Þjóðgarðsvörður Vatnajökuls-þjóðgarðs á villigötum Guðmundur G. Kristinsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Í grein í Fréttablaðinu 29. október 2011 setur Snorri Baldursson, þjóðgarðsvörður á Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, fram ótrúlegar dylgjur um Ferðaklúbbinn 4x4 og gerir félagsmönnum klúbbsins það upp að þeir skælist yfir land utanvega til að GPS-ferlar eftir þá séu skilgreindir sem vegir. Þetta eru rangar og ærumeiðandi fullyrðingar um meðlimi Ferðaklúbbsins 4x4 sem endurspegla ótrúlega þröngsýni og vanþekkingu á starfsemi og baráttumálum Ferðaklúbbsins 4x4 varðandi eðlilegt ferðafrelsi ásamt áralangri baráttu gegn utanvegaakstri og ábyrgri ferðamennsku á hálendinu. Ferðaklúbburinn 4x4 stendur árlega fyrir mörgum nýliðaferðum fyrir fólk á óbreyttum bílum sem vill ferðast um hálendið á ábyrgan hátt og námskeiðum um ábyrga ferðamennsku á fjöllum. Ferðaklúbburinn 4x4 hefur einnig með samstarfi við Landmælingar Íslands lyft grettistaki í að ferla vegi á hálendinu til að leggja grunn að ábyrgum akstri þar. Snorri talar um að ekki sé verið að loka hálendinu, en hvað með Vikrafellsleið og Vonarskarð sem hafa verið eknar sem þjóðleiðir í meira en 60 ár eða löngu áður en GPS-tæki voru til. Að loka þessum vegum án vísindalegra raka eða með tilvísun í náttúruverndun kallar hann að siðvæða ferðamennsku og færa hana inn í 20 öldina. „Siðvæðing“ þjóðgarðsvarðarins er sérstök gerð af uppeldi. Snorri sem vill nútímavæða ferðamátann ætti að hugleiða nútíma uppeldisaðferðir, nefnilega að leyfa, hvetja og leiðbeina, en ekki loka, banna og refsa. Snorri setur fram spurningu um hvort Ferðaklúbburinn 4x4 ætli ekki berjast fyrir því að opnaðir verði 20-30 slóðar við Lakagíga. Þar er velheppnuð hringleið sem skemmtilegt er að ferðast um og þjóðgarðsvörðurinn veit, eða ætti að vita að Ferðaklúbburinn 4x4 hefur eingöngu verið að mótmæla lokunum vega án raunverulegra röksemda og það hefur ekkert með Lakagíga að gera. Þau rök sem stjórnvöld oftast nota fyrir lokunum á vegum byggjast á tilfinningalegum forsendum um að umferð bíla trufli göngufólk (Vonarskarð) eða að verið sé að uppfylla það sem kallað er ósnortin víðerni (Vikrafellsleið) sem þjónar þeim tilgangi að falla inn í einhverjar alþjóðlegar skilgreiningar sem ekki passa hér á landi. Snorri tengir frumkvöðla í ferðamennsku fyrri tíma, Guðmund Jónasson, Pál Arason og Jón Sigurgeirsson, við umhverfissóðaskap og að þeir hafi á þessum tíma ekið yfir holt og hæðir og hellt niður olíu um allar jarðir. Skoðanir þjóðgarðsvarðarins á fyrri kynslóðum eru í besta falli fordómar og móðgun við þá aðila og afkomendur þeirra og sýnir í hnotskurn að hann telur að ekki aðeins fólk sem nýtir ákveðinn ferðamáta sé betra fólk en annað, heldur að ákveðnar kynslóðir séu betri en aðrar. Ferðaklúbburinn 4x4 er hagsmunasamtök sem berjast fyrir eðlilegu og skynsamlegu ferðafrelsi fyrir hinn almenna ferðamann um hálendi Íslands og leggja áherslu á innleiðingu á ábyrgri ferðamennsku hér á landi. Hér er listi yfir nokkra þætti sem klúbburinn hefur komið að og tengjast ábyrgri ferðamennsku á hálendinu og náttúruvernd: l Ferðaklúbburinn 4x4 stendur árlega fyrir námskeiðum og nýliðaferðum fyrir fólk á óbreyttum og lítið breyttum bílum þar sem áhersla er lögð á að kenna fólki að ferðast af ábyrgð um hálendið.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur ávallt verið tilbúinn til samstarfs í málum sem snúa að útivist og jeppamennsku. Sú vinna félagsmanna með opinberu starfsfólki hefur verið launalaus, í sjálfboðavinnu og oft á vinnutíma.Félagar í Ferðaklúbbnum 4x4 hafa í eigin tíma stikað hálendisleiðir, málað stikur og merkt og klúbburinn greitt stikur og efni.Ferðaklúbburinn 4x4 lagði til gögn um hvað þyrfti að mæla á hálendinu og félagsmenn mældu hálendið með Landmælingum og eyddu í verkefnið mörg þúsund klukkustundum.Ferðaklúbburinn 4x4 lagði til vegagögn vegna stækkunarferlis friðlandsins í Þjórsárverum, gögn um öll mannvirki og skilgreiningar á öllum slóðum, tilgang þeirra og tilurð.Ferðaklúbburinn 4x4 kom með raunhæfar tillögur um hvaða vegslóðum bæri að loka innan friðlands í Þjórsárverum.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur gefið út bæklinga gegn utanvegaakstri og lagt fjármagn í slík verkefni hjá öðrum.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur styrkt hálendisgæslu Landsbjargar.Ferðaklúbburinn 4x4 rekur með miklum kostnaði VHF-fjarskiptakerfið sem allir geta nýtt til skemmtunar og í öryggisskyni.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur tekið þátt í landgræðslu í Þórsmörk, Hekluskógum og víðar.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur fengið landgræðsluverðlaun.Ferðaklúbburinn 4x4 er aðili að Landvernd. Það er óskiljanlegt hvað Snorra Baldurssyni þjóðgarðsverði gengur til með að tengja Ferðaklúbbinn 4x4 við þá þætti sem hann nefnir í sinni grein og ganga þvert gegn því starfi sem klúbburinn stendur fyrir. Samgöngunefnd Vatnajökulsþjóðgarðs hefur nú lokið störfum þar sem deilumál hafa verið rædd. Nefndin hefur skilað niðurstöðum til stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og það er óskandi að stjórn þjóðgarðsins taki jákvætt í þær tillögur og leggi þar með grunn að góðri sátt um garðinn. Líklega eru fáir ákafari um slíka sátt en félagsmenn Ferðaklúbbsins 4x4. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 29. október 2011 setur Snorri Baldursson, þjóðgarðsvörður á Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, fram ótrúlegar dylgjur um Ferðaklúbbinn 4x4 og gerir félagsmönnum klúbbsins það upp að þeir skælist yfir land utanvega til að GPS-ferlar eftir þá séu skilgreindir sem vegir. Þetta eru rangar og ærumeiðandi fullyrðingar um meðlimi Ferðaklúbbsins 4x4 sem endurspegla ótrúlega þröngsýni og vanþekkingu á starfsemi og baráttumálum Ferðaklúbbsins 4x4 varðandi eðlilegt ferðafrelsi ásamt áralangri baráttu gegn utanvegaakstri og ábyrgri ferðamennsku á hálendinu. Ferðaklúbburinn 4x4 stendur árlega fyrir mörgum nýliðaferðum fyrir fólk á óbreyttum bílum sem vill ferðast um hálendið á ábyrgan hátt og námskeiðum um ábyrga ferðamennsku á fjöllum. Ferðaklúbburinn 4x4 hefur einnig með samstarfi við Landmælingar Íslands lyft grettistaki í að ferla vegi á hálendinu til að leggja grunn að ábyrgum akstri þar. Snorri talar um að ekki sé verið að loka hálendinu, en hvað með Vikrafellsleið og Vonarskarð sem hafa verið eknar sem þjóðleiðir í meira en 60 ár eða löngu áður en GPS-tæki voru til. Að loka þessum vegum án vísindalegra raka eða með tilvísun í náttúruverndun kallar hann að siðvæða ferðamennsku og færa hana inn í 20 öldina. „Siðvæðing“ þjóðgarðsvarðarins er sérstök gerð af uppeldi. Snorri sem vill nútímavæða ferðamátann ætti að hugleiða nútíma uppeldisaðferðir, nefnilega að leyfa, hvetja og leiðbeina, en ekki loka, banna og refsa. Snorri setur fram spurningu um hvort Ferðaklúbburinn 4x4 ætli ekki berjast fyrir því að opnaðir verði 20-30 slóðar við Lakagíga. Þar er velheppnuð hringleið sem skemmtilegt er að ferðast um og þjóðgarðsvörðurinn veit, eða ætti að vita að Ferðaklúbburinn 4x4 hefur eingöngu verið að mótmæla lokunum vega án raunverulegra röksemda og það hefur ekkert með Lakagíga að gera. Þau rök sem stjórnvöld oftast nota fyrir lokunum á vegum byggjast á tilfinningalegum forsendum um að umferð bíla trufli göngufólk (Vonarskarð) eða að verið sé að uppfylla það sem kallað er ósnortin víðerni (Vikrafellsleið) sem þjónar þeim tilgangi að falla inn í einhverjar alþjóðlegar skilgreiningar sem ekki passa hér á landi. Snorri tengir frumkvöðla í ferðamennsku fyrri tíma, Guðmund Jónasson, Pál Arason og Jón Sigurgeirsson, við umhverfissóðaskap og að þeir hafi á þessum tíma ekið yfir holt og hæðir og hellt niður olíu um allar jarðir. Skoðanir þjóðgarðsvarðarins á fyrri kynslóðum eru í besta falli fordómar og móðgun við þá aðila og afkomendur þeirra og sýnir í hnotskurn að hann telur að ekki aðeins fólk sem nýtir ákveðinn ferðamáta sé betra fólk en annað, heldur að ákveðnar kynslóðir séu betri en aðrar. Ferðaklúbburinn 4x4 er hagsmunasamtök sem berjast fyrir eðlilegu og skynsamlegu ferðafrelsi fyrir hinn almenna ferðamann um hálendi Íslands og leggja áherslu á innleiðingu á ábyrgri ferðamennsku hér á landi. Hér er listi yfir nokkra þætti sem klúbburinn hefur komið að og tengjast ábyrgri ferðamennsku á hálendinu og náttúruvernd: l Ferðaklúbburinn 4x4 stendur árlega fyrir námskeiðum og nýliðaferðum fyrir fólk á óbreyttum og lítið breyttum bílum þar sem áhersla er lögð á að kenna fólki að ferðast af ábyrgð um hálendið.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur ávallt verið tilbúinn til samstarfs í málum sem snúa að útivist og jeppamennsku. Sú vinna félagsmanna með opinberu starfsfólki hefur verið launalaus, í sjálfboðavinnu og oft á vinnutíma.Félagar í Ferðaklúbbnum 4x4 hafa í eigin tíma stikað hálendisleiðir, málað stikur og merkt og klúbburinn greitt stikur og efni.Ferðaklúbburinn 4x4 lagði til gögn um hvað þyrfti að mæla á hálendinu og félagsmenn mældu hálendið með Landmælingum og eyddu í verkefnið mörg þúsund klukkustundum.Ferðaklúbburinn 4x4 lagði til vegagögn vegna stækkunarferlis friðlandsins í Þjórsárverum, gögn um öll mannvirki og skilgreiningar á öllum slóðum, tilgang þeirra og tilurð.Ferðaklúbburinn 4x4 kom með raunhæfar tillögur um hvaða vegslóðum bæri að loka innan friðlands í Þjórsárverum.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur gefið út bæklinga gegn utanvegaakstri og lagt fjármagn í slík verkefni hjá öðrum.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur styrkt hálendisgæslu Landsbjargar.Ferðaklúbburinn 4x4 rekur með miklum kostnaði VHF-fjarskiptakerfið sem allir geta nýtt til skemmtunar og í öryggisskyni.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur tekið þátt í landgræðslu í Þórsmörk, Hekluskógum og víðar.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur fengið landgræðsluverðlaun.Ferðaklúbburinn 4x4 er aðili að Landvernd. Það er óskiljanlegt hvað Snorra Baldurssyni þjóðgarðsverði gengur til með að tengja Ferðaklúbbinn 4x4 við þá þætti sem hann nefnir í sinni grein og ganga þvert gegn því starfi sem klúbburinn stendur fyrir. Samgöngunefnd Vatnajökulsþjóðgarðs hefur nú lokið störfum þar sem deilumál hafa verið rædd. Nefndin hefur skilað niðurstöðum til stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og það er óskandi að stjórn þjóðgarðsins taki jákvætt í þær tillögur og leggi þar með grunn að góðri sátt um garðinn. Líklega eru fáir ákafari um slíka sátt en félagsmenn Ferðaklúbbsins 4x4.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar