Þórunn Helga: Fríða dritaði á mig tölvupóstum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2012 10:42 Þórunn Helga ásamt Mörtu hjá Santos árið 2010. Mynd / Pedro Ernesto Guerra Axevedo Landsliðskonan Þórunn Helga Jónsdóttir hefur samið við norska b-deildarliðið Avaldsnes. Þórunn Helga hefur spilað í Brasilíu undanfarin fjögur ár, síðast með Vitoria, en segist hafa viljað prófa að spila í sterkri deild í Evrópu. „Ég er orðin 27 ára og langaði að taka eitt tímabil í einni af sterkustu deildum Evrópu. Þetta var mjög erfið ákvörðun og eftir tvo daga á Íslandi er ég strax farin að sakna Brasilíu. Ég vissi að það yrði alltaf erfitt að fara þaðan," segir Þórunn Helga en deildakeppninni hjá Vitoria er nýlokið. „Stelpurnar í liðinu færðu sig yfir til Sao Paulo sem er eina fylkið þar sem almennileg deildakeppni er í gangi núna. Stelpurnar dreifðust á liðin en keppnin þar er byrjuð. Ég þurfti að hugsa minn gang hvort ég vildi gera það sama en það voru fullt af liðum í boði." Hólmfríður mælti með AvaldsnesÞórunn Helga segir að Hólmfríður Magnúsdóttir hafi hvatt hana til þess að ganga til liðs við Avaldsnes. „Svo byrjaði Fríða að drita á mig tölvupóstum og talandi um Avaldsnes ákvað ég að íhuga það. Svo fór það allt af stað og gerðist mjög hratt. Mér leist á endanum mjög vel á þetta," segir Þórunn Helga og nefnir að Hólmfríður beri norska félaginu vel söguna. „Fríða segir félagið vera með mikinn metnað og góða stjórn. Liðið er í efsta sæti, stefnir á að komast upp sem er mjög raunhæft markið. Þá tæki ég tímabil í norsku úrvalsdeildinni á næsta ári," segir Þórunn sem verður á Íslandi til 22. júlí. Þá flýgur hún til Noregs en fyrsti leikur Avaldsnes eftir sumarfrí er 11. ágúst. Þangað til má Þórunn Helga ekki spila með liðinu enda félagaskipaglugginn lokaður. Snýr aftur til Brasilíu í mánuðÞórunn Helga samdi við Avaldsnes út árið 2013 en þó með ákvæði í samningnum um að fá að spila með Vitoria í Suður-Ameríkukeppninni í nóvember. „Þetta er mótið sem ég vann með Santos 2009 og 2010. Þá var Marta kölluð heim frá Svíþjóð, Cristiane var kölluð heim og ég verð örugglega ekki eini leikmaðurinn sem kem aftur til Brasilíu til að spila í þeirri keppni," segir Þórunn Helga sem hafði lofað Vitoria í ársbyrjun að taka þátt í því verkefni. Það verði hennar síðasti mánuður í Brasilíu í bili að minnsta kosti. „Það stóð aldrei til að ég yrði svona lengi í Brasilíu. Ég hef velt fyrir mér í lok hvers árs hvort ég ætti ekki að fara segja þetta gott. Það er svo langt heim og spurning um að færa sig nær Evrópu. Svo hafa þjálfarinn og stjórnin alltaf sannfært mig um að vera lengur," segir Þórunn Helga sem mun æfa með kvennaliði KR í sumar. „Ég hef talað við Jón Þór, þjálfara KR, um að æfa með þeim á meðan ég er á landinu. Ég spilaði með þeim í gamla daga. Það er langt síðan ég hef verið heima um sumar. Ég fór á KR Valur í gær og það er gaman að vera aðeins komin inn í þetta aftur eftir langa fjarveru," segir Þórunn Helga sem ætlar að vera í toppstandi fyrir landsleikina í undankeppni Evrópumótsins síðar í mánuðinum. Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Sjá meira
Landsliðskonan Þórunn Helga Jónsdóttir hefur samið við norska b-deildarliðið Avaldsnes. Þórunn Helga hefur spilað í Brasilíu undanfarin fjögur ár, síðast með Vitoria, en segist hafa viljað prófa að spila í sterkri deild í Evrópu. „Ég er orðin 27 ára og langaði að taka eitt tímabil í einni af sterkustu deildum Evrópu. Þetta var mjög erfið ákvörðun og eftir tvo daga á Íslandi er ég strax farin að sakna Brasilíu. Ég vissi að það yrði alltaf erfitt að fara þaðan," segir Þórunn Helga en deildakeppninni hjá Vitoria er nýlokið. „Stelpurnar í liðinu færðu sig yfir til Sao Paulo sem er eina fylkið þar sem almennileg deildakeppni er í gangi núna. Stelpurnar dreifðust á liðin en keppnin þar er byrjuð. Ég þurfti að hugsa minn gang hvort ég vildi gera það sama en það voru fullt af liðum í boði." Hólmfríður mælti með AvaldsnesÞórunn Helga segir að Hólmfríður Magnúsdóttir hafi hvatt hana til þess að ganga til liðs við Avaldsnes. „Svo byrjaði Fríða að drita á mig tölvupóstum og talandi um Avaldsnes ákvað ég að íhuga það. Svo fór það allt af stað og gerðist mjög hratt. Mér leist á endanum mjög vel á þetta," segir Þórunn Helga og nefnir að Hólmfríður beri norska félaginu vel söguna. „Fríða segir félagið vera með mikinn metnað og góða stjórn. Liðið er í efsta sæti, stefnir á að komast upp sem er mjög raunhæft markið. Þá tæki ég tímabil í norsku úrvalsdeildinni á næsta ári," segir Þórunn sem verður á Íslandi til 22. júlí. Þá flýgur hún til Noregs en fyrsti leikur Avaldsnes eftir sumarfrí er 11. ágúst. Þangað til má Þórunn Helga ekki spila með liðinu enda félagaskipaglugginn lokaður. Snýr aftur til Brasilíu í mánuðÞórunn Helga samdi við Avaldsnes út árið 2013 en þó með ákvæði í samningnum um að fá að spila með Vitoria í Suður-Ameríkukeppninni í nóvember. „Þetta er mótið sem ég vann með Santos 2009 og 2010. Þá var Marta kölluð heim frá Svíþjóð, Cristiane var kölluð heim og ég verð örugglega ekki eini leikmaðurinn sem kem aftur til Brasilíu til að spila í þeirri keppni," segir Þórunn Helga sem hafði lofað Vitoria í ársbyrjun að taka þátt í því verkefni. Það verði hennar síðasti mánuður í Brasilíu í bili að minnsta kosti. „Það stóð aldrei til að ég yrði svona lengi í Brasilíu. Ég hef velt fyrir mér í lok hvers árs hvort ég ætti ekki að fara segja þetta gott. Það er svo langt heim og spurning um að færa sig nær Evrópu. Svo hafa þjálfarinn og stjórnin alltaf sannfært mig um að vera lengur," segir Þórunn Helga sem mun æfa með kvennaliði KR í sumar. „Ég hef talað við Jón Þór, þjálfara KR, um að æfa með þeim á meðan ég er á landinu. Ég spilaði með þeim í gamla daga. Það er langt síðan ég hef verið heima um sumar. Ég fór á KR Valur í gær og það er gaman að vera aðeins komin inn í þetta aftur eftir langa fjarveru," segir Þórunn Helga sem ætlar að vera í toppstandi fyrir landsleikina í undankeppni Evrópumótsins síðar í mánuðinum.
Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Sjá meira