Innlent

Þingmenn fengu launahækkun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Allir varaformenn fastanefnda Alþingis fengu 10 prósent, eða um fimmtíu og fimm þúsund króna, launahækkun frá og með síðustu mánaðamótum. Hækkunin leggst ofan á þingfarakaupið sem er 545 þúsund krónur. Launahækkanirnar fengu þeir með sérstökum álagsgreiðslum sem greiddar eru í samræmi við lög um þingfararkaup, en þau lög tóku breytingum um leið og þingsköpum var breytt.

Með breytingum á lögum um þingsköp Alþingis urðu einnig til embætti annars varaformanns og fá þeir sem því embætti gegna um fimm prósent launahækkun eða röskar 27 þúsund krónur. Mörður Árnason og Valgerður Bjarnadóttir, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt til á Alþingi að kjararáði verði falið að ákveða hverjir fái greiddar álagsgreiðslur í stað þess að Alþingi ákveði það sjálft.

Eftir því sem Vísir kemst næst eru nú einungis um 14 þingmenn af 63 sem fá engar greiðslur ofan á þingfarakaupið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×