Þorirðu, viltu og geturðu? Þóranna K. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2014 09:22 Í kvenréttindasöngnum Áfram stelpur segir „þori ég, vil ég, get ég?“ og svarað er „já ég þori, get og vil“. En þorum við og viljum í raun? Það hefur verið mikið fjallað um jafnrétti kynjanna á ýmsum sviðum. Ég er sammála því að meira þarf að gera til að tryggja jafnrétti. En í dag vil ég skamma okkur stelpurnar. Við erum nefnilega oft sjálfum okkur verstar.Engar súkkulaðikleinur í rekstri! Ég og aðrir sem unnið hafa með konum í rekstri erum almennt sammála um að auk þess að umhverfið geri okkur oft erfiðara fyrir þá gerum við okkur enga greiða sjálfar. Algengt er að við rukkum of lítið fyrir vörur okkar og þjónustu og hugsum allt of smátt. Sem mentor í frumkvöðlaprógrömmum sé ég allt of oft hræðslublik í augum kvenna þegar ég tala um hvert væri hægt að fara með viðskiptahugmyndina og hvet þær til að hugsa stórt. Og þegar kemur að því að selja þá er eins og mörgum finnist ljótt að selja og ljótt að græða. Steininn tekur svo alveg úr þegar kemur að konum og tækni því við erum margar hræddari við tölvuna og það sem í henni býr en við tröll og forynjur. Þetta á við konur á öllum aldri og á öllum menntunarstigum. Staðreyndin er sú, fyrir konur í rekstri, að þær sem ekki nýta sér tæknina munu klárlega dragast aftur úr þeim samkeppnisaðilum sem gera það. Það er engin forgjöf í viðskiptum. Það er ekki hægt að vera með og fá að vera súkkulaðikleina.Þú verður að þora og vilja! Ég á níu ára stelpu. Eitt það dýrmætasta sem ég get gefið henni er sterk sjálfsmynd og sjálfsöryggi. Vissan um að hún getur allt sem hún vill og ætlar sér. Sem betur fer fæ ég hjálp til dæmis frá aðilum eins og Skema sem vinna markvisst í að byggja upp sjálfsmynd stelpna og að eyða tæknifóbíu. Fyrir okkur sem eldri erum liggur þetta alfarið hjá okkur sjálfum. Við verðum að ætla okkur að breyta þessu. Ef við þorum ekki, viljum ekki og getum ekki sjálfar, þá er ekki hægt að ætlast til að aðrir trúi á okkur og veiti okkur sömu tækifæri og strákarnir fá. Það mun enginn breyta þessu nema við sjálfar. Við hvað ertu hrædd? Hvað viltu? Ef þú þorir og vilt þá muntu geta! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Í kvenréttindasöngnum Áfram stelpur segir „þori ég, vil ég, get ég?“ og svarað er „já ég þori, get og vil“. En þorum við og viljum í raun? Það hefur verið mikið fjallað um jafnrétti kynjanna á ýmsum sviðum. Ég er sammála því að meira þarf að gera til að tryggja jafnrétti. En í dag vil ég skamma okkur stelpurnar. Við erum nefnilega oft sjálfum okkur verstar.Engar súkkulaðikleinur í rekstri! Ég og aðrir sem unnið hafa með konum í rekstri erum almennt sammála um að auk þess að umhverfið geri okkur oft erfiðara fyrir þá gerum við okkur enga greiða sjálfar. Algengt er að við rukkum of lítið fyrir vörur okkar og þjónustu og hugsum allt of smátt. Sem mentor í frumkvöðlaprógrömmum sé ég allt of oft hræðslublik í augum kvenna þegar ég tala um hvert væri hægt að fara með viðskiptahugmyndina og hvet þær til að hugsa stórt. Og þegar kemur að því að selja þá er eins og mörgum finnist ljótt að selja og ljótt að græða. Steininn tekur svo alveg úr þegar kemur að konum og tækni því við erum margar hræddari við tölvuna og það sem í henni býr en við tröll og forynjur. Þetta á við konur á öllum aldri og á öllum menntunarstigum. Staðreyndin er sú, fyrir konur í rekstri, að þær sem ekki nýta sér tæknina munu klárlega dragast aftur úr þeim samkeppnisaðilum sem gera það. Það er engin forgjöf í viðskiptum. Það er ekki hægt að vera með og fá að vera súkkulaðikleina.Þú verður að þora og vilja! Ég á níu ára stelpu. Eitt það dýrmætasta sem ég get gefið henni er sterk sjálfsmynd og sjálfsöryggi. Vissan um að hún getur allt sem hún vill og ætlar sér. Sem betur fer fæ ég hjálp til dæmis frá aðilum eins og Skema sem vinna markvisst í að byggja upp sjálfsmynd stelpna og að eyða tæknifóbíu. Fyrir okkur sem eldri erum liggur þetta alfarið hjá okkur sjálfum. Við verðum að ætla okkur að breyta þessu. Ef við þorum ekki, viljum ekki og getum ekki sjálfar, þá er ekki hægt að ætlast til að aðrir trúi á okkur og veiti okkur sömu tækifæri og strákarnir fá. Það mun enginn breyta þessu nema við sjálfar. Við hvað ertu hrædd? Hvað viltu? Ef þú þorir og vilt þá muntu geta!
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun