Þorgerður um arðgreiðslur Hraðbrautar: Í besta falli óheppilegt 15. desember 2010 10:21 Þorgerður Katrín tók við sem menntamálaráðherra árið sem menntaskólinn Hraðbraut tók til starfa Mynd úr safni / Anton Brink Þetta dæmi af menntaskólanum Hraðbraut má ekki verða til þess „að vinstri menn fyllist hér þórðargleði og segi: Heyrðu, við sögðum ykkur það. I told you so," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Menntaskólinn Hraðbraut tók til starfa 2003 en Þorgerður Katrín var menntamálaráðherra á árunum 2003 til 2009. Hún var gestur Kolbrúnar Björnsdóttur og Heimis Karlssonar Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þau ræddu stöðu Hraðbrautar í ljósi svartrar skýrslu menntamálanefndar Alþingis. Þorgerður viðurkenndi að málið væri ekki þægilegt. „Eins og þetta blasir við núna, eins og þetta er dregið fram núna þá er þetta ekkert sérstaklega þægilegt mál," sagði hún. „Mér finnst það í besta falli óheppilegt að á sama tíma og verið er að ofgreiða til skólans þá skuli á sama tíma vera greiddar út arðgreiðslur. Nota bene og vel að merkja, arðgreiðslurnar eru ekki ólögmætar samkvæmt hlutafélagalögum og þetta er mjög skýrt rekstrarform. Þetta er dæmi um þátt sem ríkisvaldið þarf að huga betur að, að þetta getur gerst, og þarf tvímælalaust að styrkja eftirlitið, en við verðum engu að síður að treysta einkaaðilum til að koma að rekstri í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu," sagði hún. „Auðvitað eftir á þá segir maður að ef maður hefði vitað, til að mynda af arðgreiðslunum þá hefði þetta verið höndlað öðruvísi. En meginprinsippið er það að það var tekið á málefnum Hraðbrautar á algjörlega sambærilegum forsendum og varðandi ríkisskólana, það er að segja, rekstrarformið á ekki að verða til þess að það sé tekið mismunandi á skólunum," sagði Þorgerður. Hún óttast að vinstri menn muni nota dæmið af Hraðbraut til að benda á Sjálfstæðisflokkinn og segja: „Já, þarna sjáiði! Við eigum sko ekkert að vera með einkarekstur, hvorki í heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu." Þorgerður lagði áherslu á að einkarekstur hefði víða heppnast mjög vel, til að mynda hjá grunnskólum Hjallastefnunnar, sem veitir foreldrum og nemendum valkost innan skólakerfisins. „Það er þetta sem ég óttast, að það verði enginn annar flokkur heldur en Sjálfstæðisflokkurinn sem mun þora að tala áfram um frelsi í menntakerfinu á grundvelli rekstrarforms og líka náms," sagði hún. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni með því að smella hér, eða á tengilinn hér efst. Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Þetta dæmi af menntaskólanum Hraðbraut má ekki verða til þess „að vinstri menn fyllist hér þórðargleði og segi: Heyrðu, við sögðum ykkur það. I told you so," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Menntaskólinn Hraðbraut tók til starfa 2003 en Þorgerður Katrín var menntamálaráðherra á árunum 2003 til 2009. Hún var gestur Kolbrúnar Björnsdóttur og Heimis Karlssonar Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þau ræddu stöðu Hraðbrautar í ljósi svartrar skýrslu menntamálanefndar Alþingis. Þorgerður viðurkenndi að málið væri ekki þægilegt. „Eins og þetta blasir við núna, eins og þetta er dregið fram núna þá er þetta ekkert sérstaklega þægilegt mál," sagði hún. „Mér finnst það í besta falli óheppilegt að á sama tíma og verið er að ofgreiða til skólans þá skuli á sama tíma vera greiddar út arðgreiðslur. Nota bene og vel að merkja, arðgreiðslurnar eru ekki ólögmætar samkvæmt hlutafélagalögum og þetta er mjög skýrt rekstrarform. Þetta er dæmi um þátt sem ríkisvaldið þarf að huga betur að, að þetta getur gerst, og þarf tvímælalaust að styrkja eftirlitið, en við verðum engu að síður að treysta einkaaðilum til að koma að rekstri í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu," sagði hún. „Auðvitað eftir á þá segir maður að ef maður hefði vitað, til að mynda af arðgreiðslunum þá hefði þetta verið höndlað öðruvísi. En meginprinsippið er það að það var tekið á málefnum Hraðbrautar á algjörlega sambærilegum forsendum og varðandi ríkisskólana, það er að segja, rekstrarformið á ekki að verða til þess að það sé tekið mismunandi á skólunum," sagði Þorgerður. Hún óttast að vinstri menn muni nota dæmið af Hraðbraut til að benda á Sjálfstæðisflokkinn og segja: „Já, þarna sjáiði! Við eigum sko ekkert að vera með einkarekstur, hvorki í heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu." Þorgerður lagði áherslu á að einkarekstur hefði víða heppnast mjög vel, til að mynda hjá grunnskólum Hjallastefnunnar, sem veitir foreldrum og nemendum valkost innan skólakerfisins. „Það er þetta sem ég óttast, að það verði enginn annar flokkur heldur en Sjálfstæðisflokkurinn sem mun þora að tala áfram um frelsi í menntakerfinu á grundvelli rekstrarforms og líka náms," sagði hún. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni með því að smella hér, eða á tengilinn hér efst.
Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira