Þrekvirki fyrir austan: "Það eru engin jól hjá okkur" Hrund Þórsdóttir skrifar 25. desember 2013 19:15 Björgunarsveitin Gerpir á Neskaupsstað var kölluð út um klukkan átta í gærkvöldi til að koma lækni yfir Oddskarð til móts við sjúkrabíl sem var á leið frá Djúpavogi með konu í sjúkraflug frá Egilsstöðum. Veður og færð voru afleit og á Fagradal þurfti að ganga á undan snjóbíl og þurrka af stikum til að finna veginn. „Svo fóru tækin sem voru á leið upp Fagradal að bila eitt af öðru. Snjóbíllinn bilaði og þurfti að snúa við og björgunarsveitabíllinn frá Reyðarfirði líka. Svo brotnuðu rúða og þurrkur í snjómoksturstækinu. Við vorum því staddir þarna með einn björgunarsveitabíl og sjúkrabílinn í eftirdragi,“ segir Pálmi Benediktsson, formaður björgunarsveitarinnar Gerpis á Neskaupsstað. Halda þurfti konunni stöðugri en erfitt var að koma lyfjum og öðru sem til þurfti á staðinn. „Þessir menn sýndu ótrúlega þrautseigju, með því að snúa ekki við á leiðinni.“ Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki og komu síðustu menn ekki í hús fyrr en klukkan sex í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar gat ekki flogið vegna veðurs en sjúkraflugvél fór með konuna til Reykjavíkur. Henni er haldið sofandi í öndunarvél. Hvernig er að verja jólum í útkalli? „Það er öðruvísi hátíðarstemmning. Það eru engin jól hjá okkur en þetta er erfiðast fyrir þá sem heima sitja,“ segir Pálmi. Hann hefur áður þurft að sinna erfiðum útköllum um jólahátíðina. „Jólafötin eru farin að breytast í ullarnærföt og björgunarsveitagalla svona undanfarin ár. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Björgunarsveitin Gerpir á Neskaupsstað var kölluð út um klukkan átta í gærkvöldi til að koma lækni yfir Oddskarð til móts við sjúkrabíl sem var á leið frá Djúpavogi með konu í sjúkraflug frá Egilsstöðum. Veður og færð voru afleit og á Fagradal þurfti að ganga á undan snjóbíl og þurrka af stikum til að finna veginn. „Svo fóru tækin sem voru á leið upp Fagradal að bila eitt af öðru. Snjóbíllinn bilaði og þurfti að snúa við og björgunarsveitabíllinn frá Reyðarfirði líka. Svo brotnuðu rúða og þurrkur í snjómoksturstækinu. Við vorum því staddir þarna með einn björgunarsveitabíl og sjúkrabílinn í eftirdragi,“ segir Pálmi Benediktsson, formaður björgunarsveitarinnar Gerpis á Neskaupsstað. Halda þurfti konunni stöðugri en erfitt var að koma lyfjum og öðru sem til þurfti á staðinn. „Þessir menn sýndu ótrúlega þrautseigju, með því að snúa ekki við á leiðinni.“ Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki og komu síðustu menn ekki í hús fyrr en klukkan sex í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar gat ekki flogið vegna veðurs en sjúkraflugvél fór með konuna til Reykjavíkur. Henni er haldið sofandi í öndunarvél. Hvernig er að verja jólum í útkalli? „Það er öðruvísi hátíðarstemmning. Það eru engin jól hjá okkur en þetta er erfiðast fyrir þá sem heima sitja,“ segir Pálmi. Hann hefur áður þurft að sinna erfiðum útköllum um jólahátíðina. „Jólafötin eru farin að breytast í ullarnærföt og björgunarsveitagalla svona undanfarin ár.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira