Þörf á sjö blindrahundum Linda Blöndal skrifar 17. apríl 2015 19:39 Þörf er á um sjö hundum til viðbótar og eru sex blindir eða sjónskertra einstaklingar á biðlista, sem sumir hafa beðið í áravís. Rauða fjöður Lionsmanna verður um helgina seld til að safna í sjóð til kaupa á fleiri leiðsöguhundum. Sérstakir Hver hundur getur kostað allt að tíu milljónir króna og unnið í allt að tíu ár svo þeim eldri þarf að skipta út fyrir yngri með reglulega árabili. Hundarnir eru sérvaldir með hliðsjón af eiginleikum þeirra og eru tilbúnir til starfa við tveggja og hálf árs aldur en þeir eru langoftast keypti frá Norðurlöndunum og fara í gegnum mikla þjálfun. Hunda þarf fyrir unga sem eldriBergvin Oddsson, formaður Blindrafélagsins sagði í fréttum stöðvar tvö í kvöld að árið 2007 hafi fimm hundar komið til landsins og nú eiga þeir svo sem ekki mikið eftir því að líftími svona hunda er átta til tíu ár. „Þannig að það er brýn þörf á að fá nýja hunda til landsins, bæði fyrir nýja notendur og ekki síður þá sem hafa haft leiðsöguhunda síðustu árin", sagir Bergvin. Samhæfa hund og mannBlindrafélagið keypti tvo nýja hunda í lok síðasta árs. „Þeir eru bara nýkomnir úr einangrun og eru nú að fara í samþjálfun með hundaþjálfara til að samhæfa hund og mann", segir Bergvin. Eru enn að kynnastHalldór Sævar Guðbergsson eigandi leiðsöguhunds segir hann hafa forðað sér frá slysum og vera mikinn félaga. Halldór Sævar hefur haft hundinn Bono frá því í byrjun árs. Halldór er alveg blindur og skynjar ekki ljós. Hann og Bono er góðir mátar en eru enn að læra hvor á annan. „Bono hefur breytt ansi miklu fyrir mig. Hann eykur sjálfstæði mitt og lífsgæði. Hann er mikill félagi, mikill karakteur og hjálpar mér auðvitað að komast um í daglega lífinu", sagði Halldór í kvöld og ennfremur að hann finni til öryggis að hafa hann. Ákveðnar reglur eiga við í umgengni við leiðsöguhund og vinnuskyldan alveg skýr. „Þegar hann er með beislið aftan á sér þá er það vinnubeislið hans og það má segja að hann sé allt öðruvísi hundur þegar hann er ekki í beisli. Þá er hann meira eins og heimilishundur sem vill leika sér og slappa af", segir Halldór. Bono bjargarBono hefur bjargað Halldór frá stórum óhöppum og jafnvel slysum. „Til dæmis þegar ég var að labba í vinnuna um daginn að þá var búið að grafa skurð á leiðinni á gangstétt. Hann stoppaði við það og þá fann ég með stafnum hvað var framundan svo við beygðum framhjá. Mörg svona dæmi eru að koma upp hjá mér núna". Velferðarráðherra Eygló Harðardóttir keypti fyrstu fjöðrina í dag en Lionsmenn verða líkt og undanfarna fjóra áratugi víða um land um helgina að selja fjöðrina, með söfnunarbauka en einnig verður símsöfnun og eru númerin birt á heimasíðunni www.lions.is Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Sjá meira
Þörf er á um sjö hundum til viðbótar og eru sex blindir eða sjónskertra einstaklingar á biðlista, sem sumir hafa beðið í áravís. Rauða fjöður Lionsmanna verður um helgina seld til að safna í sjóð til kaupa á fleiri leiðsöguhundum. Sérstakir Hver hundur getur kostað allt að tíu milljónir króna og unnið í allt að tíu ár svo þeim eldri þarf að skipta út fyrir yngri með reglulega árabili. Hundarnir eru sérvaldir með hliðsjón af eiginleikum þeirra og eru tilbúnir til starfa við tveggja og hálf árs aldur en þeir eru langoftast keypti frá Norðurlöndunum og fara í gegnum mikla þjálfun. Hunda þarf fyrir unga sem eldriBergvin Oddsson, formaður Blindrafélagsins sagði í fréttum stöðvar tvö í kvöld að árið 2007 hafi fimm hundar komið til landsins og nú eiga þeir svo sem ekki mikið eftir því að líftími svona hunda er átta til tíu ár. „Þannig að það er brýn þörf á að fá nýja hunda til landsins, bæði fyrir nýja notendur og ekki síður þá sem hafa haft leiðsöguhunda síðustu árin", sagir Bergvin. Samhæfa hund og mannBlindrafélagið keypti tvo nýja hunda í lok síðasta árs. „Þeir eru bara nýkomnir úr einangrun og eru nú að fara í samþjálfun með hundaþjálfara til að samhæfa hund og mann", segir Bergvin. Eru enn að kynnastHalldór Sævar Guðbergsson eigandi leiðsöguhunds segir hann hafa forðað sér frá slysum og vera mikinn félaga. Halldór Sævar hefur haft hundinn Bono frá því í byrjun árs. Halldór er alveg blindur og skynjar ekki ljós. Hann og Bono er góðir mátar en eru enn að læra hvor á annan. „Bono hefur breytt ansi miklu fyrir mig. Hann eykur sjálfstæði mitt og lífsgæði. Hann er mikill félagi, mikill karakteur og hjálpar mér auðvitað að komast um í daglega lífinu", sagði Halldór í kvöld og ennfremur að hann finni til öryggis að hafa hann. Ákveðnar reglur eiga við í umgengni við leiðsöguhund og vinnuskyldan alveg skýr. „Þegar hann er með beislið aftan á sér þá er það vinnubeislið hans og það má segja að hann sé allt öðruvísi hundur þegar hann er ekki í beisli. Þá er hann meira eins og heimilishundur sem vill leika sér og slappa af", segir Halldór. Bono bjargarBono hefur bjargað Halldór frá stórum óhöppum og jafnvel slysum. „Til dæmis þegar ég var að labba í vinnuna um daginn að þá var búið að grafa skurð á leiðinni á gangstétt. Hann stoppaði við það og þá fann ég með stafnum hvað var framundan svo við beygðum framhjá. Mörg svona dæmi eru að koma upp hjá mér núna". Velferðarráðherra Eygló Harðardóttir keypti fyrstu fjöðrina í dag en Lionsmenn verða líkt og undanfarna fjóra áratugi víða um land um helgina að selja fjöðrina, með söfnunarbauka en einnig verður símsöfnun og eru númerin birt á heimasíðunni www.lions.is
Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Sjá meira