Innlent

Þrekvirki fyrir austan: "Það eru engin jól hjá okkur"

Hrund Þórsdóttir skrifar
Björgunarsveitin Gerpir á Neskaupsstað var kölluð út um klukkan átta í gærkvöldi til að koma lækni yfir Oddskarð til móts við sjúkrabíl sem var á leið frá Djúpavogi með konu í sjúkraflug frá Egilsstöðum. Veður og færð voru afleit og á Fagradal þurfti að ganga á undan snjóbíl og þurrka af stikum til að finna veginn. „Svo fóru tækin sem voru á leið upp Fagradal að bila eitt af öðru. Snjóbíllinn bilaði og þurfti að snúa við og björgunarsveitabíllinn frá Reyðarfirði líka. Svo brotnuðu rúða og þurrkur í snjómoksturstækinu. Við vorum því staddir þarna með einn björgunarsveitabíl og sjúkrabílinn í eftirdragi,“ segir Pálmi Benediktsson, formaður björgunarsveitarinnar Gerpis á Neskaupsstað.

Halda þurfti konunni stöðugri en erfitt var að koma lyfjum og öðru sem til þurfti á staðinn. „Þessir menn sýndu ótrúlega þrautseigju, með því að snúa ekki við á leiðinni.“

Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki og komu síðustu menn ekki í hús fyrr en klukkan sex í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar gat ekki flogið vegna veðurs en sjúkraflugvél fór með konuna til Reykjavíkur. Henni er haldið sofandi í öndunarvél.

Hvernig er að verja jólum í útkalli?

„Það er öðruvísi hátíðarstemmning. Það eru engin jól hjá okkur en þetta er erfiðast fyrir þá sem heima sitja,“ segir Pálmi.

Hann hefur áður þurft að sinna erfiðum útköllum um jólahátíðina. „Jólafötin eru farin að breytast í ullarnærföt og björgunarsveitagalla svona undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×