Innlent

Þrastalundi lokað af sýslumanni

Elimar Hauksson skrifar
Embætti Ólafs Helgi hafði aldrei borist leyfisumsókn fyrir veitingarekstri
Embætti Ólafs Helgi hafði aldrei borist leyfisumsókn fyrir veitingarekstri
Veitingastað sem rekinn var í félagsheimilinu Þrastalundi í Grímsnesi var lokað um helgina samkvæmt fyrirmælum sýslumannsins á Selfossi.

Samkvæmt heimildum Vísis hefur veitingastaðurinn verið opinn frá því um miðjan júní en rekstraraðili staðarins hafði aldrei sótt um leyfi.

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, staðfesti í samtali við Vísi að staðnum hefði verið lokað.

„Ég get staðfest að staðnum hafi verið lokað. Við reynum vissulega að liðka til ef eitthvað vantar uppá hjá rekstraraðilum til að fullnægja leyfum en í þessu tiltekna tilviki hafði einfaldlega ekki verið sótt um leyfi“



Ólafur segir mikilvægt að bregðast við ef upp kemur að leyfisskyld starfsemi sé rekin án tilskilinna leyfa.

„Löggjafinn hefur ákveðið að tiltekin starfsemi sé leyfisskyld og að af henni beri að greiða skatta og gjöld. Ef upp kemur að slík starfsemi sé rekin án leyfa þá ber embættinu að beita þeim úrræðum sem því er í lögum veitt til koma í veg fyrir slíkt“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×