Innlent

Þingmenn Bjartrar framtíðar vilja seinka klukkunni

Samúel Karl Ólason skrifar
Með því að seinka klukkunni um klukkustund myndi birta fyrr á Íslandi á veturna.
Með því að seinka klukkunni um klukkustund myndi birta fyrr á Íslandi á veturna. Mynd/GVA
Þingmenn Bjartrar framtíðar vilja seinka klukkunni á Íslandi um klukkustund og fá þannig bjartari morgna.

Í gær lögðu þeir fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar. Þar segir að valin verði hentug tímasetning, innan árs frá samþykkt tillögunnar, til að breyta klukkunni. Þó að lokinni kynningu í þjóðfélaginu.

Í greinargerð segir að miðað við gang sólar sé Ísland rangt skráð og síðan 1968 hafi alltaf verið stillt á sumartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×