið á tal við „andstæðinginn“. Hvernig má það vera, með vitneskju um allar þessar starfsánægjukannanir innan fyrirtækja, að þingið reyni ekki að tileinka sér eitthvað af því sem virkar til að ná betri árangri? Hátt brottfall alþingismanna af þingi gefur sterkar vísbendingar um að þingmönnum líði ekki vel í vinnunni, en hvers vegna næst ekki samstaða um að nýta tíma allra betur og vinna meira saman? Horfum lengra fram í tímann og einbeitum okkur að lausnum. Þingmenn eru starfsmenn þjóðarinnar og þeim ber að vinna fyrir kaupinu og nýta tímann sinn vel eins og hægt er, líkt og allir aðrir starfsmenn.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ætla mætti að það sem skori hæst í könnunum innan fyrirtækja á starfsánægju væru launakjör. Svo er þó ekki. Það sem yfirleitt skorar hæst er tilfinningin að vera metinn í starfi, traust yfirmanns og að viðkomandi fái að njóta sín sem einstaklingur. Þessi atriði skora öll mjög hátt í starfsánægju. Ábyrgð á verkefnum er einnig ofarlega á lista og starfsöryggi. Þingmenn eru ekkert öðruvísi en aðrir starfsmenn að þessu leyti. Þeir vilja fá að njóta sín sem einstaklingar og fá á tilfinninguna að störf þeirra skipti máli. En það er himinn og haf á milli þingsins sem vinnustaðar og venjulegs fyrirtækis. Fyrir það fyrsta stefna allir í vel reknu fyrirtæki að sama markmiðinu, hvernig sem það er skilgreint, þar sem hver hefur sitt hlutverk sem hlekkur í keðjunni. Í þinginu er hins vegar tilhneiging til að „afskrifa“ þá starfsmenn sem ekki tilheyra meirihluta hverju sinni og láta eins og þeir séu ekki til. Þeim er haldið úti í kuldanum og þeirra hugmyndir ekki teknar til greina. Innan fyrirtækja eru oft nokkrar deildir og innan þingsins eru þingflokkar. Deildir fyrirtækja þurfa að vinna saman til að ná markmiðinu og þó oft sé rígur á milli eru allir meðvitaðir um að það sé allra hagur að heyra ólík sjónarmið til að finna lausnir. Innan þingsins eru ólík sjónarmið helst kæfð í fæðingu og góðlátlega bent á þekkingar- eða reynsluleysi viðkomandi og jafnvel gefið í skyn að hann hafi einhvern annarlegan tilgang. Innan fyrirtækja eru haldnir fundir með skilgreindri dagskrá og virkri fundarstjórn og þar hvarflar t.d. ekki að neinum að ræða „þrif á húsnæði“ undir liðnum „10 stærstu viðskiptavinirnir“. Vegna galla í þingsköpum geta þingmenn hins vegar farið langt út fyrir efnið sem sett er á dagskrá og haldið öllum í heljargreipum í óskilgreindan tíma, sbr. liðinn „fundarsköp forseta“, sem er skelfileg nýting á tíma.Taka ekki undir góðar hugmyndir Innan fyrirtækja er oft notað hugarflæði (brainstorming) til að kalla fram góðar hugmyndir og þeim sem kemur með góða hugmynd er hrósað og hugmyndin eignuð honum. Í þinginu er barist gegn því eins og líf liggi við að taka undir góðar hugmyndir „hinna“ og færni þingmanna metin í því hversu hratt þeir átti sig á hugsanlegum, mögulegum slæmum afleiðingum hugmyndarinnar. Innan fyrirtækja eru fjölmargar aðgerðir í gangi til að þétta hópinn og efla liðsandann, hvort sem það er í formi opinna rýma, róteringa á milli starfa, reglulegra funda, skemmtilegra uppákoma eða sameiginlegra átaksverkefna. Í þinginu er hver flokkur í sínu þingflokksherbergi, sem aðrir koma ekki óboðnir í, og á sitt eigið borð í matsalnum. Þannig er markvisst ýtir undir „við“ / „þið“ kúltúrinn í þinginu. Þess er auk þess sérstaklega gætt að halda minnihlutanum hverju sinni sem mest utan við umræðuna og meirihlutaþingmenn litnir hornauga ef þeir gefa sig of mikið á tal við „andstæðinginn“. Hvernig má það vera, með vitneskju um allar þessar starfsánægjukannanir innan fyrirtækja, að þingið reyni ekki að tileinka sér eitthvað af því sem virkar til að ná betri árangri? Hátt brottfall alþingismanna af þingi gefur sterkar vísbendingar um að þingmönnum líði ekki vel í vinnunni, en hvers vegna næst ekki samstaða um að nýta tíma allra betur og vinna meira saman? Horfum lengra fram í tímann og einbeitum okkur að lausnum. Þingmenn eru starfsmenn þjóðarinnar og þeim ber að vinna fyrir kaupinu og nýta tímann sinn vel eins og hægt er, líkt og allir aðrir starfsmenn.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun