Innlent

Þjóðverjar fjölmennastir í ágúst

BBI skrifar
Ferðamenn taka því rólega á Ingólfstorgi.
Ferðamenn taka því rólega á Ingólfstorgi. Mynd/Anton Brink
Ferðamönnum á Íslandi fjölgaði í ágústmánuði milli ára um 13,2% samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Það er svipuð fjölgun og í öðrum mánuðum.

Af þeim ferðamönnum sem heimsóttu landið í ágúst voru 14,4% Þjóðverjar. Þeir voru þar með fjölmennasta þjóðernið. Á hæla þeirra komu Bandaríkjamenn með 13,7% og Frakkar með 10,6%. Þessum þremur þjóðernum fjölgaði einnig mest hér á landi milli ára.

Frá áramótum hafa nú 472.285 ferðamenn heimsótt landið. Það er 16,2% aukning eða 65.801 fleiri ferðamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×