Þórður Magnússon: Búið að "hringla alveg óskaplega í sköttunum“ 28. mars 2012 11:11 Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest og Marorku. Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest og Marorku, segir að ýmislegt hafi verið vel gert hér á landi varðandi nýsköpun, t.d. hafi Tækniþróunarsjóður skipt sköpum fyrir mörg fyrirtæki og fjárfestingar hans margborgað sig til baka. Þetta kemur m.a. fram í ítarlegu viðtali við Þórð í viðtalsþættinum Klinkinu, sem aðgengilegur er á viðskiptavef Vísis. Þórður ræðir ítarlega um fjárfestingar í nýsköpunargeiranum, skattaumhverfið og einnig um álitamál er tengjast peningastefnu. „Það er búið að hringla alveg óskaplega í sköttunum, og sumt hefur hreinilega verið slegið af sem hefur verið boðað," segir Þórður m.a. og bendir á að þetta hafi átt við um skattlagningu á vaxtagreiðslur til erlendra aðila. „Þá héldu menn því fram að hálfu fjármálaráðuneytisins að hinn erlendi lánveitandi myndi greiða þessa skatta, þrátt fyrir að mönnum hafi verið sagt frá því að það væru ákvæði í lánasamningum um að lántakinn myndi taka á sig skattlagningu af þessu tagi. En það er nú búið að vinda ofan af þessu, en þetta stóð í eitt ár...Aðalmálið er að skattalegt umhverfi þarf að standast samanburð við það sem gengur og gerist annars staðar, annars leitar atvinnan í annað umhverfi og frá landinu, þó það geti tekið langan tíma." Þórður segir endurgreiðslu á 20 prósent af þróunar- og rannsóknarkostnaði hjá minni nýsköpunarfyrirtækjum vera afar mikilvæga og styðji vel við nýsköpunarstarf. Endurgreiðsla á skatti, t.d. í kvikmyndageiranum, skipti einnig máli. Þegar kemur að nýsköpunarverkefnum þurfi menn að gera sér grein fyrir því, að nánast öruggt sé að grunnhugmyndin muni taka breytingum frá því hún varð fyrst til. Mikilvægt sé að styrkja tæknilegan grunn hugmynda og sýna þolinmæði. „Over night success takes eleven years (Árangur yfir nótt tekur ellefu ár)," segir Þórður. Sjá má ítarlegt viðtal við Þórð hér. Klinkið Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest og Marorku, segir að ýmislegt hafi verið vel gert hér á landi varðandi nýsköpun, t.d. hafi Tækniþróunarsjóður skipt sköpum fyrir mörg fyrirtæki og fjárfestingar hans margborgað sig til baka. Þetta kemur m.a. fram í ítarlegu viðtali við Þórð í viðtalsþættinum Klinkinu, sem aðgengilegur er á viðskiptavef Vísis. Þórður ræðir ítarlega um fjárfestingar í nýsköpunargeiranum, skattaumhverfið og einnig um álitamál er tengjast peningastefnu. „Það er búið að hringla alveg óskaplega í sköttunum, og sumt hefur hreinilega verið slegið af sem hefur verið boðað," segir Þórður m.a. og bendir á að þetta hafi átt við um skattlagningu á vaxtagreiðslur til erlendra aðila. „Þá héldu menn því fram að hálfu fjármálaráðuneytisins að hinn erlendi lánveitandi myndi greiða þessa skatta, þrátt fyrir að mönnum hafi verið sagt frá því að það væru ákvæði í lánasamningum um að lántakinn myndi taka á sig skattlagningu af þessu tagi. En það er nú búið að vinda ofan af þessu, en þetta stóð í eitt ár...Aðalmálið er að skattalegt umhverfi þarf að standast samanburð við það sem gengur og gerist annars staðar, annars leitar atvinnan í annað umhverfi og frá landinu, þó það geti tekið langan tíma." Þórður segir endurgreiðslu á 20 prósent af þróunar- og rannsóknarkostnaði hjá minni nýsköpunarfyrirtækjum vera afar mikilvæga og styðji vel við nýsköpunarstarf. Endurgreiðsla á skatti, t.d. í kvikmyndageiranum, skipti einnig máli. Þegar kemur að nýsköpunarverkefnum þurfi menn að gera sér grein fyrir því, að nánast öruggt sé að grunnhugmyndin muni taka breytingum frá því hún varð fyrst til. Mikilvægt sé að styrkja tæknilegan grunn hugmynda og sýna þolinmæði. „Over night success takes eleven years (Árangur yfir nótt tekur ellefu ár)," segir Þórður. Sjá má ítarlegt viðtal við Þórð hér.
Klinkið Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira