Þjóðin klofin í afstöðu til skuldaleiðréttingarinnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Afar skiptar skoðanir virðast vera á skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Þetta má lesa úr nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Niðurstöðurnar sýna að 41 prósent landsmanna er sátt við skuldaleiðréttinguna, 32 prósent segjast ekki vera sátt, 22 prósent segjast vera óákveðin í afstöðu sinni og 5 prósent svara ekki. Þegar einungis er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnuninni segjast 56 prósent vera sátt við skuldaleiðréttinguna en 44 prósent segjast ekki vera sátt við hana. Þegar svörin eru greind eftir aldri sést að þeir sem eru eldri eru mun jákvæðari gagnvart leiðréttingunni. Í aldursflokknum 50 ára og eldri segjast 63 prósent vera sátt við leiðréttinguna, en 37 prósent segjast ekki vera sátt. Í aldursflokknum 18 til 49 ára segjast hins vegar 50 prósent vera sátt og 50 prósent segjast ekki vera sátt. Það vekur líka athygli að ánægjan með leiðréttinguna virðist vera minnst í Reykjavík. Þar segjast 47 prósent vera sátt við leiðréttinguna. Í öllum öðrum kjördæmum eru fleiri sáttir en ósáttir. Það þarf ekki að koma á óvart að ánægjan með skuldaleiðréttinguna er langmest á meðal þeirra sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Níutíu og fimm prósent þeirra segjast vera sátt, en einungis 5 prósent ósátt. Áttatíu og fjögur prósent sjálfstæðismanna segjast vera sátt og 16 prósent segjast ekki sátt. Ánægjan er mun minni á meðal stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna. Niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar voru kynntar í Hörpu á mánudaginn og strax þá um miðnætti gat fólk séð hver lækkunin á höfuðstól lána yrði. Skoðanakönnun Fréttablaðsins var gerð 12. og 13. nóvember og var hringt í 1.244 þar til náðist í 800 manns. Það er 64,3 prósenta svarhlutfall. Úrtakið er lagskipt slembiúrtak. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira
Afar skiptar skoðanir virðast vera á skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Þetta má lesa úr nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Niðurstöðurnar sýna að 41 prósent landsmanna er sátt við skuldaleiðréttinguna, 32 prósent segjast ekki vera sátt, 22 prósent segjast vera óákveðin í afstöðu sinni og 5 prósent svara ekki. Þegar einungis er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnuninni segjast 56 prósent vera sátt við skuldaleiðréttinguna en 44 prósent segjast ekki vera sátt við hana. Þegar svörin eru greind eftir aldri sést að þeir sem eru eldri eru mun jákvæðari gagnvart leiðréttingunni. Í aldursflokknum 50 ára og eldri segjast 63 prósent vera sátt við leiðréttinguna, en 37 prósent segjast ekki vera sátt. Í aldursflokknum 18 til 49 ára segjast hins vegar 50 prósent vera sátt og 50 prósent segjast ekki vera sátt. Það vekur líka athygli að ánægjan með leiðréttinguna virðist vera minnst í Reykjavík. Þar segjast 47 prósent vera sátt við leiðréttinguna. Í öllum öðrum kjördæmum eru fleiri sáttir en ósáttir. Það þarf ekki að koma á óvart að ánægjan með skuldaleiðréttinguna er langmest á meðal þeirra sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Níutíu og fimm prósent þeirra segjast vera sátt, en einungis 5 prósent ósátt. Áttatíu og fjögur prósent sjálfstæðismanna segjast vera sátt og 16 prósent segjast ekki sátt. Ánægjan er mun minni á meðal stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna. Niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar voru kynntar í Hörpu á mánudaginn og strax þá um miðnætti gat fólk séð hver lækkunin á höfuðstól lána yrði. Skoðanakönnun Fréttablaðsins var gerð 12. og 13. nóvember og var hringt í 1.244 þar til náðist í 800 manns. Það er 64,3 prósenta svarhlutfall. Úrtakið er lagskipt slembiúrtak.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira