Þorgerður hættir sem varaformaður - víkur tímabundið af þingi 17. apríl 2010 10:43 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að hætta sem varaformaður flokksins og víkja tímabundið af þingi. Þetta kom fram í ræðu Þorgerðar á flokksráðsfundi í Reykjanesbæ í í dag. Hún sagði að trúverðugleiki sinn hefði skaðast. „Ég sé að ég hef ekki fyllilega sama traust og ég hef áður notið. Ég hef því eftir mikla umhugsun komist að þeirri niðurstöðu að það sé best fyrir Sjálfstæðisflokkinn eins og sakir standa að ég láti af embætti varaformanns og ég fari í tímabundið leyfi sem þingmaður meðal annars með tilliti til þeirra þingnefndar sem er að fjalla um rannsóknarskýrslunnar," sagði Þorgerður Katrín. Hún kom víða við í ræðu og sagði meðal annars að hún og Kristján Arason eiginmaður hennar hafi gert mistök með því að þátt í ríkjandi menningu og viðskiptaháttum bankanna. Störf hennar sem stjórnmálamanns í aðdraganda hrunsins hafi einkennst af andavaraleysi. „Það er sárt að kveðja varaformannsembættið, en ég get ekki horft fram hjá minni ábyrgð, minni samvisku og mínum trúverðugleika. Ég vil ekki að persóna mín í embætti varaformanns skyggi á það endurreisnarstarf sem vinna þarf innan flokksins, eða þær gríðarlegu mikilvægu kosningar sem framundan eru núna á vormánuðum," sagði Þorgerður Katrín. Tengdar fréttir Bjarni vill að landsfundi verði flýtt Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að næsta landsfundi flokksins verði flýtt. Þar gefist flokksmönnum tækifæri til að veita kjörnum forystumönnum flokksins endurnýjað umboð eða kjósa nýtt fólk til þeirra starfa. Þetta kom fram í ræðu Bjarna á flokksráðsfundi flokksins sem hófst í Reykjanesbæ í morgun. 17. apríl 2010 10:07 Íhugar að hætta sem varaformaður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnir í dag um hvort hún bregst sérstaklega við vegna lántöku eiginmanns hennar, Kristjáns Arasonar. Það mun hún gera á flokksráðsfundi sem hefst klukkan 9.30 í Reykjanesbæ. 17. apríl 2010 06:00 Tillaga um að Kristján Þór taki við varaformannsembættinu Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að tillaga verði að öllum líkindum lögð fram á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins nú á eftir um að Kristján Þór Júlíusson taki við varaformannsembætti flokksins af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. 17. apríl 2010 09:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að hætta sem varaformaður flokksins og víkja tímabundið af þingi. Þetta kom fram í ræðu Þorgerðar á flokksráðsfundi í Reykjanesbæ í í dag. Hún sagði að trúverðugleiki sinn hefði skaðast. „Ég sé að ég hef ekki fyllilega sama traust og ég hef áður notið. Ég hef því eftir mikla umhugsun komist að þeirri niðurstöðu að það sé best fyrir Sjálfstæðisflokkinn eins og sakir standa að ég láti af embætti varaformanns og ég fari í tímabundið leyfi sem þingmaður meðal annars með tilliti til þeirra þingnefndar sem er að fjalla um rannsóknarskýrslunnar," sagði Þorgerður Katrín. Hún kom víða við í ræðu og sagði meðal annars að hún og Kristján Arason eiginmaður hennar hafi gert mistök með því að þátt í ríkjandi menningu og viðskiptaháttum bankanna. Störf hennar sem stjórnmálamanns í aðdraganda hrunsins hafi einkennst af andavaraleysi. „Það er sárt að kveðja varaformannsembættið, en ég get ekki horft fram hjá minni ábyrgð, minni samvisku og mínum trúverðugleika. Ég vil ekki að persóna mín í embætti varaformanns skyggi á það endurreisnarstarf sem vinna þarf innan flokksins, eða þær gríðarlegu mikilvægu kosningar sem framundan eru núna á vormánuðum," sagði Þorgerður Katrín.
Tengdar fréttir Bjarni vill að landsfundi verði flýtt Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að næsta landsfundi flokksins verði flýtt. Þar gefist flokksmönnum tækifæri til að veita kjörnum forystumönnum flokksins endurnýjað umboð eða kjósa nýtt fólk til þeirra starfa. Þetta kom fram í ræðu Bjarna á flokksráðsfundi flokksins sem hófst í Reykjanesbæ í morgun. 17. apríl 2010 10:07 Íhugar að hætta sem varaformaður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnir í dag um hvort hún bregst sérstaklega við vegna lántöku eiginmanns hennar, Kristjáns Arasonar. Það mun hún gera á flokksráðsfundi sem hefst klukkan 9.30 í Reykjanesbæ. 17. apríl 2010 06:00 Tillaga um að Kristján Þór taki við varaformannsembættinu Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að tillaga verði að öllum líkindum lögð fram á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins nú á eftir um að Kristján Þór Júlíusson taki við varaformannsembætti flokksins af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. 17. apríl 2010 09:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Bjarni vill að landsfundi verði flýtt Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að næsta landsfundi flokksins verði flýtt. Þar gefist flokksmönnum tækifæri til að veita kjörnum forystumönnum flokksins endurnýjað umboð eða kjósa nýtt fólk til þeirra starfa. Þetta kom fram í ræðu Bjarna á flokksráðsfundi flokksins sem hófst í Reykjanesbæ í morgun. 17. apríl 2010 10:07
Íhugar að hætta sem varaformaður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnir í dag um hvort hún bregst sérstaklega við vegna lántöku eiginmanns hennar, Kristjáns Arasonar. Það mun hún gera á flokksráðsfundi sem hefst klukkan 9.30 í Reykjanesbæ. 17. apríl 2010 06:00
Tillaga um að Kristján Þór taki við varaformannsembættinu Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að tillaga verði að öllum líkindum lögð fram á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins nú á eftir um að Kristján Þór Júlíusson taki við varaformannsembætti flokksins af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. 17. apríl 2010 09:05