Innlent

Þóra er ekki kristinnar trúar

BBI skrifar
Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Hún er ekki í þjóðkirkjunni og stendur utan trúfélaga. Þetta kom fram í umræðuþættinum Harmageddon á X-inu í dag.

Hún telur samt ekki endilega rétt að skilja milli ríkis og kirkju. „Ég sé bara hvað kirkjan skiptir miklu máli í lífi margra," sagði Þóra. Því er hún sammála því sem segir í stjórnarskrá um að stjórnvöld eigi að styðja við þjóðkirkjuna jafnvel þó yfir 40 trúfélög séu á landinu. Forsetinn eigi hins vegar að vera forseti allra, sama hvaða trúarskoðun þeir hafi.

Þóra er sömuleiðis á þeirri skoðun að ekki sé rétt að boða trú í grunnskólum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×