Lífið

Þórunn Högna stofnar nýtt veftímarit

Þórunn Högnadóttir og Jóhönna Björg Christensen eru konurnar á bak við nýja veftímaritið, NUDE home.
Þórunn Högnadóttir og Jóhönna Björg Christensen eru konurnar á bak við nýja veftímaritið, NUDE home. Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir
Þórunn Högnadóttir, stílisti og blaðamaður hefur stofnað nýtt veftímarit í samstarfi við ritstjóra NUDE magazine, Jóhönnu Björgu Christensen. Tímaritið ber heitið NUDE home og kemur út í ágúst.

Hvernig kom þetta verkefni til?

Ég hafði lengi látið mig dreyma um að fara af stað með lífstílstímarit á netinu og þegar ég hætti hjá Húsum og híbýlum nýverið ákvað ég að slá til og láta þennan gamla draum verða að veruleika.

Jóhanna Björg hefur verið að gera frábæra hluti með NUDE magazine og ég setti mig í samband við hana með hugmyndina. Við náðum strax ótrúlega vel saman og erum alveg búnar að vera á flugi síðan. Við erum komnar með frábært fólk í lið með okkur og það er óhætt að

segja að það sé margt spennandi framundan.

Hverjar verða áherslur vefblaðsins? Við ætlum að fjalla um allt sem viðkemur heimilinu; við verðum með mikið af fallegum innlitum, fjöllum um þekkta hönnun og hönnuði, bendum lesendum okkar líka á skemmtilega verslanir, veitingastaði, vefsíður, blogg og fleira. Við munum leggja okkur fram um að miðla til lesenda öllu því nýjasta sem er að gerast í heimi hönnunar og arkitektúrs ásamt því að taka fyrir klassíska og vel þekkta hönnun. Flottar

uppskriftir af girnilegum mat og fleira matartengt efni verðu svo einnig að finna í blaðinu.



Verður allt efni íslenskt?

Nei, við verðum líka með efni erlendis frá; innlit á erlend heimili, umfjallanir um trendsýningar úti í heimi og fleira áhugavert efni erlendis frá.



Hvenær fer blaðið í loftið?

Fyrsta tölublað NUDE home mun fara á netið í byrjun ágúst. Nýtt tölublað fer svo í loftið á tveggja mánaða fresti en við verðum líka með blogg á netinu þar sem nýtt og spennandi efni mun birtast reglulega í millitíðinni.



Muntu halda áfram með frægu skref fyrir skref þættina þín þar sem þú kennir eitt og annað nytsamlegt fyrir heimilið?

Já, ég kem til með að gera það. Í hverju tölublaði verður mikið af

fjölbreyttu efni, þar sem flikkað verður uppá húsgögn og fleira, enda finnst mér ótrúlega gaman að taka gömul húsgögn og hluti í gegn og gefa þeim nýtt líf.



NUDE-home á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×