Þrettándi íslenski stórmeistarinn María LIlja Þrastardóttir skrifar 29. október 2013 20:00 Hjörvar Steinn Grétarsson vann fimm skákir af sjö á Evrópumeistaramóti taflfélaga sem haldið var á grísku eyjunni Rhodos um helgina og samsvaraði árangur hans 2607 skákstigum. Hjörvar lagði, á meðal annarra, makedónska stórmeistarann Vasile Sanduleac í sjöundu og síðustu umferð. „Ég er búinn að vera að tefla síðan ég var sex ára og byrjaði eiginlega útaf því það var mikil skák í grunnskólanum mínum, Rimaskóla. Þar byrjaði ég að mæta á æfingar og bróðir minn var að tefla líka svo ég byrjaði að dunda við þetta. Það gekk bara svo vel að ég hélt áfram og síðan vatt þetta uppá sig og hér er maður, hvern hefði grunað,“ segir Hjörvar Steinn. Hjörvar er næstyngsti Íslendingurinn til að verða stórmeistari en sá yngsti er Helgi Áss Grétarsson sem varð stórmeistari árið 1994, þá sautján ára gamall. Íslendingar eiga jafnframt met í stórmeisturum á heimsvísu sé miðað við höfðatölu.Myndirðu þá segja að skák væri hin eiginlega þjóðaríþrótt? „Ég myndi nú ekki ganga svo langt, ég hugsa að það sé handboltinn. En við erum mjög góð í skák miðað við höfðatölu.“ Hjörvar segist greina aukinn áhuga á íþróttinni á meðal yngra fólks. „Ég hef verið svo heppinn að fá að kenna í skólum og mörgum ungum, efnilegum skákmönnum og finn að það er meiri áhugi núna en hefur verið,“ segir Hjörvar. Með nafnbótinni öðlast Hjörvar launaréttindi úr ríkissjóði til æviloka, sem verður að teljast afar gott fyrir svo ungan mann. Féð hyggst hann nýta til þess að komast á erlend stórmót en auk þess fylgja fénu skuldbindingar um kennslu sem hann hyggst sinna.Hvernig lýsir það sér að vera orðinn að stórmeistara?„Bara ólýsanlegt. Þetta var markmið númer eitt, vö og þrjú síðan ég var ungur. Þetta hefði reyndar mátt gerast aðeins fyrr en svona er þetta bara stundum.“ Við Hjörvar gripum að sjálfsögðu í borðið og ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst á að spila við þann besta. Óvænt úrslitin má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Hjörvar Steinn Grétarsson vann fimm skákir af sjö á Evrópumeistaramóti taflfélaga sem haldið var á grísku eyjunni Rhodos um helgina og samsvaraði árangur hans 2607 skákstigum. Hjörvar lagði, á meðal annarra, makedónska stórmeistarann Vasile Sanduleac í sjöundu og síðustu umferð. „Ég er búinn að vera að tefla síðan ég var sex ára og byrjaði eiginlega útaf því það var mikil skák í grunnskólanum mínum, Rimaskóla. Þar byrjaði ég að mæta á æfingar og bróðir minn var að tefla líka svo ég byrjaði að dunda við þetta. Það gekk bara svo vel að ég hélt áfram og síðan vatt þetta uppá sig og hér er maður, hvern hefði grunað,“ segir Hjörvar Steinn. Hjörvar er næstyngsti Íslendingurinn til að verða stórmeistari en sá yngsti er Helgi Áss Grétarsson sem varð stórmeistari árið 1994, þá sautján ára gamall. Íslendingar eiga jafnframt met í stórmeisturum á heimsvísu sé miðað við höfðatölu.Myndirðu þá segja að skák væri hin eiginlega þjóðaríþrótt? „Ég myndi nú ekki ganga svo langt, ég hugsa að það sé handboltinn. En við erum mjög góð í skák miðað við höfðatölu.“ Hjörvar segist greina aukinn áhuga á íþróttinni á meðal yngra fólks. „Ég hef verið svo heppinn að fá að kenna í skólum og mörgum ungum, efnilegum skákmönnum og finn að það er meiri áhugi núna en hefur verið,“ segir Hjörvar. Með nafnbótinni öðlast Hjörvar launaréttindi úr ríkissjóði til æviloka, sem verður að teljast afar gott fyrir svo ungan mann. Féð hyggst hann nýta til þess að komast á erlend stórmót en auk þess fylgja fénu skuldbindingar um kennslu sem hann hyggst sinna.Hvernig lýsir það sér að vera orðinn að stórmeistara?„Bara ólýsanlegt. Þetta var markmið númer eitt, vö og þrjú síðan ég var ungur. Þetta hefði reyndar mátt gerast aðeins fyrr en svona er þetta bara stundum.“ Við Hjörvar gripum að sjálfsögðu í borðið og ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst á að spila við þann besta. Óvænt úrslitin má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira