Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Þórhildur Þorkelsdóttir og Bjarki Ármannsson skrifa 19. janúar 2016 20:45 Þessi ungi maður var skiljanlega þreyttur eftir langt og krefjandi ferðalag frá Beirút til Akureyrar. Vísir/Sveinn 35 sýrlenskir flóttamenn komu til landsins síðdegis í dag en þetta er fyrsti hópur flóttamanna sem boðin hefur verið búseta á Íslandi. Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á móti flóttamönnunum eftir tæplega sólarhringsferðalag frá Beirút. Um er að ræða sex fjölskyldur, fjórar sem búsettar verða á Akureyri og tvær sem búsettar verða í Kópavogi. Fréttamenn biðu þeirra á flugvellinum og var rætt við einn fjölskylduföður í hópnum, Khattab al Mohammed, í fréttatíma Stöðvar 2.Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á móti flóttamönnunum eftir tæplega sólarhringsferðalag frá Beirút.Vísir/Anton BrinkKhattab flúði Sýrland ásamt konu sinni, börnum sínum sex og ömmu þeirra árið 2012 og segir börnin sín ekki hafa gengið í skóla frá þeim tíma. Hann segist ekki hafa þekkt til Íslands þegar hann fékk fyrst að vita að fjölskylda hans gæti verið á leið þangað. „Okkur var sagt að það væri mjög kalt,“ segir hann. „Allir sögðu að það væri eins og frystir og við skyldum vanda okkur við valið. En svo heyrðum við um góða fólkið sem lýsti yfir stuðningi við okkur. Við sáum að þessi þjóð væri hjartagóð svo við ákváðum að þetta yrði í lagi.“Vísir/Anton BrinkMeirihluti þeirra sem komu til landsins í dag eru börn og voru mörg þeirra kát á flugvellinum, þrátt fyrir langt ferðalag, og búin að teikna íslenska og sýrlenska fána og skilaboð á borð við „Thank you Iceland“ eða „Takk Ísland.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku þátt í sérstakri heiðursmóttöku fyrir fólkið á flugstöðinni áður en haldið var áfram til Akureyrar og Kópavogs.Vísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/StefánVísir/StefánSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku þátt í sérstakri heiðursmóttöku fyrir fólkið á flugstöðinni.Vísir/Anton Brink Tengdar fréttir Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30 Ekkert óeðlilegt við að fólk hætti við að koma Upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins segir að alltaf megi búast við að fólk sem boðin hefur verið búseta hér á landi hætti við að koma. 19. janúar 2016 13:11 Sex sýrlenskar fjölskyldur koma í dag Rauði krossinn hefur undanfarnar vikur hamast við að undirbúa íbúðir fyrir fjölskyldurnar á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. 19. janúar 2016 06:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira
35 sýrlenskir flóttamenn komu til landsins síðdegis í dag en þetta er fyrsti hópur flóttamanna sem boðin hefur verið búseta á Íslandi. Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á móti flóttamönnunum eftir tæplega sólarhringsferðalag frá Beirút. Um er að ræða sex fjölskyldur, fjórar sem búsettar verða á Akureyri og tvær sem búsettar verða í Kópavogi. Fréttamenn biðu þeirra á flugvellinum og var rætt við einn fjölskylduföður í hópnum, Khattab al Mohammed, í fréttatíma Stöðvar 2.Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á móti flóttamönnunum eftir tæplega sólarhringsferðalag frá Beirút.Vísir/Anton BrinkKhattab flúði Sýrland ásamt konu sinni, börnum sínum sex og ömmu þeirra árið 2012 og segir börnin sín ekki hafa gengið í skóla frá þeim tíma. Hann segist ekki hafa þekkt til Íslands þegar hann fékk fyrst að vita að fjölskylda hans gæti verið á leið þangað. „Okkur var sagt að það væri mjög kalt,“ segir hann. „Allir sögðu að það væri eins og frystir og við skyldum vanda okkur við valið. En svo heyrðum við um góða fólkið sem lýsti yfir stuðningi við okkur. Við sáum að þessi þjóð væri hjartagóð svo við ákváðum að þetta yrði í lagi.“Vísir/Anton BrinkMeirihluti þeirra sem komu til landsins í dag eru börn og voru mörg þeirra kát á flugvellinum, þrátt fyrir langt ferðalag, og búin að teikna íslenska og sýrlenska fána og skilaboð á borð við „Thank you Iceland“ eða „Takk Ísland.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku þátt í sérstakri heiðursmóttöku fyrir fólkið á flugstöðinni áður en haldið var áfram til Akureyrar og Kópavogs.Vísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/StefánVísir/StefánSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku þátt í sérstakri heiðursmóttöku fyrir fólkið á flugstöðinni.Vísir/Anton Brink
Tengdar fréttir Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30 Ekkert óeðlilegt við að fólk hætti við að koma Upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins segir að alltaf megi búast við að fólk sem boðin hefur verið búseta hér á landi hætti við að koma. 19. janúar 2016 13:11 Sex sýrlenskar fjölskyldur koma í dag Rauði krossinn hefur undanfarnar vikur hamast við að undirbúa íbúðir fyrir fjölskyldurnar á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. 19. janúar 2016 06:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira
Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30
Ekkert óeðlilegt við að fólk hætti við að koma Upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins segir að alltaf megi búast við að fólk sem boðin hefur verið búseta hér á landi hætti við að koma. 19. janúar 2016 13:11
Sex sýrlenskar fjölskyldur koma í dag Rauði krossinn hefur undanfarnar vikur hamast við að undirbúa íbúðir fyrir fjölskyldurnar á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. 19. janúar 2016 06:00