Þjóðaratkvæði um framhald viðræðna "ákaflega ólíklegt" Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. nóvember 2011 12:00 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir ákaflega ólíklegt að áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið verði borið undir þjóðaratkvæði verði viðræðum ekki lokið eftir kosningarnar 2013, eins og Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði um helgina. Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál sem samþykkt var á landsfundi í gær segir að gera skuli „hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Áður en þessi ályktun var samþykkt höfðu landsfundarfulltrúar fellt tvær breytingartillögur sem gengu nokkuð lengra og fjölluðu um að draga bæri aðildarumsókn til baka. Þrátt fyrir það er ályktun flokksins býsna skýr og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist bundinn af henni færi hann í ríkisstjórn. Það þýðir að verði það niðurstaðan mun hann setja áframhald aðildarviðræðna í dóm þjóðarinnar verði þeim ekki lokið eftir þingkosningarnar 2013.Of snemmt að pæla í stjórnarmyndun eftir kosningar Fréttastofa bar ályktun landsfundar undir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Ef, og ég endurtek, ef svo fer að þessir tveir flokkar mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar 2013, gæti Samfylkingin farið í slíkt samstarf ef Sjálfstæðisflokkurinn gerði kröfu um að bera áframhald aðildarviðræðna í þjóðaratkvæði? „Mér finnst það ákaflega ólíklegt, nema að því leytinu til að ef við verðum komin það langt með aðildarviðræðurnar að það beinlínis sé næsta skref að bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði þá getur það að ýmsu leyti fallið saman. En ég tel að það sé alltof snemmt að pæla í einhverju sem varðar ríkisstjórn eftir kosningar. Við ætlum að klára þetta fyrst og ég ætla uppfylla það hlutverk sem Alþingi fól mér að koma heim með samning sem þjóðin fær að kjósa um. Þessi niðurstaða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur heldur styrkt þá stöðu því flokkurinn kolfellur ekki eina, heldur tvær tillögur, um að slíta viðræðunum," segir Össur. Hann segir að enn sé raunhæft að stefna að því að ljúka viðræðunum fyrir kosningarnar 2013. „Ég hef nú aldrei gefið sjálfur út neinar tímasetningar en stækkunarstjóri Evrópusambandsins sem hér var á ferð, hann taldi að það væri raunhæft markmið að reyna að ljúka viðræðum fyrir kosningar. Hvort að það tekst, það verður tíminn að leiða í ljós, en viðræðurnar ganga vel. Þær eru á áætlun. Það sem skiptir mestu fyrir okkur er að ná að opna kafla um landbúnað og fiskveiðar því ég tel að við þurfum mikinn tíma til að ljúka þeim. Ég er mjög bjartsýnn á þetta," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Tillaga Tómasar Inga kolfelld - vilja samt hlé á aðildarviðræðum Tillaga Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, var felld. Hann lagði fram breytingartillögu sem gekk út á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Alls greiddu 1026 atkvæði. Já sögðu 355. Nei sögðu 665. Auðir og ógildir seðlar voru sex. Því var tillaga Tómasar Inga felld með miklum meirihluta. 20. nóvember 2011 14:44 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir ákaflega ólíklegt að áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið verði borið undir þjóðaratkvæði verði viðræðum ekki lokið eftir kosningarnar 2013, eins og Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði um helgina. Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál sem samþykkt var á landsfundi í gær segir að gera skuli „hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Áður en þessi ályktun var samþykkt höfðu landsfundarfulltrúar fellt tvær breytingartillögur sem gengu nokkuð lengra og fjölluðu um að draga bæri aðildarumsókn til baka. Þrátt fyrir það er ályktun flokksins býsna skýr og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist bundinn af henni færi hann í ríkisstjórn. Það þýðir að verði það niðurstaðan mun hann setja áframhald aðildarviðræðna í dóm þjóðarinnar verði þeim ekki lokið eftir þingkosningarnar 2013.Of snemmt að pæla í stjórnarmyndun eftir kosningar Fréttastofa bar ályktun landsfundar undir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Ef, og ég endurtek, ef svo fer að þessir tveir flokkar mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar 2013, gæti Samfylkingin farið í slíkt samstarf ef Sjálfstæðisflokkurinn gerði kröfu um að bera áframhald aðildarviðræðna í þjóðaratkvæði? „Mér finnst það ákaflega ólíklegt, nema að því leytinu til að ef við verðum komin það langt með aðildarviðræðurnar að það beinlínis sé næsta skref að bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði þá getur það að ýmsu leyti fallið saman. En ég tel að það sé alltof snemmt að pæla í einhverju sem varðar ríkisstjórn eftir kosningar. Við ætlum að klára þetta fyrst og ég ætla uppfylla það hlutverk sem Alþingi fól mér að koma heim með samning sem þjóðin fær að kjósa um. Þessi niðurstaða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur heldur styrkt þá stöðu því flokkurinn kolfellur ekki eina, heldur tvær tillögur, um að slíta viðræðunum," segir Össur. Hann segir að enn sé raunhæft að stefna að því að ljúka viðræðunum fyrir kosningarnar 2013. „Ég hef nú aldrei gefið sjálfur út neinar tímasetningar en stækkunarstjóri Evrópusambandsins sem hér var á ferð, hann taldi að það væri raunhæft markmið að reyna að ljúka viðræðum fyrir kosningar. Hvort að það tekst, það verður tíminn að leiða í ljós, en viðræðurnar ganga vel. Þær eru á áætlun. Það sem skiptir mestu fyrir okkur er að ná að opna kafla um landbúnað og fiskveiðar því ég tel að við þurfum mikinn tíma til að ljúka þeim. Ég er mjög bjartsýnn á þetta," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Tillaga Tómasar Inga kolfelld - vilja samt hlé á aðildarviðræðum Tillaga Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, var felld. Hann lagði fram breytingartillögu sem gekk út á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Alls greiddu 1026 atkvæði. Já sögðu 355. Nei sögðu 665. Auðir og ógildir seðlar voru sex. Því var tillaga Tómasar Inga felld með miklum meirihluta. 20. nóvember 2011 14:44 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Tillaga Tómasar Inga kolfelld - vilja samt hlé á aðildarviðræðum Tillaga Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, var felld. Hann lagði fram breytingartillögu sem gekk út á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Alls greiddu 1026 atkvæði. Já sögðu 355. Nei sögðu 665. Auðir og ógildir seðlar voru sex. Því var tillaga Tómasar Inga felld með miklum meirihluta. 20. nóvember 2011 14:44