Þjónustugjald á gesti í Þingvallaþjóðgarði 29. október 2010 06:15 Þingvellir. Nýta á heimildir til gjaldtöku af ferðamönnum sem nota aðstöðuna á Hakinu við Almannagjá. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir ferðaþjónustuna taka þessu vel. Sómi okkar sé í veði að hafa myndarlega aðkomu að Þingvöllum. „Sú stund er upprunnin að það sé eðlilegt að taka gjald fyrir veitta þjónustu,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um þá samþykkt Þingvallanefndar að nýta lagaheimildir til að taka gjald af ferðamönnum í þjóðgarðinum. Ólafur segir eingöngu rætt um að taka gjald fyrir aðgang að aðstöðunni á Hakinu á barmi Almannagjár en ekki annars staðar í þjóðgarðinum. „Síðasta árið hefur verið mjög mikil uppbygging á Þingvöllum, meðal annars með átján salernum í tveimur húsum með öllum nýtísku búnaði. Þetta hefur kostað gríðarmikla peninga,“ segir Ólafur. Að sögn Ólafs eru stundum tólf til fimmtán rútur með ferðamenn á alltof litlu bílaplani við Hakið. Ferðaþjónustan kalli eftir bættri þjónustu og eðlilegt sé að greitt sé fyrir þá þjónustu sem sé á Hakinu; leiðsögn, margmiðlun, salernisaðstöðu, bílastæði og fleira, sérstaklega þegar um sé að ræða fólk á vegum atvinnufyrirtækja. „Ég tek skýrt fram að það er ekki verið að loka þjóðgarðinum eða taka aðgangsgjald heldur er þetta eingöngu gjald fyrir veitta þjónustu,“ undirstrikar þjóðgarðsvörður, sem leggur til að gjaldið verði 200 til 300 krónur á hvern gest. Ólafur kveðst hafa kynnt málið fyrir fjölda hagsmunaaðila enda verði málið ekki unnið nema í samvinnu við þá. „Ég hef alltaf fengið góðar viðtökur. Ferðaþjónustan leggur bara áherslu á að þetta verði gjald sem allir borgi. Kannanir sýna að menn eru alveg sáttir við að greiða lágmarksupphæð svo lengi sem hún fari í endurbætur á þjónustunni og náttúrunni. Og það er okkar sómi að við höfum myndarlega aðkomu að Þingvöllumm.“ - gar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
„Sú stund er upprunnin að það sé eðlilegt að taka gjald fyrir veitta þjónustu,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um þá samþykkt Þingvallanefndar að nýta lagaheimildir til að taka gjald af ferðamönnum í þjóðgarðinum. Ólafur segir eingöngu rætt um að taka gjald fyrir aðgang að aðstöðunni á Hakinu á barmi Almannagjár en ekki annars staðar í þjóðgarðinum. „Síðasta árið hefur verið mjög mikil uppbygging á Þingvöllum, meðal annars með átján salernum í tveimur húsum með öllum nýtísku búnaði. Þetta hefur kostað gríðarmikla peninga,“ segir Ólafur. Að sögn Ólafs eru stundum tólf til fimmtán rútur með ferðamenn á alltof litlu bílaplani við Hakið. Ferðaþjónustan kalli eftir bættri þjónustu og eðlilegt sé að greitt sé fyrir þá þjónustu sem sé á Hakinu; leiðsögn, margmiðlun, salernisaðstöðu, bílastæði og fleira, sérstaklega þegar um sé að ræða fólk á vegum atvinnufyrirtækja. „Ég tek skýrt fram að það er ekki verið að loka þjóðgarðinum eða taka aðgangsgjald heldur er þetta eingöngu gjald fyrir veitta þjónustu,“ undirstrikar þjóðgarðsvörður, sem leggur til að gjaldið verði 200 til 300 krónur á hvern gest. Ólafur kveðst hafa kynnt málið fyrir fjölda hagsmunaaðila enda verði málið ekki unnið nema í samvinnu við þá. „Ég hef alltaf fengið góðar viðtökur. Ferðaþjónustan leggur bara áherslu á að þetta verði gjald sem allir borgi. Kannanir sýna að menn eru alveg sáttir við að greiða lágmarksupphæð svo lengi sem hún fari í endurbætur á þjónustunni og náttúrunni. Og það er okkar sómi að við höfum myndarlega aðkomu að Þingvöllumm.“ - gar
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira