Innlent

Þjóðarsálin orsakavaldur í hruninu

Jakob Bjarnar skrifar
Eiríkur Bergmann. Íslendingar geta reynst viðkvæmir fyrir því hvað sagt er um þá á útlensku.
Eiríkur Bergmann. Íslendingar geta reynst viðkvæmir fyrir því hvað sagt er um þá á útlensku.
Eiríkur Bergmann, prófessor á Bifröst, sendir frá sér bók um íslenska efnahagslífið; uppgang, hrun og endurreisn og kemur hún út á þriðjudaginn næsta. Bókin heitir Iceland and the International Financial Crisis. Hætt er við að hárin rísi á á ýmsum -- þar er dregin upp sú mynd að þjóðarsálin hafi haft sitt að segja um hrunið.

Bókin kemur út á þriðjudaginn og það er Palgrave Macmillan sem gefur út, eitthvert stærsta útgáfufyrirtæki á heimsvísu í þessum efnum. Eiríkur segist hafa skrifað bókina á einu ári en hann hafi verið fimm ár að vinna að henni. Nú er það svo að Íslendingar geta reynst viðkvæmir fyrir því sem sagt er um þá á útlensku, um það vitna dæmin og Eiríkur gerir ráð fyrir því að bókin muni valda usla. „Já, allt eins. Þetta er ný sýn á eðli íslensks efnahagslífs sem er alls óvíst að allir verði sáttir við.“

Ekkert er gefið upp um hverjir verða líklegastir til að reiðast. „Ég set fram þá kenningu að það megi skýra uppgang, hrun og endurreisn íslensks efnahagslífs út frá pólitískri sjálfsmynd þjóðarinnar sem þróaðist í sjálfstæðisbaráttu.“

Eiríkur telur bókina eiga full erindi hér heima líka þó hún sé skrifuð til að útskýra Íslandshrunið fyrir útlendingum. En ekki hefur verið samið um að bókin komi út á íslensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×