Innlent

Þrjú stórhveli komin á land

Stjórnarformaður Hvals hf. var ánægður með upphaf vertíðar í gær.
Stjórnarformaður Hvals hf. var ánægður með upphaf vertíðar í gær. fréttablaðið/ANTON

„Þetta er góð byrjun, þetta hefur farið vel af stað," sagði Kristján Loftsson, stjórnar­formaður Hvals hf., kampakátur eftir að fyrsti hvalur vertíðarinnar, meðalstór langreyður, var dreginn á land í Hvalfirði síðdegis í gær.

Strax var hafist handa við að skera hvalinn í hvalveiðistöðinni. Annað hvalveiðiskip kom til lands síðar í gærkvöldi með tvær aðrar langreyðar. Allar voru þær skotnar suðvestur af landinu þrátt fyrir lélegt skyggni.

Leyfi hefur verið veitt til að veiða allt að 200 langreyðar á vertíðinni, sem nú er hafin og stendur fram á haust. „Þetta er um hundrað daga vertíð," segir Kristján.

Aðspurður segist hann ekki hafa neinar áhyggjur af sölu afurðanna. „Það hefur allt gengið ágætlega." - gb





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×