Innlent

Þóra skilaði óendurskoðuðu uppgjöri

BL og JHH skrifar
Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi.
Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi. mynd/ gva.
Þóra Arnórsdóttir var eini forsetaframbjóðandinn sem skilaði inn óendurskoðuðum reikningum til Ríkisendurskoðenda, fyrir nýliðin mánaðamót. Samkvæmt 10. gr. laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingalýsingaskyldu þeirra skulu uppgjör frambjóðenda árituð af endurskoðanda eða bókhaldsfróðum skoðunarmanni.

„Þegar Þóra Arnórsdóttir skilaði uppgjöri sínu skömmu fyrir síðustu mánaðamót gat hún þess sérstaklega að endurskoðanda hennar hefði ekki gefist tími til þess að klára athugun sína vegna anna. Við gerðum henni grein fyrir því að við myndum engu að síður taka við uppgjörinu fara yfir það með hefðbundnum hætti, kalla eftir nánari skýringum ef með þyrfti og eftir atvikum gera okkar athugasemdir," segir Lárus Ögmundsson, hjá Ríkisendurskoðun.

Lárus segir að í samræmi við þetta hafi verið ákveðið að birta uppgjörið með þeirri athugasemd að það væri óendurskoðað. Þóra hafi gefið Ríkisendurskoðun þær upplýsingar að von væri á endurskoðuðu uppgjöri á allra næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×