Innlent

Þrettándabrennunni við Ægisíðu frestað

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Margir ljúka jólunum með Þrettándabrennu.
Margir ljúka jólunum með Þrettándabrennu. Vísir/Anton
Fyrirhugaðri Þrettándabrenna við Ægisíðu hefur verið frestað til föstudags. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur barna grunnskóla barna í Vesturbæ. Dagskráin helst óbreytt að öðru leiti og hefst hátíðin klukkan 18.00 við KR-heimilið föstudaginn 9. janúar.

Vond veðurspá hefur sett strik í reikninginn þegar kemur að Þrettándabrennum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér stormviðvörun víða um landið í kvöld og nótt. Fyrst verður vart við storminn um sunnan- og vestanlands. 

Uppfært klukkan 11.01

Tveimur öðrum Þrettándabrennum í Reykjavík hefur verið frestað; í Grafarvogi og Grafarholti. Þrettándagleðin í Grafarvogi verður næstkomandi laugardag klukkan 17.50 og Þrettándagleðin í Grafarholti verður sama dag en hefst með göngu klukkan 18.30 frá Guðríðarkirkju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×