Þjóðkirkja á nýju ári Sr. Þórhallur Heimisson skrifar 20. janúar 2012 06:00 Um áramót er góður siður að stíga á stokk og strengja ný heit, en um leið að líta yfir farinn veg. Árið 2012 var á margan hátt Þjóðkirkjunni erfitt. Og reyndar undanfarnir hátt í tveir áratugir sé allt talið með. Hún hefur verið eins og skip í stormi sem þarf að þola hverja ágjöfina á fætur annarri. Margir kusu að yfirgefa kirkjuna og gagnrýni á hana hefur farið vaxandi. Harðast hefur kirkjan verið gagnrýnd fyrir hvernig hún tók á ásökunum er tengjast Ólafi Skúlasyni biskupi heitnum. Þótti Þjóðkirkjan bregðast sem stofnun er vill vera skjöldur og skjól hinna minni máttar og þeirra er þurfa að sæta ofbeldi. Margir áttu líka erfitt með að taka því þegjandi hversu treg Þjóðkirkjan var að samþykkja jafnræði hjónavígslu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Enn aðrir hafa gagnrýnt Þjóðkirkjuna fyrir skort á lýðræði. Og traustið til hennar hefur minnkað ár frá ári. Þannig mætti lengi telja. Ýmislegt hefur þó verið vel gert sem ekki má gleymast. Þjóðkirkjan tók af skarið og samþykkti ný lög sem leggja að jöfnu hjónavígslu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Enda hefur margt Þjóðkirkjufólk barist fyrir þeim sjálfsögðu mannréttindum um árabil. Og Fagráð Þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota hefur brugðist rétt og vel við þeim erfiðu málum sem upp hafa komið og skapað farveg til úrlausnar og eftirvinnslu. Vinna Fagráðsins mun án efa skila sér til framtíðar í bættum starfsháttum innan Þjóðkirkjunnar í málum er tengjast kynferðisbrotum. Þjóðkirkjan vill vera öruggur staður. Alltaf. Fyrir alla. Nú er nýtt ár að runnið upp, árið 2012. Á margan hátt getur það ár orðið ár endurnýjunar og sátta fyrir Þjóðkirkjuna. Á árinu verður kjörinn nýr vígslubiskup á Hólum og nýr biskup Íslands. Nú verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru á síðasta Kirkjuþingi, þar sem vægi leikmanna er aukið í kosningunum og fjöldi kjörmanna aukinn. Áður fengu aðeins prestar, kennarar Guðfræðideildar og örfáir fleiri að kjósa biskup. Nú kjósa, auk þeirra, djáknar, formenn sóknarnefnda um allt land og varaformenn á höfuðborgarsvæðinu. Lýðræðið fer sem sagt vaxandi innan Þjóðkirkjunnar. Það verður spennandi að sjá hvaða áhrif þetta mun hafa, bæði á sjálft kjörið, en einnig á undirbúning þess og aðdraganda. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í þá átt að auka lýðræðið í kosningum enn frekar innan Þjóðkirkjunnar, á Kirkjuþing og til embætta innan kirkjunnar. Því skiptir miklu máli að vel takist til. Og að til embætta biskupa veljist einstaklingar sem grípi tækifærið til þess að endurreisa traustið á Þjóðkirkjunni meðal þjóðarinnar í samvinnu og samstarfi við einstaklinga og hópa bæði innan og utan Þjóðkirkjunnar. Við þurfum reyndar öll á því að halda að traustið sé endurreist í íslensku samfélagi, en það fór fyrir lítið í kjölfar hrunsins eins og allir vita. Þjóðkirkjan þarf ekki á biskupum að halda sem setja sig í stellingar embættismanna eða ráðuneytisstjóra. Þjóðkirkjan þarf andlega leiðtoga. Og þjóðin þarf sömuleiðis andlega leiðtoga. Leiðtoga sem geta borið smyrsl á sárin. Leiðtoga sem geta sameinað. Leiðtoga sem geta vakið bæði kirkju og þjóð von í brjósti, von og kjark og samstöðu. Kannski verður það stærsta hlutverk nýrra biskupa Þjóðkirkjunnar árið 2012. Að efla samstöðuna og samheldnina og endurvekja traustið. Þvert á trúarskoðanir og kirkjudeildir. Og að finna sáttarlausnir varðandi spurningar sem lengi hefur verið deilt um. Eins og samband ríkis og kirkju. Og samvinnu Þjóðkirkju og annarra kirkjudeilda, safnaða og lífsskoðunarfélaga. Þetta gera auðvitað engir þrír einstaklingar, það er að segja, þrír biskupar. Við öll sem lifum og hrærumst innan Þjóðkirkjunnar verðum að leggja okkar af mörkum til að af slíkri endurreisn geti orðið. En umfram allt biðjum við Guð að efla Þjóðkirkjuna á komandi árum til að verða farvegur friðar, einingar, trausts og samstöðu meðal þjóðarinnar. Því „Ef Drottinn byggir ekki húsið erfiða smiðirnir til ónýtis". (Sálmur 127.1). Guð gefi okkur öllum gleðilegt nýtt ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Um áramót er góður siður að stíga á stokk og strengja ný heit, en um leið að líta yfir farinn veg. Árið 2012 var á margan hátt Þjóðkirkjunni erfitt. Og reyndar undanfarnir hátt í tveir áratugir sé allt talið með. Hún hefur verið eins og skip í stormi sem þarf að þola hverja ágjöfina á fætur annarri. Margir kusu að yfirgefa kirkjuna og gagnrýni á hana hefur farið vaxandi. Harðast hefur kirkjan verið gagnrýnd fyrir hvernig hún tók á ásökunum er tengjast Ólafi Skúlasyni biskupi heitnum. Þótti Þjóðkirkjan bregðast sem stofnun er vill vera skjöldur og skjól hinna minni máttar og þeirra er þurfa að sæta ofbeldi. Margir áttu líka erfitt með að taka því þegjandi hversu treg Þjóðkirkjan var að samþykkja jafnræði hjónavígslu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Enn aðrir hafa gagnrýnt Þjóðkirkjuna fyrir skort á lýðræði. Og traustið til hennar hefur minnkað ár frá ári. Þannig mætti lengi telja. Ýmislegt hefur þó verið vel gert sem ekki má gleymast. Þjóðkirkjan tók af skarið og samþykkti ný lög sem leggja að jöfnu hjónavígslu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Enda hefur margt Þjóðkirkjufólk barist fyrir þeim sjálfsögðu mannréttindum um árabil. Og Fagráð Þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota hefur brugðist rétt og vel við þeim erfiðu málum sem upp hafa komið og skapað farveg til úrlausnar og eftirvinnslu. Vinna Fagráðsins mun án efa skila sér til framtíðar í bættum starfsháttum innan Þjóðkirkjunnar í málum er tengjast kynferðisbrotum. Þjóðkirkjan vill vera öruggur staður. Alltaf. Fyrir alla. Nú er nýtt ár að runnið upp, árið 2012. Á margan hátt getur það ár orðið ár endurnýjunar og sátta fyrir Þjóðkirkjuna. Á árinu verður kjörinn nýr vígslubiskup á Hólum og nýr biskup Íslands. Nú verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru á síðasta Kirkjuþingi, þar sem vægi leikmanna er aukið í kosningunum og fjöldi kjörmanna aukinn. Áður fengu aðeins prestar, kennarar Guðfræðideildar og örfáir fleiri að kjósa biskup. Nú kjósa, auk þeirra, djáknar, formenn sóknarnefnda um allt land og varaformenn á höfuðborgarsvæðinu. Lýðræðið fer sem sagt vaxandi innan Þjóðkirkjunnar. Það verður spennandi að sjá hvaða áhrif þetta mun hafa, bæði á sjálft kjörið, en einnig á undirbúning þess og aðdraganda. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í þá átt að auka lýðræðið í kosningum enn frekar innan Þjóðkirkjunnar, á Kirkjuþing og til embætta innan kirkjunnar. Því skiptir miklu máli að vel takist til. Og að til embætta biskupa veljist einstaklingar sem grípi tækifærið til þess að endurreisa traustið á Þjóðkirkjunni meðal þjóðarinnar í samvinnu og samstarfi við einstaklinga og hópa bæði innan og utan Þjóðkirkjunnar. Við þurfum reyndar öll á því að halda að traustið sé endurreist í íslensku samfélagi, en það fór fyrir lítið í kjölfar hrunsins eins og allir vita. Þjóðkirkjan þarf ekki á biskupum að halda sem setja sig í stellingar embættismanna eða ráðuneytisstjóra. Þjóðkirkjan þarf andlega leiðtoga. Og þjóðin þarf sömuleiðis andlega leiðtoga. Leiðtoga sem geta borið smyrsl á sárin. Leiðtoga sem geta sameinað. Leiðtoga sem geta vakið bæði kirkju og þjóð von í brjósti, von og kjark og samstöðu. Kannski verður það stærsta hlutverk nýrra biskupa Þjóðkirkjunnar árið 2012. Að efla samstöðuna og samheldnina og endurvekja traustið. Þvert á trúarskoðanir og kirkjudeildir. Og að finna sáttarlausnir varðandi spurningar sem lengi hefur verið deilt um. Eins og samband ríkis og kirkju. Og samvinnu Þjóðkirkju og annarra kirkjudeilda, safnaða og lífsskoðunarfélaga. Þetta gera auðvitað engir þrír einstaklingar, það er að segja, þrír biskupar. Við öll sem lifum og hrærumst innan Þjóðkirkjunnar verðum að leggja okkar af mörkum til að af slíkri endurreisn geti orðið. En umfram allt biðjum við Guð að efla Þjóðkirkjuna á komandi árum til að verða farvegur friðar, einingar, trausts og samstöðu meðal þjóðarinnar. Því „Ef Drottinn byggir ekki húsið erfiða smiðirnir til ónýtis". (Sálmur 127.1). Guð gefi okkur öllum gleðilegt nýtt ár.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun