Þrír og hálfur milljarður í geðlyf á hverju ári Hrund Þórsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 20:00 Ef litið er á lyfjaútgjöld Sjúkratrygginga Íslands eftir lyfjaflokkum síðustu þrjú ár, eins og gert er í meðfylgjandi myndskeiði, sést að útgjöld vegna tauga- og geðlyfja eru langmest, nær þrefalt meiri en í næstdýrasta flokknum. Af tæpum 28 milljörðum sem greiddir hafa verið vegna lyfjanotkunar alls, hafa tíu og hálfur farið í þennan eina flokk af fjórtán, eða 38%. Þetta þýðir að Sjúkratryggingar greiða þrjá og hálfan milljarð vegna þessara lyfja á hverju ári. Tölur yfir neyslu gefa einnig sláandi mynd, en eins og sjá má á þessu línuriti hefur notkun tauga- og geðlyfja aukist stöðugt hérlendis frá árinu 1990 og nálgast aukningin þreföldun á þessu tímabili. Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur, sem barist hefur fyrir breytingum á geðheilbrigðiskerfinu, segir helstu ástæðuna að hér sé hugræn atferlismeðferð, sem skilað hafi bestum árangri, ekki aðgengileg almenningi. „Þjónusta sálfræðinga á stofum er ekki niðurgreidd af ríkissjóði,“ segir hún. En eru lyfin sem sagt niðurgreidd? „Já, lyfin eru niðurgreidd af sjúkratryggingum sem og þjónusta sérfræðinga á stofum, það er geðlækna.“ Í nágrannalöndunum er meðferðin orðin hluti af heilbrigðis- og félagsþjónustukerfinu. Kristbjörg segir margt hægt að gera fyrir fólk áður en grípa þurfi til lyfja. „Í formi fræðslu og stuðnings, tölvumeðferða, hreyfiseðla og hópnámskeiða þar sem fólk kemur á hópnámskeið í hugrænni atferlismeðferð.“ Íslendingar eiga heimsmet í geðlyfjanotkun og er hún nær tvöfalt meiri en að meðaltali í OECD ríkjum. Kristbjörg segir raunhæft að jafna það á næstu tíu árum. „Þannig ættum við bæði að geta sparað háar fjárhæðir sem væru annars glataðir skattar, bætur og ýmiss kostnaður í heilbrigðiskerfinu og bætt heilsu og líðan landsmanna.“ Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Sjá meira
Ef litið er á lyfjaútgjöld Sjúkratrygginga Íslands eftir lyfjaflokkum síðustu þrjú ár, eins og gert er í meðfylgjandi myndskeiði, sést að útgjöld vegna tauga- og geðlyfja eru langmest, nær þrefalt meiri en í næstdýrasta flokknum. Af tæpum 28 milljörðum sem greiddir hafa verið vegna lyfjanotkunar alls, hafa tíu og hálfur farið í þennan eina flokk af fjórtán, eða 38%. Þetta þýðir að Sjúkratryggingar greiða þrjá og hálfan milljarð vegna þessara lyfja á hverju ári. Tölur yfir neyslu gefa einnig sláandi mynd, en eins og sjá má á þessu línuriti hefur notkun tauga- og geðlyfja aukist stöðugt hérlendis frá árinu 1990 og nálgast aukningin þreföldun á þessu tímabili. Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur, sem barist hefur fyrir breytingum á geðheilbrigðiskerfinu, segir helstu ástæðuna að hér sé hugræn atferlismeðferð, sem skilað hafi bestum árangri, ekki aðgengileg almenningi. „Þjónusta sálfræðinga á stofum er ekki niðurgreidd af ríkissjóði,“ segir hún. En eru lyfin sem sagt niðurgreidd? „Já, lyfin eru niðurgreidd af sjúkratryggingum sem og þjónusta sérfræðinga á stofum, það er geðlækna.“ Í nágrannalöndunum er meðferðin orðin hluti af heilbrigðis- og félagsþjónustukerfinu. Kristbjörg segir margt hægt að gera fyrir fólk áður en grípa þurfi til lyfja. „Í formi fræðslu og stuðnings, tölvumeðferða, hreyfiseðla og hópnámskeiða þar sem fólk kemur á hópnámskeið í hugrænni atferlismeðferð.“ Íslendingar eiga heimsmet í geðlyfjanotkun og er hún nær tvöfalt meiri en að meðaltali í OECD ríkjum. Kristbjörg segir raunhæft að jafna það á næstu tíu árum. „Þannig ættum við bæði að geta sparað háar fjárhæðir sem væru annars glataðir skattar, bætur og ýmiss kostnaður í heilbrigðiskerfinu og bætt heilsu og líðan landsmanna.“
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Sjá meira