Þorirðu, viltu og geturðu? Þóranna K. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2014 09:22 Í kvenréttindasöngnum Áfram stelpur segir „þori ég, vil ég, get ég?“ og svarað er „já ég þori, get og vil“. En þorum við og viljum í raun? Það hefur verið mikið fjallað um jafnrétti kynjanna á ýmsum sviðum. Ég er sammála því að meira þarf að gera til að tryggja jafnrétti. En í dag vil ég skamma okkur stelpurnar. Við erum nefnilega oft sjálfum okkur verstar.Engar súkkulaðikleinur í rekstri! Ég og aðrir sem unnið hafa með konum í rekstri erum almennt sammála um að auk þess að umhverfið geri okkur oft erfiðara fyrir þá gerum við okkur enga greiða sjálfar. Algengt er að við rukkum of lítið fyrir vörur okkar og þjónustu og hugsum allt of smátt. Sem mentor í frumkvöðlaprógrömmum sé ég allt of oft hræðslublik í augum kvenna þegar ég tala um hvert væri hægt að fara með viðskiptahugmyndina og hvet þær til að hugsa stórt. Og þegar kemur að því að selja þá er eins og mörgum finnist ljótt að selja og ljótt að græða. Steininn tekur svo alveg úr þegar kemur að konum og tækni því við erum margar hræddari við tölvuna og það sem í henni býr en við tröll og forynjur. Þetta á við konur á öllum aldri og á öllum menntunarstigum. Staðreyndin er sú, fyrir konur í rekstri, að þær sem ekki nýta sér tæknina munu klárlega dragast aftur úr þeim samkeppnisaðilum sem gera það. Það er engin forgjöf í viðskiptum. Það er ekki hægt að vera með og fá að vera súkkulaðikleina.Þú verður að þora og vilja! Ég á níu ára stelpu. Eitt það dýrmætasta sem ég get gefið henni er sterk sjálfsmynd og sjálfsöryggi. Vissan um að hún getur allt sem hún vill og ætlar sér. Sem betur fer fæ ég hjálp til dæmis frá aðilum eins og Skema sem vinna markvisst í að byggja upp sjálfsmynd stelpna og að eyða tæknifóbíu. Fyrir okkur sem eldri erum liggur þetta alfarið hjá okkur sjálfum. Við verðum að ætla okkur að breyta þessu. Ef við þorum ekki, viljum ekki og getum ekki sjálfar, þá er ekki hægt að ætlast til að aðrir trúi á okkur og veiti okkur sömu tækifæri og strákarnir fá. Það mun enginn breyta þessu nema við sjálfar. Við hvað ertu hrædd? Hvað viltu? Ef þú þorir og vilt þá muntu geta! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í kvenréttindasöngnum Áfram stelpur segir „þori ég, vil ég, get ég?“ og svarað er „já ég þori, get og vil“. En þorum við og viljum í raun? Það hefur verið mikið fjallað um jafnrétti kynjanna á ýmsum sviðum. Ég er sammála því að meira þarf að gera til að tryggja jafnrétti. En í dag vil ég skamma okkur stelpurnar. Við erum nefnilega oft sjálfum okkur verstar.Engar súkkulaðikleinur í rekstri! Ég og aðrir sem unnið hafa með konum í rekstri erum almennt sammála um að auk þess að umhverfið geri okkur oft erfiðara fyrir þá gerum við okkur enga greiða sjálfar. Algengt er að við rukkum of lítið fyrir vörur okkar og þjónustu og hugsum allt of smátt. Sem mentor í frumkvöðlaprógrömmum sé ég allt of oft hræðslublik í augum kvenna þegar ég tala um hvert væri hægt að fara með viðskiptahugmyndina og hvet þær til að hugsa stórt. Og þegar kemur að því að selja þá er eins og mörgum finnist ljótt að selja og ljótt að græða. Steininn tekur svo alveg úr þegar kemur að konum og tækni því við erum margar hræddari við tölvuna og það sem í henni býr en við tröll og forynjur. Þetta á við konur á öllum aldri og á öllum menntunarstigum. Staðreyndin er sú, fyrir konur í rekstri, að þær sem ekki nýta sér tæknina munu klárlega dragast aftur úr þeim samkeppnisaðilum sem gera það. Það er engin forgjöf í viðskiptum. Það er ekki hægt að vera með og fá að vera súkkulaðikleina.Þú verður að þora og vilja! Ég á níu ára stelpu. Eitt það dýrmætasta sem ég get gefið henni er sterk sjálfsmynd og sjálfsöryggi. Vissan um að hún getur allt sem hún vill og ætlar sér. Sem betur fer fæ ég hjálp til dæmis frá aðilum eins og Skema sem vinna markvisst í að byggja upp sjálfsmynd stelpna og að eyða tæknifóbíu. Fyrir okkur sem eldri erum liggur þetta alfarið hjá okkur sjálfum. Við verðum að ætla okkur að breyta þessu. Ef við þorum ekki, viljum ekki og getum ekki sjálfar, þá er ekki hægt að ætlast til að aðrir trúi á okkur og veiti okkur sömu tækifæri og strákarnir fá. Það mun enginn breyta þessu nema við sjálfar. Við hvað ertu hrædd? Hvað viltu? Ef þú þorir og vilt þá muntu geta!
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun