Þrettán nýjar heimildarmyndir Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. maí 2014 16:00 Hafsteinn Gunnar Sigurðsson: "Þetta er orðin ansi rótgróin hátíð sem hefur þá sérstöðu að frumsýna íslenskar heimildarmyndir.“ Vísir/GVA Dagskrá Skjaldborgar, hátíðar íslenskra heimildarmynda, var birt í gær. Hátíðin verður haldin í áttunda sinn um hvítasunnuhelgina, 6. til 9. júní, og mun að vanda fara fram í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. „Þetta er orðin ansi rótgróin hátíð sem hefur þá sérstöðu að frumsýna íslenskar heimildarmyndir,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, einn skipuleggjenda Skjaldborgarhátíðarinnar. „Við munum frumsýna þrettán myndir í ár, hverja annarri áhugaverðari, og auk þess erum við með lið sem heitir verk í vinnslu þar sem kvikmyndagerðarfólk kynnir myndir sem eru á vinnslustigi, sem er oft mjög fróðlegt bæði fyrir kvikmyndagerðarfólkið sjálft og áhorfendur. Í ár verður sýnt úr fimm myndum á vinnslustigi. Rúsínan í pylsuendanum er svo heiðursgesturinn okkar, alþjóðlega heimildarmyndagerðarstjarnan Victor Kossakavosky, en þrjár af myndum hans verða sýndar á hátíðinni.“ Á meðal kvikmyndagerðarfólks sem á myndir á hátíðinni í ár eru Ari Alexander Ergis Magnússon, Árni Sveins, Hulda Rós og Helga Rakel, Helgi Felixson og fleiri. Viðfangsefnin eru að sama skapi fjölbreytt, eða allt frá taílenskum sjávarsígaunum til Þórðar frá Dagverðará. Hafsteinn segir dagskrána vera ansi þétta og að myndirnar verði sýndar hver á fætur annarri án afláts. „Við byrjum á föstudagskvöldi og sýnum myndir frá 10 á morgnana til 10 á kvöldin bæði laugardag og sunnudag. Svo endar hátíðin á mjög svo hressu dansiballi í félagsheimilinu þar sem áhorfendaverðlaun Skjaldborgar, Einarinn, eru veitt. Þetta er mjög lýðræðislegt og það eru eingöngu áhorfendur sem velja bestu myndina, engin dómnefnd, enda er þessi hátíð fordómalaus og dagskráin fjölbreytt eftir því.“ Hægt er að kynna sér dagskrána í heild og lesa umfjöllun um einstakar myndir á heimasíðunni skjaldborg.com/heimildarmyndir. Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Dagskrá Skjaldborgar, hátíðar íslenskra heimildarmynda, var birt í gær. Hátíðin verður haldin í áttunda sinn um hvítasunnuhelgina, 6. til 9. júní, og mun að vanda fara fram í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. „Þetta er orðin ansi rótgróin hátíð sem hefur þá sérstöðu að frumsýna íslenskar heimildarmyndir,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, einn skipuleggjenda Skjaldborgarhátíðarinnar. „Við munum frumsýna þrettán myndir í ár, hverja annarri áhugaverðari, og auk þess erum við með lið sem heitir verk í vinnslu þar sem kvikmyndagerðarfólk kynnir myndir sem eru á vinnslustigi, sem er oft mjög fróðlegt bæði fyrir kvikmyndagerðarfólkið sjálft og áhorfendur. Í ár verður sýnt úr fimm myndum á vinnslustigi. Rúsínan í pylsuendanum er svo heiðursgesturinn okkar, alþjóðlega heimildarmyndagerðarstjarnan Victor Kossakavosky, en þrjár af myndum hans verða sýndar á hátíðinni.“ Á meðal kvikmyndagerðarfólks sem á myndir á hátíðinni í ár eru Ari Alexander Ergis Magnússon, Árni Sveins, Hulda Rós og Helga Rakel, Helgi Felixson og fleiri. Viðfangsefnin eru að sama skapi fjölbreytt, eða allt frá taílenskum sjávarsígaunum til Þórðar frá Dagverðará. Hafsteinn segir dagskrána vera ansi þétta og að myndirnar verði sýndar hver á fætur annarri án afláts. „Við byrjum á föstudagskvöldi og sýnum myndir frá 10 á morgnana til 10 á kvöldin bæði laugardag og sunnudag. Svo endar hátíðin á mjög svo hressu dansiballi í félagsheimilinu þar sem áhorfendaverðlaun Skjaldborgar, Einarinn, eru veitt. Þetta er mjög lýðræðislegt og það eru eingöngu áhorfendur sem velja bestu myndina, engin dómnefnd, enda er þessi hátíð fordómalaus og dagskráin fjölbreytt eftir því.“ Hægt er að kynna sér dagskrána í heild og lesa umfjöllun um einstakar myndir á heimasíðunni skjaldborg.com/heimildarmyndir.
Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira