Þingmenn fjögurra flokka vilja áfengi í verslanir Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. febrúar 2017 18:30 Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. Vísir/Ernir Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. Þá verður staða innlendra og erlendra aðila jöfnuð þegar að kemur að auglýsingu áfengis. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag en þingmenn frá Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Bjartri framtíð og Pírötum eru flutningsmenn þess. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir að verði það að lögum verði einokunarverslun ríkisins á áfengi hætt og smásölum gert heimilt að selja það frá og með næstu áramótum.Bæði léttvín og sterkt vín? „Já, allt áfengi. En þó með vissum skilyrðum,” segir Teitur. Þannig sé gert ráð fyrir að áfengi verði afmarkað í tilteknu rými í verslunum eða þá í sérverslun. Þá verða einnig reglur um afgreiðslutíma.Því hefur verið haldið fram að aukið aðgengi að áfengi leiði til meiri áfengisneyslu. Er ástæða til að hafa áhyggjur af því? „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af óhóflegri neyslu áfengis og skaðlegri áhrifum áfengis í samfélaginu,” segir Teitur.Teitur Björn EinarssonVísir/ErnirMeira í forvarnir Frumvarpið geri ekki ráð fyrir neinum breytingum á lýðheilsustefnu stjórnvalda. Þá sé gert ráð fyrir meira fjármagni í forvarnir. „Það er eitt stórt atriði í þessu frumvarpi að hlutfall áfengisgjalds sem renni í Lýðheilsusjóð aukist úr einu prósenti af innheimtu áfengisgjaldi í fimm prósent. Þannig að stórauknum fjármunum verði varið í þennan málaflokk,” segir Teitur. Verði frumvarpið að lögum fellur á-ið í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins niður. Hins vegar er ekki lögð til nein breyting á verslun með tóbak.Jafna stöðu við auglýsingu áfengis Teitur segir frumvarpið að uppistöðu til það sama og lagt var fram á síðasta kjörtímabili. Þó eru gerðar ýmsar breytingar, meðal annars yrði staða innlendra og erlendra aðila jöfnuð þegar að kemur að auglýsingu áfengis. „Áfengisauglýsingar eru í dag heimilar, ef svo má segja, það er raunveruleikinn. En mismununin er sú að innlendir aðilar geta ekki auglýst í innlendum fjölmiðlum. Og við erum að taka á því og viðurkenna þann raunveruleika að það er ekki lengur hægt að mismuna aðilum hér innanlands með þessum hætti,” segir Teitur. Færa verslunarhætti með áfengi í nútímalegra horf Frumvarp um sölu áfengis í verslunum var lagt fram á Alþingi bæði árið 2014 og 2015 en í hvorugt skipti fékk málið efnislega meðferð.Hvers vegna telur þú að þetta frumvarp muni ekki hljóta sömu örlög? „Í fyrsta lagi má segja kannski að niðurstöður kosninga endurspegli ákveðnar breytingar hér í þinginu. Meðflutningsmenn mínir að þessu frumvarpi eru átta úr fjórum flokkum,” segir Teitur og telur því að nokkuð breiður stuðningur sé við málið á þingi. „Fyrst og síðast að þá er þetta kannski tímabær kerfisbreyting um að færa verslunarhætti með áfengi í nútímalegra horf,” segir Teitur. Alþingi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira
Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. Þá verður staða innlendra og erlendra aðila jöfnuð þegar að kemur að auglýsingu áfengis. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag en þingmenn frá Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Bjartri framtíð og Pírötum eru flutningsmenn þess. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir að verði það að lögum verði einokunarverslun ríkisins á áfengi hætt og smásölum gert heimilt að selja það frá og með næstu áramótum.Bæði léttvín og sterkt vín? „Já, allt áfengi. En þó með vissum skilyrðum,” segir Teitur. Þannig sé gert ráð fyrir að áfengi verði afmarkað í tilteknu rými í verslunum eða þá í sérverslun. Þá verða einnig reglur um afgreiðslutíma.Því hefur verið haldið fram að aukið aðgengi að áfengi leiði til meiri áfengisneyslu. Er ástæða til að hafa áhyggjur af því? „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af óhóflegri neyslu áfengis og skaðlegri áhrifum áfengis í samfélaginu,” segir Teitur.Teitur Björn EinarssonVísir/ErnirMeira í forvarnir Frumvarpið geri ekki ráð fyrir neinum breytingum á lýðheilsustefnu stjórnvalda. Þá sé gert ráð fyrir meira fjármagni í forvarnir. „Það er eitt stórt atriði í þessu frumvarpi að hlutfall áfengisgjalds sem renni í Lýðheilsusjóð aukist úr einu prósenti af innheimtu áfengisgjaldi í fimm prósent. Þannig að stórauknum fjármunum verði varið í þennan málaflokk,” segir Teitur. Verði frumvarpið að lögum fellur á-ið í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins niður. Hins vegar er ekki lögð til nein breyting á verslun með tóbak.Jafna stöðu við auglýsingu áfengis Teitur segir frumvarpið að uppistöðu til það sama og lagt var fram á síðasta kjörtímabili. Þó eru gerðar ýmsar breytingar, meðal annars yrði staða innlendra og erlendra aðila jöfnuð þegar að kemur að auglýsingu áfengis. „Áfengisauglýsingar eru í dag heimilar, ef svo má segja, það er raunveruleikinn. En mismununin er sú að innlendir aðilar geta ekki auglýst í innlendum fjölmiðlum. Og við erum að taka á því og viðurkenna þann raunveruleika að það er ekki lengur hægt að mismuna aðilum hér innanlands með þessum hætti,” segir Teitur. Færa verslunarhætti með áfengi í nútímalegra horf Frumvarp um sölu áfengis í verslunum var lagt fram á Alþingi bæði árið 2014 og 2015 en í hvorugt skipti fékk málið efnislega meðferð.Hvers vegna telur þú að þetta frumvarp muni ekki hljóta sömu örlög? „Í fyrsta lagi má segja kannski að niðurstöður kosninga endurspegli ákveðnar breytingar hér í þinginu. Meðflutningsmenn mínir að þessu frumvarpi eru átta úr fjórum flokkum,” segir Teitur og telur því að nokkuð breiður stuðningur sé við málið á þingi. „Fyrst og síðast að þá er þetta kannski tímabær kerfisbreyting um að færa verslunarhætti með áfengi í nútímalegra horf,” segir Teitur.
Alþingi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira