Þjóðgarðsvörður Vatnajökuls-þjóðgarðs á villigötum Guðmundur G. Kristinsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Í grein í Fréttablaðinu 29. október 2011 setur Snorri Baldursson, þjóðgarðsvörður á Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, fram ótrúlegar dylgjur um Ferðaklúbbinn 4x4 og gerir félagsmönnum klúbbsins það upp að þeir skælist yfir land utanvega til að GPS-ferlar eftir þá séu skilgreindir sem vegir. Þetta eru rangar og ærumeiðandi fullyrðingar um meðlimi Ferðaklúbbsins 4x4 sem endurspegla ótrúlega þröngsýni og vanþekkingu á starfsemi og baráttumálum Ferðaklúbbsins 4x4 varðandi eðlilegt ferðafrelsi ásamt áralangri baráttu gegn utanvegaakstri og ábyrgri ferðamennsku á hálendinu. Ferðaklúbburinn 4x4 stendur árlega fyrir mörgum nýliðaferðum fyrir fólk á óbreyttum bílum sem vill ferðast um hálendið á ábyrgan hátt og námskeiðum um ábyrga ferðamennsku á fjöllum. Ferðaklúbburinn 4x4 hefur einnig með samstarfi við Landmælingar Íslands lyft grettistaki í að ferla vegi á hálendinu til að leggja grunn að ábyrgum akstri þar. Snorri talar um að ekki sé verið að loka hálendinu, en hvað með Vikrafellsleið og Vonarskarð sem hafa verið eknar sem þjóðleiðir í meira en 60 ár eða löngu áður en GPS-tæki voru til. Að loka þessum vegum án vísindalegra raka eða með tilvísun í náttúruverndun kallar hann að siðvæða ferðamennsku og færa hana inn í 20 öldina. „Siðvæðing“ þjóðgarðsvarðarins er sérstök gerð af uppeldi. Snorri sem vill nútímavæða ferðamátann ætti að hugleiða nútíma uppeldisaðferðir, nefnilega að leyfa, hvetja og leiðbeina, en ekki loka, banna og refsa. Snorri setur fram spurningu um hvort Ferðaklúbburinn 4x4 ætli ekki berjast fyrir því að opnaðir verði 20-30 slóðar við Lakagíga. Þar er velheppnuð hringleið sem skemmtilegt er að ferðast um og þjóðgarðsvörðurinn veit, eða ætti að vita að Ferðaklúbburinn 4x4 hefur eingöngu verið að mótmæla lokunum vega án raunverulegra röksemda og það hefur ekkert með Lakagíga að gera. Þau rök sem stjórnvöld oftast nota fyrir lokunum á vegum byggjast á tilfinningalegum forsendum um að umferð bíla trufli göngufólk (Vonarskarð) eða að verið sé að uppfylla það sem kallað er ósnortin víðerni (Vikrafellsleið) sem þjónar þeim tilgangi að falla inn í einhverjar alþjóðlegar skilgreiningar sem ekki passa hér á landi. Snorri tengir frumkvöðla í ferðamennsku fyrri tíma, Guðmund Jónasson, Pál Arason og Jón Sigurgeirsson, við umhverfissóðaskap og að þeir hafi á þessum tíma ekið yfir holt og hæðir og hellt niður olíu um allar jarðir. Skoðanir þjóðgarðsvarðarins á fyrri kynslóðum eru í besta falli fordómar og móðgun við þá aðila og afkomendur þeirra og sýnir í hnotskurn að hann telur að ekki aðeins fólk sem nýtir ákveðinn ferðamáta sé betra fólk en annað, heldur að ákveðnar kynslóðir séu betri en aðrar. Ferðaklúbburinn 4x4 er hagsmunasamtök sem berjast fyrir eðlilegu og skynsamlegu ferðafrelsi fyrir hinn almenna ferðamann um hálendi Íslands og leggja áherslu á innleiðingu á ábyrgri ferðamennsku hér á landi. Hér er listi yfir nokkra þætti sem klúbburinn hefur komið að og tengjast ábyrgri ferðamennsku á hálendinu og náttúruvernd: l Ferðaklúbburinn 4x4 stendur árlega fyrir námskeiðum og nýliðaferðum fyrir fólk á óbreyttum og lítið breyttum bílum þar sem áhersla er lögð á að kenna fólki að ferðast af ábyrgð um hálendið.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur ávallt verið tilbúinn til samstarfs í málum sem snúa að útivist og jeppamennsku. Sú vinna félagsmanna með opinberu starfsfólki hefur verið launalaus, í sjálfboðavinnu og oft á vinnutíma.Félagar í Ferðaklúbbnum 4x4 hafa í eigin tíma stikað hálendisleiðir, málað stikur og merkt og klúbburinn greitt stikur og efni.Ferðaklúbburinn 4x4 lagði til gögn um hvað þyrfti að mæla á hálendinu og félagsmenn mældu hálendið með Landmælingum og eyddu í verkefnið mörg þúsund klukkustundum.Ferðaklúbburinn 4x4 lagði til vegagögn vegna stækkunarferlis friðlandsins í Þjórsárverum, gögn um öll mannvirki og skilgreiningar á öllum slóðum, tilgang þeirra og tilurð.Ferðaklúbburinn 4x4 kom með raunhæfar tillögur um hvaða vegslóðum bæri að loka innan friðlands í Þjórsárverum.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur gefið út bæklinga gegn utanvegaakstri og lagt fjármagn í slík verkefni hjá öðrum.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur styrkt hálendisgæslu Landsbjargar.Ferðaklúbburinn 4x4 rekur með miklum kostnaði VHF-fjarskiptakerfið sem allir geta nýtt til skemmtunar og í öryggisskyni.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur tekið þátt í landgræðslu í Þórsmörk, Hekluskógum og víðar.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur fengið landgræðsluverðlaun.Ferðaklúbburinn 4x4 er aðili að Landvernd. Það er óskiljanlegt hvað Snorra Baldurssyni þjóðgarðsverði gengur til með að tengja Ferðaklúbbinn 4x4 við þá þætti sem hann nefnir í sinni grein og ganga þvert gegn því starfi sem klúbburinn stendur fyrir. Samgöngunefnd Vatnajökulsþjóðgarðs hefur nú lokið störfum þar sem deilumál hafa verið rædd. Nefndin hefur skilað niðurstöðum til stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og það er óskandi að stjórn þjóðgarðsins taki jákvætt í þær tillögur og leggi þar með grunn að góðri sátt um garðinn. Líklega eru fáir ákafari um slíka sátt en félagsmenn Ferðaklúbbsins 4x4. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 29. október 2011 setur Snorri Baldursson, þjóðgarðsvörður á Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, fram ótrúlegar dylgjur um Ferðaklúbbinn 4x4 og gerir félagsmönnum klúbbsins það upp að þeir skælist yfir land utanvega til að GPS-ferlar eftir þá séu skilgreindir sem vegir. Þetta eru rangar og ærumeiðandi fullyrðingar um meðlimi Ferðaklúbbsins 4x4 sem endurspegla ótrúlega þröngsýni og vanþekkingu á starfsemi og baráttumálum Ferðaklúbbsins 4x4 varðandi eðlilegt ferðafrelsi ásamt áralangri baráttu gegn utanvegaakstri og ábyrgri ferðamennsku á hálendinu. Ferðaklúbburinn 4x4 stendur árlega fyrir mörgum nýliðaferðum fyrir fólk á óbreyttum bílum sem vill ferðast um hálendið á ábyrgan hátt og námskeiðum um ábyrga ferðamennsku á fjöllum. Ferðaklúbburinn 4x4 hefur einnig með samstarfi við Landmælingar Íslands lyft grettistaki í að ferla vegi á hálendinu til að leggja grunn að ábyrgum akstri þar. Snorri talar um að ekki sé verið að loka hálendinu, en hvað með Vikrafellsleið og Vonarskarð sem hafa verið eknar sem þjóðleiðir í meira en 60 ár eða löngu áður en GPS-tæki voru til. Að loka þessum vegum án vísindalegra raka eða með tilvísun í náttúruverndun kallar hann að siðvæða ferðamennsku og færa hana inn í 20 öldina. „Siðvæðing“ þjóðgarðsvarðarins er sérstök gerð af uppeldi. Snorri sem vill nútímavæða ferðamátann ætti að hugleiða nútíma uppeldisaðferðir, nefnilega að leyfa, hvetja og leiðbeina, en ekki loka, banna og refsa. Snorri setur fram spurningu um hvort Ferðaklúbburinn 4x4 ætli ekki berjast fyrir því að opnaðir verði 20-30 slóðar við Lakagíga. Þar er velheppnuð hringleið sem skemmtilegt er að ferðast um og þjóðgarðsvörðurinn veit, eða ætti að vita að Ferðaklúbburinn 4x4 hefur eingöngu verið að mótmæla lokunum vega án raunverulegra röksemda og það hefur ekkert með Lakagíga að gera. Þau rök sem stjórnvöld oftast nota fyrir lokunum á vegum byggjast á tilfinningalegum forsendum um að umferð bíla trufli göngufólk (Vonarskarð) eða að verið sé að uppfylla það sem kallað er ósnortin víðerni (Vikrafellsleið) sem þjónar þeim tilgangi að falla inn í einhverjar alþjóðlegar skilgreiningar sem ekki passa hér á landi. Snorri tengir frumkvöðla í ferðamennsku fyrri tíma, Guðmund Jónasson, Pál Arason og Jón Sigurgeirsson, við umhverfissóðaskap og að þeir hafi á þessum tíma ekið yfir holt og hæðir og hellt niður olíu um allar jarðir. Skoðanir þjóðgarðsvarðarins á fyrri kynslóðum eru í besta falli fordómar og móðgun við þá aðila og afkomendur þeirra og sýnir í hnotskurn að hann telur að ekki aðeins fólk sem nýtir ákveðinn ferðamáta sé betra fólk en annað, heldur að ákveðnar kynslóðir séu betri en aðrar. Ferðaklúbburinn 4x4 er hagsmunasamtök sem berjast fyrir eðlilegu og skynsamlegu ferðafrelsi fyrir hinn almenna ferðamann um hálendi Íslands og leggja áherslu á innleiðingu á ábyrgri ferðamennsku hér á landi. Hér er listi yfir nokkra þætti sem klúbburinn hefur komið að og tengjast ábyrgri ferðamennsku á hálendinu og náttúruvernd: l Ferðaklúbburinn 4x4 stendur árlega fyrir námskeiðum og nýliðaferðum fyrir fólk á óbreyttum og lítið breyttum bílum þar sem áhersla er lögð á að kenna fólki að ferðast af ábyrgð um hálendið.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur ávallt verið tilbúinn til samstarfs í málum sem snúa að útivist og jeppamennsku. Sú vinna félagsmanna með opinberu starfsfólki hefur verið launalaus, í sjálfboðavinnu og oft á vinnutíma.Félagar í Ferðaklúbbnum 4x4 hafa í eigin tíma stikað hálendisleiðir, málað stikur og merkt og klúbburinn greitt stikur og efni.Ferðaklúbburinn 4x4 lagði til gögn um hvað þyrfti að mæla á hálendinu og félagsmenn mældu hálendið með Landmælingum og eyddu í verkefnið mörg þúsund klukkustundum.Ferðaklúbburinn 4x4 lagði til vegagögn vegna stækkunarferlis friðlandsins í Þjórsárverum, gögn um öll mannvirki og skilgreiningar á öllum slóðum, tilgang þeirra og tilurð.Ferðaklúbburinn 4x4 kom með raunhæfar tillögur um hvaða vegslóðum bæri að loka innan friðlands í Þjórsárverum.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur gefið út bæklinga gegn utanvegaakstri og lagt fjármagn í slík verkefni hjá öðrum.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur styrkt hálendisgæslu Landsbjargar.Ferðaklúbburinn 4x4 rekur með miklum kostnaði VHF-fjarskiptakerfið sem allir geta nýtt til skemmtunar og í öryggisskyni.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur tekið þátt í landgræðslu í Þórsmörk, Hekluskógum og víðar.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur fengið landgræðsluverðlaun.Ferðaklúbburinn 4x4 er aðili að Landvernd. Það er óskiljanlegt hvað Snorra Baldurssyni þjóðgarðsverði gengur til með að tengja Ferðaklúbbinn 4x4 við þá þætti sem hann nefnir í sinni grein og ganga þvert gegn því starfi sem klúbburinn stendur fyrir. Samgöngunefnd Vatnajökulsþjóðgarðs hefur nú lokið störfum þar sem deilumál hafa verið rædd. Nefndin hefur skilað niðurstöðum til stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og það er óskandi að stjórn þjóðgarðsins taki jákvætt í þær tillögur og leggi þar með grunn að góðri sátt um garðinn. Líklega eru fáir ákafari um slíka sátt en félagsmenn Ferðaklúbbsins 4x4.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun