Innlent

Þóra vill láta þjóðinni líða betur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frambjóðendur á fundi Stöðvar 2 og Vísis í Hörpu í kvöld
Frambjóðendur á fundi Stöðvar 2 og Vísis í Hörpu í kvöld
„Ég held að ég vildi láta minnast mín fyrir að hafa þjónað þjóðinni vel, að hafa náð til hennar, að ég hafi getað hafa látið henni líða örlítið betur og að hún gæti verið stolt af mér," sagði Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi þegar Elín Stephensen, áhorfandi úr sal, spurði hana hvernig hún vildi láta minnast sín sem forsetaframbjóðanda í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 og Vísis í kvöld.

„Ég myndi vilja láta vilja minnast mín fyrir heilindi og þjónustu, og fyrir það að hafa haft áhrif á það að mannréttindi væru varðveitt og virt á þeim tíma sem ég gegndi embætti," sagði Herdís Þorgeirsdóttir. Hún vildi minni spillingu og helst enga.

Ólafur Ragnar Grímsson sagði að hann vildi helst láta minnast sín fyrir tvennt. Annars vegar fyrir að hafa aukið lýðræði í landinu. Hins vegar að hafa stuðlað að því að ungu kynslóðinni fyndist hún hafa rætur á íslandi


Tengdar fréttir

Þóra Arnórsdóttir: "Ég sé enga skriðdreka“

Ólafur Ragnar Grímsson segir enga tengingu á milli þess að Þóra Arnórsdóttir fór í barneignarleyfi á sama tíma og hann ákvað að hefja kosningabaráttu sína. Hann hafnaði forsendum spurningarinnar og sagði að hann hefði hafið sína baráttu vegna þess að það var orðið ljóst hverjir byðu sig fram og að kjörstjórnir væru búnar að óska eftir meðmælendalistum frambjóðanda.

Ólafur Ragnar: Sextán ár nóg ef aðstæður væru eðlilegar

"Vissulega, í eðlilegum kringumstæðum og eðlilegum aðstæðum, þá væri það langur tími,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, aðspurður um það hvort ekki væri nóg að forsetinn sæti í sextán ár eins og hann hefur gert.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×