Innlent

Þriðjungur lögreglukvenna þolendur kynferðislegrar áreitni

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Vilhelm
Um þriðjungur lögreglukvenna töldu sig vera þolendur kynferðislegrar áreitni í lögreglunni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra og Háskóli Íslands gerðu á vinnumenningu meðal starfandi lögreglumanna sl. vor.

31% kvenna og 4% karla í lögrelunni töldu sig vera þolendur kynferðislegrar áreitni. Gerendur kynferðislegu áreitninnar eru karlkyns samstarfsmenn og karlkyns yfirmenn.

Konur voru 12,6% lögreglumanna þann 1. febrúar 2013. 17-33% brautskráðra nemenda frá Lögregluskóla ríkisins síðan 1999 eru konur. Brotthvarf kvenna frá lögreglunni er því verulegt.

Jafnframt kemur fram að 18% lögreglumanna töldu sig þolendur eineltis í lögreglunni, eða 24% kvenna og 17% karla. Gerendur eineltisins eru oftast karlkyns yfirmenn eða karlkyns samstarfsmenn.

Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í morgun kemur fram að viðhorf til kvenna innan lögreglunnar er heldur neikvætt. Karlar treysta síður konum til að sinna öllum verkefnum lögreglunnar.


Tengdar fréttir

Karlar í lögreglunni vantreysta konunum

Karlkyns lögreglumenn eru oft ekki tilbúnir að viðurkenna kvenkyns samstarfsmenn sína sem jafninga. Þetta er niðurstaða viðamikillar rannsóknar sem Ríkislögreglustjóri lét vinna á stöðu kvenna innan lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×