Þöggun Gestur Jónsson skrifar 17. janúar 2014 06:00 Brynjar Níelsson alþingismaður, einn reyndasti verjandi landsins og fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands, birti grein á Pressunni fyrir nokkrum dögum þar sem hann gagnrýndi dóminn í svokölluðu Al Thani-máli. Grein Brynjars var verðmætt og um sumt óvenjulegt innlegg í íslenska þjóðmálaumræðu að því leyti að hún var skrifuð á grundvelli góðrar þekkingar á viðfangsefninu. Brynjar gagnrýndi niðurstöður dómsins og færði fram sannfærandi rök fyrir niðurstöðum sínum. Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma sáu stærstu fjölmiðlar landsins ekki ástæðu til þess að ræða við Brynjar um efni greinarinnar eða fjalla um hana með öðrum hætti. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, gekk fram fyrir skjöldu og benti á í viðtali að svo virtist sem hér væri skipuleg þöggun fjölmiðla um mál sem væru þeim ekki að skapi. Taldi Jón Steinar óhugsandi að í nokkru öðru landi gæti það gerst að jafn hvöss gagnrýni og Brynjar lét frá sér yrði ekki tilefni umræðu um málefnið enda varðar það sjálft réttarríkið. Þessar athafnir Brynjars og Jóns Steinars hafa nú orðið Steingrími J. Sigfússyni tilefni til þess að leggja til að Alþingi fjalli sérstaklega um „tilraunir manna til að hafa áhrif á niðurstöðu dómstóla í málum sem tengjast hruninu“. Haft er eftir þingmanninum hvort „…ekki sé ástæða til þess að viðeigandi þingnefndir sem gætu verið allsherjarnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þessa stöðu.“ Netmiðillinn visir.is hafði eftir Steingrími 8. apríl 2011, en þá var hann fjármálaráðherra, eftirfarandi orð um bankamennina sem hann hafði látið falla í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon: „Við reynum að hundelta þessa gaura. Saksóknari, skatturinn og Serious Fraud Office í Bretlandi eru allir í því að reyna að ná í alla peninga sem hægt er að sækja, jafnvel til Tortóla, Lúxemborg eða hvert það er…“ Ég trúi því að réttarríkið sé mikilvægt. Réttarríkið byggist m.a. á því enginn verði sakfelldur án réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Maður sé talinn saklaus nema sekt hans sé sönnuð fyrir dómi. Dómar séu birtir og eðlilegt tilefni rökræðu. Málefnaleg umræða um dómsmál er af hinu góða. Órökstudd stóryrði stjórnmálamanns og tilraun til þess að þagga niður umræðu um grundvallarmál þjóna hinu gagnstæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Brynjar Níelsson alþingismaður, einn reyndasti verjandi landsins og fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands, birti grein á Pressunni fyrir nokkrum dögum þar sem hann gagnrýndi dóminn í svokölluðu Al Thani-máli. Grein Brynjars var verðmætt og um sumt óvenjulegt innlegg í íslenska þjóðmálaumræðu að því leyti að hún var skrifuð á grundvelli góðrar þekkingar á viðfangsefninu. Brynjar gagnrýndi niðurstöður dómsins og færði fram sannfærandi rök fyrir niðurstöðum sínum. Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma sáu stærstu fjölmiðlar landsins ekki ástæðu til þess að ræða við Brynjar um efni greinarinnar eða fjalla um hana með öðrum hætti. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, gekk fram fyrir skjöldu og benti á í viðtali að svo virtist sem hér væri skipuleg þöggun fjölmiðla um mál sem væru þeim ekki að skapi. Taldi Jón Steinar óhugsandi að í nokkru öðru landi gæti það gerst að jafn hvöss gagnrýni og Brynjar lét frá sér yrði ekki tilefni umræðu um málefnið enda varðar það sjálft réttarríkið. Þessar athafnir Brynjars og Jóns Steinars hafa nú orðið Steingrími J. Sigfússyni tilefni til þess að leggja til að Alþingi fjalli sérstaklega um „tilraunir manna til að hafa áhrif á niðurstöðu dómstóla í málum sem tengjast hruninu“. Haft er eftir þingmanninum hvort „…ekki sé ástæða til þess að viðeigandi þingnefndir sem gætu verið allsherjarnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þessa stöðu.“ Netmiðillinn visir.is hafði eftir Steingrími 8. apríl 2011, en þá var hann fjármálaráðherra, eftirfarandi orð um bankamennina sem hann hafði látið falla í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon: „Við reynum að hundelta þessa gaura. Saksóknari, skatturinn og Serious Fraud Office í Bretlandi eru allir í því að reyna að ná í alla peninga sem hægt er að sækja, jafnvel til Tortóla, Lúxemborg eða hvert það er…“ Ég trúi því að réttarríkið sé mikilvægt. Réttarríkið byggist m.a. á því enginn verði sakfelldur án réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Maður sé talinn saklaus nema sekt hans sé sönnuð fyrir dómi. Dómar séu birtir og eðlilegt tilefni rökræðu. Málefnaleg umræða um dómsmál er af hinu góða. Órökstudd stóryrði stjórnmálamanns og tilraun til þess að þagga niður umræðu um grundvallarmál þjóna hinu gagnstæða.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun