Innlent

Þota bresku krúnunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli

Einkaþota bresku krúnunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli seinni partinn í gær en mikill viðbúnaður var á vellinum að sögn sjónarvotta og öryggisverðir sáu til þess að vegfarendur kæmust hvergi nærri ferðalöngunum. Lesandi Vísis náði þó meðfylgjandi mynd af vélinni og sendi fyrir stundu. Ekki fékkst staðfest hjá flugmálastjórn í dag hver var um borð í vélinni sem flaug rakleiðis af landi brott.

Heimildir fréttastofu herma þó að átta til tíu manna hópur karlmanna hafi verið um borð í vélinni en hún hefur ferjað breska kóngafólkið síðustu árin. Ekki er loku fyrir það skotið að sjálfur Karl ríkisarfi hafi verið á meðal ferðalanganna en hann kom reglulega til landsins hér á árum áður og á nokkra góða kunningja hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×