Þingmaður Framsóknar greiðir ekki atkvæði með veiðigjaldafrumvarpi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. júní 2013 20:15 Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Nýr þingmaður Framsóknarflokksins mun ekki greiða atkvæða með frumvarpi sjávarútvegsráðherra um tímabundna lækkun veiðigjalda. Ástæðan fyrir þessu eru fjölskyldutengsl hans við eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og hlutur hans í félaginu. Nemendur í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri hafa reiknað áhrif lækkunar á sérstöku veiðigjaldi sem boðuð er í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. Það var tekið til umfjöllunar á Alþingi á föstudaginn. Útreikningarnir sýna fram á hækkun veiðigjalda hjá útgerðum sem sérhæfa sig í uppsjávarvinnslu, frá 11 prósentum hjá Síldarvinnslunni til 23 prósenta hjá Eskju í Eskifirði.Tillögur ríkisstjórnarinnar um lækkun á sérstöku veiðigjaldi þar sem skattlagning á hvert uppsjávarþorskígildi er aukið.MYND/HEIMILD/HÁSKÓLINN Á AKUREYRIVeiðigjöld lækka hins vegar hjá útgerðum sem stunda botnfiskveiðar. Mest er lækkunin hjá Útgerðarfélagi Akureyrar og Vísi hf., eða um 48 prósent. Svipaða þróun má sjá hjá Ramma, FISK Seafood á Sauðárkróki, Þorbirni hf. í Grindavík og Brim. Í tilfelli Vísis hf. lækkar veiðigjaldið úr tæpum 450 milljónum króna í tæpar 231. Heildarlækkun samkvæmt þessum útreikningum nemur rúmlega 216 milljónum króna.Veiðigjöld lækka hjá útgerðum sem stunda botnfiskveiðar.MYND/HEIMILD/HÁSKÓLINN Á AKUREYRINýr þingmaður Framsóknarflokksins, Páll Jóhann Pálsson, á tæplega 5 prósent hlut í Vísi hf. en hann situr jafnframt í atvinnuveganefnd þar sem sjávarútvegsmál eru meðal annars til umfjöllunar. Faðir hans og nafni, Páll H. Pálsson, stofnaði Vísi árið 1965 er hann í dag formaður stjórnar félagsins. Börn hans eru meðal hluthafa. Páll Jóhann steig í pontu á Alþingi á föstudaginn var og talaði þar fyrir frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þar sagði hann að forsenda aukinnar fjárfestinga í greininni væri meira svigrúm, sem myndi í kjölfarið skapa meiri tekjur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Páll Jóhann að það væri eðlilegt fyrir sig að ræða þessi mál á Alþingi, þó svo að hann sé hluthafi í Vísi hf. Það sé skilda hans að miðla af reynslu sinni sem sjó- og útgerðarmaður. Hann sagði jafnframt að það væri ótækt fyrir sig að tjá sig ekki um málefni sjávarútvegsins á þingi, þar sem hann hafi í kosningabaráttu sinni lagt mikla áherslu á þann árangur sem hann hafi náð í uppbyggingu Vísi hf. og í rekstri smábátaútgerðar síðastliðin áratug. Aðspurður um hvort að hann sé í stöðu til að greiða atkvæði með frumvarpinu sagði Páll Jóhann að hann gerði ekki ráð fyrir að gera það vegna tengsla við fyrirtækið og hagsmuna sinna. Enn fremur sagði hann að ekki hefði komið til greina að kalla til varamanns þegar fyrsta umræða um frumvarpið hófst á föstudaginn. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Nýr þingmaður Framsóknarflokksins mun ekki greiða atkvæða með frumvarpi sjávarútvegsráðherra um tímabundna lækkun veiðigjalda. Ástæðan fyrir þessu eru fjölskyldutengsl hans við eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og hlutur hans í félaginu. Nemendur í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri hafa reiknað áhrif lækkunar á sérstöku veiðigjaldi sem boðuð er í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. Það var tekið til umfjöllunar á Alþingi á föstudaginn. Útreikningarnir sýna fram á hækkun veiðigjalda hjá útgerðum sem sérhæfa sig í uppsjávarvinnslu, frá 11 prósentum hjá Síldarvinnslunni til 23 prósenta hjá Eskju í Eskifirði.Tillögur ríkisstjórnarinnar um lækkun á sérstöku veiðigjaldi þar sem skattlagning á hvert uppsjávarþorskígildi er aukið.MYND/HEIMILD/HÁSKÓLINN Á AKUREYRIVeiðigjöld lækka hins vegar hjá útgerðum sem stunda botnfiskveiðar. Mest er lækkunin hjá Útgerðarfélagi Akureyrar og Vísi hf., eða um 48 prósent. Svipaða þróun má sjá hjá Ramma, FISK Seafood á Sauðárkróki, Þorbirni hf. í Grindavík og Brim. Í tilfelli Vísis hf. lækkar veiðigjaldið úr tæpum 450 milljónum króna í tæpar 231. Heildarlækkun samkvæmt þessum útreikningum nemur rúmlega 216 milljónum króna.Veiðigjöld lækka hjá útgerðum sem stunda botnfiskveiðar.MYND/HEIMILD/HÁSKÓLINN Á AKUREYRINýr þingmaður Framsóknarflokksins, Páll Jóhann Pálsson, á tæplega 5 prósent hlut í Vísi hf. en hann situr jafnframt í atvinnuveganefnd þar sem sjávarútvegsmál eru meðal annars til umfjöllunar. Faðir hans og nafni, Páll H. Pálsson, stofnaði Vísi árið 1965 er hann í dag formaður stjórnar félagsins. Börn hans eru meðal hluthafa. Páll Jóhann steig í pontu á Alþingi á föstudaginn var og talaði þar fyrir frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þar sagði hann að forsenda aukinnar fjárfestinga í greininni væri meira svigrúm, sem myndi í kjölfarið skapa meiri tekjur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Páll Jóhann að það væri eðlilegt fyrir sig að ræða þessi mál á Alþingi, þó svo að hann sé hluthafi í Vísi hf. Það sé skilda hans að miðla af reynslu sinni sem sjó- og útgerðarmaður. Hann sagði jafnframt að það væri ótækt fyrir sig að tjá sig ekki um málefni sjávarútvegsins á þingi, þar sem hann hafi í kosningabaráttu sinni lagt mikla áherslu á þann árangur sem hann hafi náð í uppbyggingu Vísi hf. og í rekstri smábátaútgerðar síðastliðin áratug. Aðspurður um hvort að hann sé í stöðu til að greiða atkvæði með frumvarpinu sagði Páll Jóhann að hann gerði ekki ráð fyrir að gera það vegna tengsla við fyrirtækið og hagsmuna sinna. Enn fremur sagði hann að ekki hefði komið til greina að kalla til varamanns þegar fyrsta umræða um frumvarpið hófst á föstudaginn.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira